Brýnt að foreldrar setji mörk um leikjaspilun Ari Brynjólfsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Nemendur í Háaleitisskóla fóru að spila borðspil eftir að skólastjórnendur bönnuðu tölvuleikjaspilun á bókasafni skólans. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri hafi óheftan aðgang að tölvu og geri fátt annað utan veggja skóla en að spila tölvuleikinn Fortnite. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að foreldrar eigi ekki að hika við að setja mörk. „Það eru dæmi um að börn hætti að mæta á íþróttaæfingar eða hætti að fara út með vinum sínum því þau eru alltaf að spila þennan leik,“ segir Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir á BUGL. „Þau eru þá að missa af mikilvægri þroskahvetjandi virkni. Skjátími getur verið þroskahvetjandi þegar honum er stillt í hóf, en slæmur og þroskaletjandi í óhófi,“ segir Björn Hann segir mikla spilun geta haft slæm áhrif á félagslegan þroska og samskiptafærni barna. Þegar um er að ræða tilfelli þar sem barn hefur spilað í óhófi árum saman eigi það á hættu að verða greint með leikjaröskun. Skólastjóri Háaleitisskóla segir aðeins hafa þurft leiðbeiningar til að snúa nemendum frá tölvuleikjum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikla umræðu meðal foreldra um leikinn. Það þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að börn spili leiki sem ætlaðir eru þeirra aldurshópi ef þau sinna námi, vinum, borði hollt og sofi nóg. „Um leið og börn eru farin að fela notkunina ítrekað, gera sér upp veikindi til að spila og vanrækja þessa grunnþætti þá þarf að grípa í taumana.“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að þar hafi margir áhyggjur af óheftum aðgangi barna að tölvuleikjum og netinu utan skólans. Dæmi séu um að börn allt niður í átta ára spili leikinn án eftirlits. „Þetta er samt bara einn angi af stóru máli sem varðar oft óheftan aðgang barna að neti og tölvuleikjum og þar þurfum við fullorðna fólkið að vera meðvituð,“ segir Arndís. Í Háaleitisskóla komust skólastjórnendur að því nýverið að börn voru í leikjum í tölvunum á bókasafninu. Í kjölfarið voru settar upp leiðbeiningar við tölvurnar um að þær séu aðeins ætlaðar til verkefnavinnu. Hanna G. Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla, segir að það hafi skipt sköpum. „Það var eins og nemendurnir hefðu orðið fegnir þegar við bönnuðum tölvuleikina. Þau fóru öll að spila borðspil og við þurftum að auka við spilasafnið.“ Segir hún að börn vilji að þeim séu sett mörk. „Við trúðum þessu ekki. Eitt lítið spjald og við erum hætt að sjá þau spila tölvuleiki. Fullorðna fólkið þarf að setja sig í stellingar og þora að taka afstöðu með börnunum og gegn óheftum aðgangi að tölvuleikjum.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Borðspil Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri hafi óheftan aðgang að tölvu og geri fátt annað utan veggja skóla en að spila tölvuleikinn Fortnite. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að foreldrar eigi ekki að hika við að setja mörk. „Það eru dæmi um að börn hætti að mæta á íþróttaæfingar eða hætti að fara út með vinum sínum því þau eru alltaf að spila þennan leik,“ segir Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir á BUGL. „Þau eru þá að missa af mikilvægri þroskahvetjandi virkni. Skjátími getur verið þroskahvetjandi þegar honum er stillt í hóf, en slæmur og þroskaletjandi í óhófi,“ segir Björn Hann segir mikla spilun geta haft slæm áhrif á félagslegan þroska og samskiptafærni barna. Þegar um er að ræða tilfelli þar sem barn hefur spilað í óhófi árum saman eigi það á hættu að verða greint með leikjaröskun. Skólastjóri Háaleitisskóla segir aðeins hafa þurft leiðbeiningar til að snúa nemendum frá tölvuleikjum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikla umræðu meðal foreldra um leikinn. Það þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að börn spili leiki sem ætlaðir eru þeirra aldurshópi ef þau sinna námi, vinum, borði hollt og sofi nóg. „Um leið og börn eru farin að fela notkunina ítrekað, gera sér upp veikindi til að spila og vanrækja þessa grunnþætti þá þarf að grípa í taumana.“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að þar hafi margir áhyggjur af óheftum aðgangi barna að tölvuleikjum og netinu utan skólans. Dæmi séu um að börn allt niður í átta ára spili leikinn án eftirlits. „Þetta er samt bara einn angi af stóru máli sem varðar oft óheftan aðgang barna að neti og tölvuleikjum og þar þurfum við fullorðna fólkið að vera meðvituð,“ segir Arndís. Í Háaleitisskóla komust skólastjórnendur að því nýverið að börn voru í leikjum í tölvunum á bókasafninu. Í kjölfarið voru settar upp leiðbeiningar við tölvurnar um að þær séu aðeins ætlaðar til verkefnavinnu. Hanna G. Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla, segir að það hafi skipt sköpum. „Það var eins og nemendurnir hefðu orðið fegnir þegar við bönnuðum tölvuleikina. Þau fóru öll að spila borðspil og við þurftum að auka við spilasafnið.“ Segir hún að börn vilji að þeim séu sett mörk. „Við trúðum þessu ekki. Eitt lítið spjald og við erum hætt að sjá þau spila tölvuleiki. Fullorðna fólkið þarf að setja sig í stellingar og þora að taka afstöðu með börnunum og gegn óheftum aðgangi að tölvuleikjum.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Borðspil Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira