Fyrir það fyrsta þá tapaði Lakers leiknum gegn Denver en þetta var fjórða tap liðsins í röð og það áttunda í síðustu tíu leikjum liðsins. Lakers er nú sex og hálfum sigurleik frá því að komast í úrslitakeppnina er sautján leikir eru eftir.
Lakers átti frábæra endurkomu í leiknum en missti svo Denver aftur fram úr sér. Leikurinn klúðraðist svo endanlega á þessu kerfi sem má sjá hér að neðan.
Lebron lets the ball roll all the way to the three point line and out of bounds (via @espnnba) pic.twitter.com/jHxzndiJgE
— The Render (@TheRenderNBA) March 7, 2019
Þetta kerfi setur tímabil Lakers aftur á móti í samhengi þar sem lítið hefur gengið þó svo það sé með LeBron í sínu liði.
Svo slæm var stemningin á leiknum í gær að áhorfendur sungu að LeBron ætti að fara aftur til Cleveland og Rajon Rondo hætti að sitja með liðsfélögum sínum og fékk sér frekar sæti með áhorfendum. Stemning.
Rajon Rondo is sitting in the front row a half dozen chairs down from the bench and Mark Jackson goes off pic.twitter.com/zl6qEJj7L6
— CJ Fogler (@cjzero) March 7, 2019