Vilja fresta samrekstri leikskólanna vegna uppsagna: „Þetta leggst mjög þungt á fólk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2019 11:13 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. vísir/vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. Friðbjörg Gísladóttir, sérkennslustjóri og leikskólakennari í Hólaborg, segir að mikil óánægja sé með þessar fyrirætlanir en þrír leikskólakennarar Hólaborgar hafa skilað inn uppsagnarbréfi vegna málsins en þó með þeim fyrirvara að uppsögnin verði dregin til baka ef ekkert verður af samrekstrinum.Óttast að stefna Hólaborgar muni lúta í lægra haldi fyrir stærri leikskóla Friðbjörg segir í samtali við Vísi að leikskólarnir tveir séu afar ólíkir og reki ólíkar stefnur. Hólaborg leggi til dæmis mikið upp úr flæði en þannig er öllum börnum í leikskólanum frjálst að flakka á milli deilda á leikskólatíma. Hún segir að leikskólakennarar Hólaborgar hafi miklar áhyggjur af því að þeirra stefna yrði undir ef af sameiningunni verður vegna þess að Suðurborg er mun stærri leikskóli.Friðbjörg Gísladóttir, leikskólakennari, hefur miklar efasemdir um fyrirhugaðan samrekstur leikskólanna.„Það hefur alltaf verið mjög góður starfsandi hér en þetta leggst mjög þungt á fólk.“ Samkvæmt nýrri tillögu skóla-og frístundaráðs kemur fram að til stendur að reka leikskólana áfram í þeirri mynd sem er nú en þó undir einum stjórnanda. Þetta var niðurstaðan eftir umsagnir foreldra og kennara við skólana. Þrátt fyrir að í nýrri tillögu hafi verið fallið frá hugmyndinni um eiginlega sameiningu finnst leikskólakennurum á Hólaborg ekki hlustað á sig og segja þetta vera dulbúna sameiningu og að þeir hafi enga tryggingu fyrir því að stefnan sem leikskólastarfið þeirra hverfist um verði virt undir nýjum stjórnanda. Þá finnst leikskólakennurunum Reykjavíkurborg vilja útrýma smærri leikskólum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir segir að of mörgum spurningum sé ósvarað í málinu.Vísir/EgillOf mörgum spurningum ósvarað Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem eiga sæti í borgarráði, hyggist leggja fram tillögu á fundi ráðsins þess efnis að fyrirhuguðum samrekstri verði frestað því of mikið sé í húfi. „Það er bara fyrst og síðast það að við teljum að þarna sé allt of mörgum spurningum ósvarað og málið vanreifað. Það hefur komið fram ný tillaga sem við viljum að foreldrum og starfsfólki gefist tækifæri á að kynna sér og fá að gefa umsögn um. Auðvitað höfum við áhyggjur af því að ef það verða þarna einhverjar fjöldauppsagnir að það bitni á skólastarfinu,“ segir Marta. „Við lentum í því þarna þegar sameiningarnar miklu voru þarna 2010 að það voru miklar uppsagnir og fólk fór til annarrar starfa eða í önnur sveitarfélög sem hefur valdið þessari miklu manneklu á leikskólum sem við höfum mátt búa við síðustu ár og hefur bitnað verulega á leikskólastarfinu í borginni,“ segir Marta sem bætir við að manneklunni hefði verið velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir eru. Það sé ekki gott í ljósi þess að frekar þurfi að laða fólk í leikskólana og bæta starfsumhverfið. Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. Friðbjörg Gísladóttir, sérkennslustjóri og leikskólakennari í Hólaborg, segir að mikil óánægja sé með þessar fyrirætlanir en þrír leikskólakennarar Hólaborgar hafa skilað inn uppsagnarbréfi vegna málsins en þó með þeim fyrirvara að uppsögnin verði dregin til baka ef ekkert verður af samrekstrinum.Óttast að stefna Hólaborgar muni lúta í lægra haldi fyrir stærri leikskóla Friðbjörg segir í samtali við Vísi að leikskólarnir tveir séu afar ólíkir og reki ólíkar stefnur. Hólaborg leggi til dæmis mikið upp úr flæði en þannig er öllum börnum í leikskólanum frjálst að flakka á milli deilda á leikskólatíma. Hún segir að leikskólakennarar Hólaborgar hafi miklar áhyggjur af því að þeirra stefna yrði undir ef af sameiningunni verður vegna þess að Suðurborg er mun stærri leikskóli.Friðbjörg Gísladóttir, leikskólakennari, hefur miklar efasemdir um fyrirhugaðan samrekstur leikskólanna.„Það hefur alltaf verið mjög góður starfsandi hér en þetta leggst mjög þungt á fólk.“ Samkvæmt nýrri tillögu skóla-og frístundaráðs kemur fram að til stendur að reka leikskólana áfram í þeirri mynd sem er nú en þó undir einum stjórnanda. Þetta var niðurstaðan eftir umsagnir foreldra og kennara við skólana. Þrátt fyrir að í nýrri tillögu hafi verið fallið frá hugmyndinni um eiginlega sameiningu finnst leikskólakennurum á Hólaborg ekki hlustað á sig og segja þetta vera dulbúna sameiningu og að þeir hafi enga tryggingu fyrir því að stefnan sem leikskólastarfið þeirra hverfist um verði virt undir nýjum stjórnanda. Þá finnst leikskólakennurunum Reykjavíkurborg vilja útrýma smærri leikskólum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir segir að of mörgum spurningum sé ósvarað í málinu.Vísir/EgillOf mörgum spurningum ósvarað Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem eiga sæti í borgarráði, hyggist leggja fram tillögu á fundi ráðsins þess efnis að fyrirhuguðum samrekstri verði frestað því of mikið sé í húfi. „Það er bara fyrst og síðast það að við teljum að þarna sé allt of mörgum spurningum ósvarað og málið vanreifað. Það hefur komið fram ný tillaga sem við viljum að foreldrum og starfsfólki gefist tækifæri á að kynna sér og fá að gefa umsögn um. Auðvitað höfum við áhyggjur af því að ef það verða þarna einhverjar fjöldauppsagnir að það bitni á skólastarfinu,“ segir Marta. „Við lentum í því þarna þegar sameiningarnar miklu voru þarna 2010 að það voru miklar uppsagnir og fólk fór til annarrar starfa eða í önnur sveitarfélög sem hefur valdið þessari miklu manneklu á leikskólum sem við höfum mátt búa við síðustu ár og hefur bitnað verulega á leikskólastarfinu í borginni,“ segir Marta sem bætir við að manneklunni hefði verið velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir eru. Það sé ekki gott í ljósi þess að frekar þurfi að laða fólk í leikskólana og bæta starfsumhverfið.
Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51