Vegfarendur skilji ekki umferðarmerki um forgang Sighvatur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 22:00 Umferðarmerki sem sýnir hvor akstursstefna á forgang þykir ekki nógu skýrt til notkunar við einbreiðar brýr á Íslandi. Hjá Vegagerðinni er til skoðunar að breyta hönnun merkisins til að taka af allan vafa um hvort fólk á að aka áfram eða bíða. Í drögum að endurskoðun umferðarlaga er settar fram hugmyndir um samræmingu hámarkshraða allra ökutækja. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, telur vegakerfið ekki þola þungaflutninga á 90 kílómetra hraða á klukkustund. Hann nefnir lélegar vegaxlir sem dæmi um slæmt ástand vega. „Þessar vegaxlir gefa sig oftar en ekki og við höfum til dæmis lent í nokkrum slysum út af því. Þar ertu að virða allar reglur með tilliti til þungatakmarkana en vegurinn ber bara ekki þann þunga,“ segir Hörður.Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Vísir/BaldurAðgreina akreinar með vegriðum Meira en 40% banaslysa á þjóðvegum í dreifbýli verða þegar bílar lenda saman. Þess vegna vill Vegagerðin aðgreina akreinar með vegriðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fara í það þar sem umferðin er mikil því eftir því sem umferð eykst þá aukast líkur á því að bílar úr gagnstæðum áttum rekist saman,“ segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Beðið með forgangsmerki við brýr Eftir banaslys á brúnni yfir Núpsvötn í lok síðasta árs ákvað Vegagerðin að lækka hámarkshraða við hluta einbreiðra brúa í 50 kílómetra á klukkustund. Miðað er við brýr þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag. Einnig var til skoðunar að merkja að umferð í aðra áttina hefði forgang. „Að vel athugðu máli ákváðum við að gera þetta ekki að sinni því við erum einfaldlega hrædd um að þetta sé ekki alveg nógu skýrt, menn eru ekki alveg með á hreinu hvort þeir eigi réttinn eða ekki og þá getur þetta skapað hættu,“ segir Auður Þóra. Fólk ruglast sem sagt á því hvort rauða örin eða sú svarta merkir forgang. Auður Þóra nefnir sem dæmi að í Nýja Sjálandi hafi rauða örin verið minnkuð til að taka af allan vafa um það að svarta örin gefur til kynna hvor á forgang. Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Umferðarmerki sem sýnir hvor akstursstefna á forgang þykir ekki nógu skýrt til notkunar við einbreiðar brýr á Íslandi. Hjá Vegagerðinni er til skoðunar að breyta hönnun merkisins til að taka af allan vafa um hvort fólk á að aka áfram eða bíða. Í drögum að endurskoðun umferðarlaga er settar fram hugmyndir um samræmingu hámarkshraða allra ökutækja. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, telur vegakerfið ekki þola þungaflutninga á 90 kílómetra hraða á klukkustund. Hann nefnir lélegar vegaxlir sem dæmi um slæmt ástand vega. „Þessar vegaxlir gefa sig oftar en ekki og við höfum til dæmis lent í nokkrum slysum út af því. Þar ertu að virða allar reglur með tilliti til þungatakmarkana en vegurinn ber bara ekki þann þunga,“ segir Hörður.Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Vísir/BaldurAðgreina akreinar með vegriðum Meira en 40% banaslysa á þjóðvegum í dreifbýli verða þegar bílar lenda saman. Þess vegna vill Vegagerðin aðgreina akreinar með vegriðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fara í það þar sem umferðin er mikil því eftir því sem umferð eykst þá aukast líkur á því að bílar úr gagnstæðum áttum rekist saman,“ segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Beðið með forgangsmerki við brýr Eftir banaslys á brúnni yfir Núpsvötn í lok síðasta árs ákvað Vegagerðin að lækka hámarkshraða við hluta einbreiðra brúa í 50 kílómetra á klukkustund. Miðað er við brýr þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag. Einnig var til skoðunar að merkja að umferð í aðra áttina hefði forgang. „Að vel athugðu máli ákváðum við að gera þetta ekki að sinni því við erum einfaldlega hrædd um að þetta sé ekki alveg nógu skýrt, menn eru ekki alveg með á hreinu hvort þeir eigi réttinn eða ekki og þá getur þetta skapað hættu,“ segir Auður Þóra. Fólk ruglast sem sagt á því hvort rauða örin eða sú svarta merkir forgang. Auður Þóra nefnir sem dæmi að í Nýja Sjálandi hafi rauða örin verið minnkuð til að taka af allan vafa um það að svarta örin gefur til kynna hvor á forgang.
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira