"Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 09:06 Sólveig Anna Jónsdóttir. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár og að Ísland sé orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Þá sé ekki tímabært að segja nokkuð til um það hvort Efling dragi úr kröfum sínum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, fyrst sé verkfall á dagskrá. Þetta kom fram í máli Sólveigar Önnu í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, hefur haldið því fram að á síðustu fimm árum hafi laun Eflingarfólks hækkað um 75 prósent í evrum talið. Þá sé Ísland nú orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Sólveig Anna gaf afar lítið fyrir þessar fullyrðingar Kristófers. „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi? Og hingað kemur fólk sem hefur sannarlega efni á að koma hérna, fólk sem hefur væntanlega mjög mikið á milli handanna. Staðreyndin er sú að hótelþerna sem vinnur baki brotnu við að þrífa, hún er kannski með 330 til 340 þúsund krónur útborgaðar og inni í þeirri upphæð eru mögulega helgarvaktir,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit ekki einu sinni hvað er hægt að segja við svona rökum. Ég veit ekki hvað er hægt að segja við menn sem halda því bara statt og stöðugt fram að í samfélagi, þar sem húsaleiga étur upp miklu, miklu meira en helming af ráðstöfunartekjum lágtekjuhópanna, að það sé ekki hægt að breyta neinu.“ Innt eftir því hvort Efling hygðist bakka eitthvað með kröfur sínar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins sagði Sólveig Anna ekki tímabært að segja neitt til um það. „Við erum náttúrulega akkúrat núna í þessum aðgerðum, viðræðum hefur verið slitið. En auðvitað kemur að því að við semjum, auðvitað kemur að því að við komum aftur að samningaborðinu. Við bara sjáum hvað gerist þegar sú stund rennur upp.“Biðst ekki afsökunar á að hafa fagnað verkfallinu Verkfall hótelþerna í Eflingu hefst klukkan tíu í dag og mun standa til miðnættis. Það varð ekki endanlega ljóst fyrr en dómur Félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar lá fyrir eftir hádegi í gær. Sólveig Anna hefur sagst hlakka mikið til verkfallsins, og verið gagnrýnd fyrir þá afstöðu sína í kjölfarið. Hún svaraði fyrir sig í gær en kom einnig inn á málið í morgun. „Þegar ég lét þessi orð falla var ég engu að síður jafnframt að endurspegla þau viðbrögð og þau orð sem þær konur, sem ég hef hitt og talað við, hafa sannarlega látið falla og þær tilfinningar sem þær hafa með mjög skýrum hætti látið í ljós,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit það ekki, það er kannski ekki í boði fyrir láglaunakonur á Íslandi að gleðjast yfir því að fá loksins tækifæri á að sýna fram á grundvallarmikilvægi sitt. En þá er það bara enn ein sönnunin á því hvað við erum á ömurlega erfiðum og sorglegum stað.“Viðtalið við Sólveigu Önnu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár og að Ísland sé orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Þá sé ekki tímabært að segja nokkuð til um það hvort Efling dragi úr kröfum sínum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, fyrst sé verkfall á dagskrá. Þetta kom fram í máli Sólveigar Önnu í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, hefur haldið því fram að á síðustu fimm árum hafi laun Eflingarfólks hækkað um 75 prósent í evrum talið. Þá sé Ísland nú orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Sólveig Anna gaf afar lítið fyrir þessar fullyrðingar Kristófers. „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi? Og hingað kemur fólk sem hefur sannarlega efni á að koma hérna, fólk sem hefur væntanlega mjög mikið á milli handanna. Staðreyndin er sú að hótelþerna sem vinnur baki brotnu við að þrífa, hún er kannski með 330 til 340 þúsund krónur útborgaðar og inni í þeirri upphæð eru mögulega helgarvaktir,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit ekki einu sinni hvað er hægt að segja við svona rökum. Ég veit ekki hvað er hægt að segja við menn sem halda því bara statt og stöðugt fram að í samfélagi, þar sem húsaleiga étur upp miklu, miklu meira en helming af ráðstöfunartekjum lágtekjuhópanna, að það sé ekki hægt að breyta neinu.“ Innt eftir því hvort Efling hygðist bakka eitthvað með kröfur sínar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins sagði Sólveig Anna ekki tímabært að segja neitt til um það. „Við erum náttúrulega akkúrat núna í þessum aðgerðum, viðræðum hefur verið slitið. En auðvitað kemur að því að við semjum, auðvitað kemur að því að við komum aftur að samningaborðinu. Við bara sjáum hvað gerist þegar sú stund rennur upp.“Biðst ekki afsökunar á að hafa fagnað verkfallinu Verkfall hótelþerna í Eflingu hefst klukkan tíu í dag og mun standa til miðnættis. Það varð ekki endanlega ljóst fyrr en dómur Félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar lá fyrir eftir hádegi í gær. Sólveig Anna hefur sagst hlakka mikið til verkfallsins, og verið gagnrýnd fyrir þá afstöðu sína í kjölfarið. Hún svaraði fyrir sig í gær en kom einnig inn á málið í morgun. „Þegar ég lét þessi orð falla var ég engu að síður jafnframt að endurspegla þau viðbrögð og þau orð sem þær konur, sem ég hef hitt og talað við, hafa sannarlega látið falla og þær tilfinningar sem þær hafa með mjög skýrum hætti látið í ljós,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit það ekki, það er kannski ekki í boði fyrir láglaunakonur á Íslandi að gleðjast yfir því að fá loksins tækifæri á að sýna fram á grundvallarmikilvægi sitt. En þá er það bara enn ein sönnunin á því hvað við erum á ömurlega erfiðum og sorglegum stað.“Viðtalið við Sólveigu Önnu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02