Peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara: Klúðursaga PSG í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 11:30 Kylian Mbappe og United-maðurinn Diogot Dalot eftir leikinn í gærkvöldi. Getty/Xavier Laine Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. Manchester United vann einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Meistaradeildarinnar í París í gær þegar liðið mætti á útivelli 2-0 undir en tryggði sig áfram með 3-1 sigri. Heimamenn í PSG ætti að vera farnir að þekkja þá tilfinningu vel að tapa niður draumastöðum. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum þar sem lið Paris Saint Germain kemur sér í góða stöðu með góðum sigri í fyrri leiknum en missir síðan allt í buxurnar í seinni leiknum. Þetta gerðist 2016 á móti Real Madrid, 2017 á móti Barcelona og nú 2019 á móti Manchester United. Mister Chip bendir á þetta á Twitter-síðu sinni.En 2016 llegó al Bernabéu con un 2-0 y no le sirvió. En 2017 llegó al Camp Nou con un 4-0 y no le sirvió. En 2019 logró un 0-2 en Old Trafford en la ida y tampoco le sirvió. Varias de las remontadas más históricas de la Champions League tienen un denominador común... pic.twitter.com/a8ah8VpFpD — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Eigendur Paris Saint Germain hafa dælt peningum inn í félagið. PSG hefur ekki þurft mikla viðbót til að rúlla upp frönsku deildinni ár eftir ár en stefnan var að ná að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Liðið hefur aftur á móti ekki verið nálægt því þrátt fyrir að vera með marga af bestu og dýrustu leikmenn heims innan sinna raða. PSG sannar það að peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara.El PSG cayó en 1/8 en 2017 tras ganar 4-0 en la ida. El PSG cayó en 1/8 en 2018 tras adelantarse 0-1 en el Bernabéu contra un Madrid que estaba descosido. El PSG cae en 1/8 en 2019 tras haber ganado 0-2 en la ida. El fútbol esconde secretos que el dinero no puede descifrar. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Þetta er þriðja árið í röð sem Paris Saint Germain dettur út í 16 liða úrslitunum og fjögur ár þar á undan endaði ævintýrið í átta liða úrslitum keppninnar. Þrátt fyrir alla eyðsluna hefur PSG enn ekki náð að spila undanúrslitaleik í Meistaradeildinni og það gerist nú í fyrsta sinn vorið 2020. Það eru hins vegar viðureignirnar á móti Real Madrid, Barcelona og Manchester United sem svíða mest. Í öll skiptin var liðið búið að búa til kjöraðstæður til að komast áfram. Þeim til vorkunnar hefur PSG liðið verið sérlega óheppið með mótherja í fyrstu umferðum útsláttarkeppninnar og liðin sem hafa slegið Parísarmenn út úr Meistaradeildinni undanfarin sjö ár eru Barcelona (3 sinnum), Chelsea, Manchester City, Real Madrid og svo Manchester United í gær.Paris Saint Germain í Meistaradeildinni síðustu tímabil: 2012-13: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2013-14: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Chelsea) 2014-15: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2015-16: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester City) 2016-17: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2017-18: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Real Madrid) 2018-19: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester United) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. Manchester United vann einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Meistaradeildarinnar í París í gær þegar liðið mætti á útivelli 2-0 undir en tryggði sig áfram með 3-1 sigri. Heimamenn í PSG ætti að vera farnir að þekkja þá tilfinningu vel að tapa niður draumastöðum. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum þar sem lið Paris Saint Germain kemur sér í góða stöðu með góðum sigri í fyrri leiknum en missir síðan allt í buxurnar í seinni leiknum. Þetta gerðist 2016 á móti Real Madrid, 2017 á móti Barcelona og nú 2019 á móti Manchester United. Mister Chip bendir á þetta á Twitter-síðu sinni.En 2016 llegó al Bernabéu con un 2-0 y no le sirvió. En 2017 llegó al Camp Nou con un 4-0 y no le sirvió. En 2019 logró un 0-2 en Old Trafford en la ida y tampoco le sirvió. Varias de las remontadas más históricas de la Champions League tienen un denominador común... pic.twitter.com/a8ah8VpFpD — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Eigendur Paris Saint Germain hafa dælt peningum inn í félagið. PSG hefur ekki þurft mikla viðbót til að rúlla upp frönsku deildinni ár eftir ár en stefnan var að ná að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Liðið hefur aftur á móti ekki verið nálægt því þrátt fyrir að vera með marga af bestu og dýrustu leikmenn heims innan sinna raða. PSG sannar það að peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara.El PSG cayó en 1/8 en 2017 tras ganar 4-0 en la ida. El PSG cayó en 1/8 en 2018 tras adelantarse 0-1 en el Bernabéu contra un Madrid que estaba descosido. El PSG cae en 1/8 en 2019 tras haber ganado 0-2 en la ida. El fútbol esconde secretos que el dinero no puede descifrar. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Þetta er þriðja árið í röð sem Paris Saint Germain dettur út í 16 liða úrslitunum og fjögur ár þar á undan endaði ævintýrið í átta liða úrslitum keppninnar. Þrátt fyrir alla eyðsluna hefur PSG enn ekki náð að spila undanúrslitaleik í Meistaradeildinni og það gerist nú í fyrsta sinn vorið 2020. Það eru hins vegar viðureignirnar á móti Real Madrid, Barcelona og Manchester United sem svíða mest. Í öll skiptin var liðið búið að búa til kjöraðstæður til að komast áfram. Þeim til vorkunnar hefur PSG liðið verið sérlega óheppið með mótherja í fyrstu umferðum útsláttarkeppninnar og liðin sem hafa slegið Parísarmenn út úr Meistaradeildinni undanfarin sjö ár eru Barcelona (3 sinnum), Chelsea, Manchester City, Real Madrid og svo Manchester United í gær.Paris Saint Germain í Meistaradeildinni síðustu tímabil: 2012-13: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2013-14: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Chelsea) 2014-15: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2015-16: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester City) 2016-17: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2017-18: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Real Madrid) 2018-19: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester United)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira