„Ekkert fyrirtæki í neinu landi“ gæti staðið undir kröfum verkalýðsforystunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 12:55 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir skýrt að verkalýðsforystan ætli að valda sem mestu tjóni til að ná fram kröfum sínum. Þá séu verkföll sem leiðtogar verkalýðsfélaganna boði „ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir.“ Fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfur VR sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Í Fréttablaðinu í dag var svo svo fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA.Ferðaþjónustan „fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar“ „Fréttir gærdagsins um viðræðuslit og verkfallsboðanir eru dapurlegar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðfélagið allt. Það er mikill ábyrgðarhluti að standa fyrir verkföllum og lama atvinnustarfsemi í landinu um lengri eða skemmri tíma. Fyrirætlanir verkalýðsforystunnar eru skýrar - hún ætlar að valda sem mestu tjóni til að ná fram sínum kröfum. Kröfum sem eru þess eðlis að ekkert fyrirtæki í neinu landi kæmist nálægt því að geta staðið undir þeim,“ segir Bjarnheiður í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Þá segir Bjarnheiður að verkföll myndu valda óheyrilegum skaða fyrir þjóðarbúið allt, orðspor og ímynd landsins. „Það má ekki gleymast að 86,3% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil - oft rekin af einstaklingum eða fjölskyldum. Fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar er einmitt ferðaþjónusta. Enda hægt að valda þar miklum skaða á skömmum tíma. Ekki bara þeim óheyrilega skaða fyrir allt þjóðarbúið, meðan á aðgerðum stendur - heldur valda þær tjóni á orðspori og ímynd landsins sem ferðamannalands. Geta þar með haft áhrif á bókanir ferðamanna inn í framtíðina,“ segir Bjarnheiður. „Verkföll eru ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir um 1,4 milljörðum að meðaltali dag hvern. Hún er ein stærsta undirstaða íslensks efnahagslífs. Að stofna henni í hættu í einhverjum veruleikafirrtum leikfléttum er dauðans alvara - sem á endanum bitnar á öllum.“ Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær endurspeglaði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, þetta viðhorf Bjarnheiðar. Hann sagði rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja í járnum og að einhver þeirra gætu farið í þrot verði af verkfallsaðgerðunum. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir skýrt að verkalýðsforystan ætli að valda sem mestu tjóni til að ná fram kröfum sínum. Þá séu verkföll sem leiðtogar verkalýðsfélaganna boði „ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir.“ Fram kom í máli Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, í Kastljósi í gær að efnislega hljóðuðu kröfur VR sem beindust að fyrirtækjunum í landinu upp á 60 til 85 prósent launahækkun. Í Fréttablaðinu í dag var svo svo fjallað um kröfur Starfsgreinasambandsins og því haldið fram að þær hljóðuðu upp á 70 til 85 prósent hækkanir á samningstímabilinu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefði Efling haldið þessum kröfum til streitu í viðræðum við SA.Ferðaþjónustan „fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar“ „Fréttir gærdagsins um viðræðuslit og verkfallsboðanir eru dapurlegar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðfélagið allt. Það er mikill ábyrgðarhluti að standa fyrir verkföllum og lama atvinnustarfsemi í landinu um lengri eða skemmri tíma. Fyrirætlanir verkalýðsforystunnar eru skýrar - hún ætlar að valda sem mestu tjóni til að ná fram sínum kröfum. Kröfum sem eru þess eðlis að ekkert fyrirtæki í neinu landi kæmist nálægt því að geta staðið undir þeim,“ segir Bjarnheiður í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Þá segir Bjarnheiður að verkföll myndu valda óheyrilegum skaða fyrir þjóðarbúið allt, orðspor og ímynd landsins. „Það má ekki gleymast að 86,3% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil - oft rekin af einstaklingum eða fjölskyldum. Fyrsta skotmark verkalýðshreyfingarinnar er einmitt ferðaþjónusta. Enda hægt að valda þar miklum skaða á skömmum tíma. Ekki bara þeim óheyrilega skaða fyrir allt þjóðarbúið, meðan á aðgerðum stendur - heldur valda þær tjóni á orðspori og ímynd landsins sem ferðamannalands. Geta þar með haft áhrif á bókanir ferðamanna inn í framtíðina,“ segir Bjarnheiður. „Verkföll eru ein mesta og versta utanaðkomandi ógn sem ferðaþjónusta getur staðið frammi fyrir. Ferðaþjónusta á Íslandi veltir um 1,4 milljörðum að meðaltali dag hvern. Hún er ein stærsta undirstaða íslensks efnahagslífs. Að stofna henni í hættu í einhverjum veruleikafirrtum leikfléttum er dauðans alvara - sem á endanum bitnar á öllum.“ Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær endurspeglaði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, þetta viðhorf Bjarnheiðar. Hann sagði rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja í járnum og að einhver þeirra gætu farið í þrot verði af verkfallsaðgerðunum.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00 Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. 22. febrúar 2019 12:00
Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Óvissa og áhyggjur eru miklar hjá atvinnurekendum vegna hugsanlegra verkfalla. Áhrifin gætu komið fljótt fram hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 21. febrúar 2019 19:45
Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00