Lára stal mat vegna matarfíknar: Erfitt að útskýra vanlíðanina í neyslunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 12:46 Lára Kristín Pedersen í leik með Stjörnunni síðasta sumar. vísir/bára „Þetta lýsir sér í óeðlilegu sambandi við mat, óeðlilegri hegðun í kringum mat og óeðlilegri löngun. Þetta er ekki bara það að þér finnist gott að borða. Þú breytir allri þinni hegðun í kringum mat.“ Þetta segir Lára Kristín Pedersen, leikmaður Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, um matarfíknina sem hún glímir við í opinskáu viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolti.net í umsjá Magnúsar Más Einarssonar. Lára Kristín er uppalin hjá Aftureldingu en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2014 þar sem að hún varð tvívegis Íslandsmeistari en hún samdi við Þór/KA eftir síðasta tímabil. Þessi 24 ára gamli miðjumaður segir frá því þegar að hún var 16-17 ára gömul að aka upp að Hafravatni, ein í bíl, til þess að boða pítsu í laumi. „Ég hélt að ég vildi einveru og frið og eitthvað. Síðan fer þetta stigmagnandi og þetta verður verra og verra. Loturnar í átinu verða oftar og oftar og þetta fer að taka yfir meira af lífi manns [...] Ég á enn þá erfitt með að útskýra fyrir fólki hversu illa manni líður þegar maður er í sinni neyslu,“ segir Lára sem fór í bandarískan háskóla að spila fótbolta.Lára Kristín með Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum sem þær töpuðu.vísir/vilhelm„Ég bjó með sjö öðrum stelpum þarna. Öll mín dvöl snerist um að það væri enginn annar væri staddur í húsinu svo ég gæti borðað allt sem ég vildi borða. Þetta var ekki hollur matur. Þú ert að troða í því sem veitir þér mesta „kickið“,“ segir Lára Kristín sem segist hafa stolið mat af sambýlingum sínum sem og fjölskyldumeðlimum.Lára las viðtal á Fótbolti.net við Þórð Ingason, markvörð Fjölnis í Pepsi-deild karla, þar sem að hann opnaði sig um áfengisfíkn sína en það fékk hana til að opna augun fyrir vandamálinu. Lára hafði bæði misst af Evrópuleik og verið tekin út úr byrjunarliðinu fyrir úrslitaleik bikarsins 2015 vegna vandræða tengdum matarfíkninni. „Ég hugsaði: „Guð minn góður, hann er að lýsa mínu sumri.“ Þú þarft bara að setja inn Lára í staðinn fyrir Þórður og matur í staðinn fyrir áfengi. Þá hugsaði ég að þetta myndi ekki ganga svona áfram og í kjölfarið byrjaði mitt ferli í að leita aðstoðar við þessu en ekki einhverju öðru sem ég hélt að væri að mér,“ segir Lára sem að leitaði sér hjálpar. Hún mætir reglulega á fundi og hefur misst af æfingum vegna þeirra. Hún viðurkennir að hafa dottið í sjálfsvorkunn vegna þess en hún veit hvað þetta gerir henni gott. „Ég er ánægð hvar ég stend í dag. Bæði hvað kemur af fótboltanum og hvar ég er stödd með þetta,“ segir Lára Kristín Pedersen.Allt viðtalið má heyra hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Sjá meira
„Þetta lýsir sér í óeðlilegu sambandi við mat, óeðlilegri hegðun í kringum mat og óeðlilegri löngun. Þetta er ekki bara það að þér finnist gott að borða. Þú breytir allri þinni hegðun í kringum mat.“ Þetta segir Lára Kristín Pedersen, leikmaður Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, um matarfíknina sem hún glímir við í opinskáu viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolti.net í umsjá Magnúsar Más Einarssonar. Lára Kristín er uppalin hjá Aftureldingu en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2014 þar sem að hún varð tvívegis Íslandsmeistari en hún samdi við Þór/KA eftir síðasta tímabil. Þessi 24 ára gamli miðjumaður segir frá því þegar að hún var 16-17 ára gömul að aka upp að Hafravatni, ein í bíl, til þess að boða pítsu í laumi. „Ég hélt að ég vildi einveru og frið og eitthvað. Síðan fer þetta stigmagnandi og þetta verður verra og verra. Loturnar í átinu verða oftar og oftar og þetta fer að taka yfir meira af lífi manns [...] Ég á enn þá erfitt með að útskýra fyrir fólki hversu illa manni líður þegar maður er í sinni neyslu,“ segir Lára sem fór í bandarískan háskóla að spila fótbolta.Lára Kristín með Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum sem þær töpuðu.vísir/vilhelm„Ég bjó með sjö öðrum stelpum þarna. Öll mín dvöl snerist um að það væri enginn annar væri staddur í húsinu svo ég gæti borðað allt sem ég vildi borða. Þetta var ekki hollur matur. Þú ert að troða í því sem veitir þér mesta „kickið“,“ segir Lára Kristín sem segist hafa stolið mat af sambýlingum sínum sem og fjölskyldumeðlimum.Lára las viðtal á Fótbolti.net við Þórð Ingason, markvörð Fjölnis í Pepsi-deild karla, þar sem að hann opnaði sig um áfengisfíkn sína en það fékk hana til að opna augun fyrir vandamálinu. Lára hafði bæði misst af Evrópuleik og verið tekin út úr byrjunarliðinu fyrir úrslitaleik bikarsins 2015 vegna vandræða tengdum matarfíkninni. „Ég hugsaði: „Guð minn góður, hann er að lýsa mínu sumri.“ Þú þarft bara að setja inn Lára í staðinn fyrir Þórður og matur í staðinn fyrir áfengi. Þá hugsaði ég að þetta myndi ekki ganga svona áfram og í kjölfarið byrjaði mitt ferli í að leita aðstoðar við þessu en ekki einhverju öðru sem ég hélt að væri að mér,“ segir Lára sem að leitaði sér hjálpar. Hún mætir reglulega á fundi og hefur misst af æfingum vegna þeirra. Hún viðurkennir að hafa dottið í sjálfsvorkunn vegna þess en hún veit hvað þetta gerir henni gott. „Ég er ánægð hvar ég stend í dag. Bæði hvað kemur af fótboltanum og hvar ég er stödd með þetta,“ segir Lára Kristín Pedersen.Allt viðtalið má heyra hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast