Telur að verkföll gætu fellt garðyrkjubændur Sveinn Arnarsson skrifar 21. febrúar 2019 07:30 Garðyrkja skapar fjölda starfa og framleiðir vistvæna afurð fyrir landsmenn. Fyrirtæki í greininni standa ekki traustum fótum að mati framkvæmdastjóra sölufélags garðyrkjumanna. Fréttablaðið/Stefán Ylrækt hér á landi stendur illa rekstrarlega að mati Gunnlaugs Karlssonar, framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna. Hann segir síðustu tvö rekstrarár hafa verið afar erfið fyrir greinina og segir verkföll geta haft alvarlegar afleiðingar. Hagstofan birti í gær útdrátt úr rekstrar- og efnahagsyfirliti nytjaplönturæktar árin 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagnaður fyrirtækja sem rækta grænmeti hefur minnkað mikið. „Rekstrarskilyrði greinarinnar eru orðin erfið og ég tala nú ekki um árið 2018 sem var einnig gríðarlega erfitt rekstrarár. Svo horfir einnig þannig við að árið 2019 gæti orðið afar erfitt,“ segir Gunnlaugur.Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubændaUndanfarið hefur mikil umræða verið um kolefnisspor matvælanna sem við neytum og íslenskt grænmeti því kjörin fæða þar sem kolefnisspor þeirra matvæla er með því minnsta sem völ er á. Gunnlaugur bendir á að hægt sé að keppa í gæðum en það sé afar erfitt að keppa í verði við innflutt grænmeti. „Ef við skoðum rafmagnskostnað og flutningskostnað á rafmagni auk launa sem hafa hækkað um tugi prósenta á fáum árum þá sjáum við að það kreppir að. Þá erum við á þeim stað að við þurfum að hugsa um hvort við ætlum að velta kostnaðarhækkuninni út í verðlagið. Það er ekki hlaupið að því í þessu umhverfi,“ segir Gunnlaugur. „Við getum ekki keppt við verðið á innfluttu grænmeti en við getum hæglega keppt í gæðum. Einnig viljum við hafa íslenskt grænmeti á markaði og þess vegna þarf að bregðast við,“ bætir Gunnlaugur við. „Ég get lofað því að ef við lendum í verkföllum sem munu stöðva framleiðslu einhverra garðyrkjubænda þá munum við sjá gjaldþrot í greininni, það er alveg öruggt. Þetta er mjög erfið staða og ég vona að menn finni leiðir til að ná sáttum á almennum vinnumarkaði án verkfalla.“ Gunnlaugur bendir á að útflutningur er hafinn á agúrkum en eftirspurn er eftir vörunni bæði í Færeyjum og Danmörku. „Við getum keppt á þeim markaði í gæðum og íslenska agúrkan selst vel á þessum mörkuðum sem sýnir að við erum að gera eitthvað rétt,“ bætir Gunnlaugur við. Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Ylrækt hér á landi stendur illa rekstrarlega að mati Gunnlaugs Karlssonar, framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna. Hann segir síðustu tvö rekstrarár hafa verið afar erfið fyrir greinina og segir verkföll geta haft alvarlegar afleiðingar. Hagstofan birti í gær útdrátt úr rekstrar- og efnahagsyfirliti nytjaplönturæktar árin 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagnaður fyrirtækja sem rækta grænmeti hefur minnkað mikið. „Rekstrarskilyrði greinarinnar eru orðin erfið og ég tala nú ekki um árið 2018 sem var einnig gríðarlega erfitt rekstrarár. Svo horfir einnig þannig við að árið 2019 gæti orðið afar erfitt,“ segir Gunnlaugur.Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubændaUndanfarið hefur mikil umræða verið um kolefnisspor matvælanna sem við neytum og íslenskt grænmeti því kjörin fæða þar sem kolefnisspor þeirra matvæla er með því minnsta sem völ er á. Gunnlaugur bendir á að hægt sé að keppa í gæðum en það sé afar erfitt að keppa í verði við innflutt grænmeti. „Ef við skoðum rafmagnskostnað og flutningskostnað á rafmagni auk launa sem hafa hækkað um tugi prósenta á fáum árum þá sjáum við að það kreppir að. Þá erum við á þeim stað að við þurfum að hugsa um hvort við ætlum að velta kostnaðarhækkuninni út í verðlagið. Það er ekki hlaupið að því í þessu umhverfi,“ segir Gunnlaugur. „Við getum ekki keppt við verðið á innfluttu grænmeti en við getum hæglega keppt í gæðum. Einnig viljum við hafa íslenskt grænmeti á markaði og þess vegna þarf að bregðast við,“ bætir Gunnlaugur við. „Ég get lofað því að ef við lendum í verkföllum sem munu stöðva framleiðslu einhverra garðyrkjubænda þá munum við sjá gjaldþrot í greininni, það er alveg öruggt. Þetta er mjög erfið staða og ég vona að menn finni leiðir til að ná sáttum á almennum vinnumarkaði án verkfalla.“ Gunnlaugur bendir á að útflutningur er hafinn á agúrkum en eftirspurn er eftir vörunni bæði í Færeyjum og Danmörku. „Við getum keppt á þeim markaði í gæðum og íslenska agúrkan selst vel á þessum mörkuðum sem sýnir að við erum að gera eitthvað rétt,“ bætir Gunnlaugur við.
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira