Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2019 11:20 Vigdís ætlar að kæra frávísun sýslumanns til dómsmálaráðuneytisins. Vísir/vilhelm Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. Vigdís greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist ætla að kæra niðurstöðu sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins. Kæra Vigdísar kom til eftir að Persónuvernd úrskurðaði að ekki hefði verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Telur Vigdís þetta tvímælalaust ígildi þess að kosningarnar séu þar með ómarktækar og kærði þær því til sýslumanns sem nú hefur vísað málinu frá. „Hann bendir mér einnig á það hvaða leiðir eru færar fyrir mig næst,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. „Ég get kært málið til dómsmálaráðuneytisins og ég hef þegar tekið ákvörðun um að gera það. Ég ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands.“ Hún telur að málið geti verið fordæmisgefandi og geti leitt til breytingar á kosningalöggjöfinni sem hún telur gallaða en kærufrestur vegna kosninga er einungis sjö dagar. Kæra hennar barst sýslumanni mörgum mánuðum eftir kærufrestinn. „Ég gæti alveg trúað því að þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi með þeim hætti að kosningalögum verði breytt á þann hátt að ef upp kemur kosningasvindl verði rýmri tími til að kæra kosningarnar.“ Hún útilokar ekki að leita utan landsteinanna ef ekkert kemur úr kærunni til dómsmálaráðuneytisins. Það er Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem fer með kosningaeftirlit. Stofnunin hefur þegar sagt að hún muni ekki fjalla um málið. „þó að það hafi komið fram hjá einhverjum blaðafulltrúa þarna að þau munu ekki gefa út nein álit í málinu þá verð ég náttúrulega að láta reyna á það og jafnframt lýsa þann aðila sem fer fyrir því eftirliti vanhæfan þar sem að hann er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og tilheyrir Samfylkingunni,“ segir Vigdís og á þar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem er framkvæmdastjóri lýðræðis og mannréttindastofnunar ÖSE. Vigdís ræddi um kæruna í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í liðinni viku og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð 12:00 Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. Vigdís greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist ætla að kæra niðurstöðu sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins. Kæra Vigdísar kom til eftir að Persónuvernd úrskurðaði að ekki hefði verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Telur Vigdís þetta tvímælalaust ígildi þess að kosningarnar séu þar með ómarktækar og kærði þær því til sýslumanns sem nú hefur vísað málinu frá. „Hann bendir mér einnig á það hvaða leiðir eru færar fyrir mig næst,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. „Ég get kært málið til dómsmálaráðuneytisins og ég hef þegar tekið ákvörðun um að gera það. Ég ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands.“ Hún telur að málið geti verið fordæmisgefandi og geti leitt til breytingar á kosningalöggjöfinni sem hún telur gallaða en kærufrestur vegna kosninga er einungis sjö dagar. Kæra hennar barst sýslumanni mörgum mánuðum eftir kærufrestinn. „Ég gæti alveg trúað því að þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi með þeim hætti að kosningalögum verði breytt á þann hátt að ef upp kemur kosningasvindl verði rýmri tími til að kæra kosningarnar.“ Hún útilokar ekki að leita utan landsteinanna ef ekkert kemur úr kærunni til dómsmálaráðuneytisins. Það er Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem fer með kosningaeftirlit. Stofnunin hefur þegar sagt að hún muni ekki fjalla um málið. „þó að það hafi komið fram hjá einhverjum blaðafulltrúa þarna að þau munu ekki gefa út nein álit í málinu þá verð ég náttúrulega að láta reyna á það og jafnframt lýsa þann aðila sem fer fyrir því eftirliti vanhæfan þar sem að hann er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og tilheyrir Samfylkingunni,“ segir Vigdís og á þar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem er framkvæmdastjóri lýðræðis og mannréttindastofnunar ÖSE. Vigdís ræddi um kæruna í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í liðinni viku og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð 12:00
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35