Peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara: Klúðursaga PSG í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 11:30 Kylian Mbappe og United-maðurinn Diogot Dalot eftir leikinn í gærkvöldi. Getty/Xavier Laine Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. Manchester United vann einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Meistaradeildarinnar í París í gær þegar liðið mætti á útivelli 2-0 undir en tryggði sig áfram með 3-1 sigri. Heimamenn í PSG ætti að vera farnir að þekkja þá tilfinningu vel að tapa niður draumastöðum. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum þar sem lið Paris Saint Germain kemur sér í góða stöðu með góðum sigri í fyrri leiknum en missir síðan allt í buxurnar í seinni leiknum. Þetta gerðist 2016 á móti Real Madrid, 2017 á móti Barcelona og nú 2019 á móti Manchester United. Mister Chip bendir á þetta á Twitter-síðu sinni.En 2016 llegó al Bernabéu con un 2-0 y no le sirvió. En 2017 llegó al Camp Nou con un 4-0 y no le sirvió. En 2019 logró un 0-2 en Old Trafford en la ida y tampoco le sirvió. Varias de las remontadas más históricas de la Champions League tienen un denominador común... pic.twitter.com/a8ah8VpFpD — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Eigendur Paris Saint Germain hafa dælt peningum inn í félagið. PSG hefur ekki þurft mikla viðbót til að rúlla upp frönsku deildinni ár eftir ár en stefnan var að ná að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Liðið hefur aftur á móti ekki verið nálægt því þrátt fyrir að vera með marga af bestu og dýrustu leikmenn heims innan sinna raða. PSG sannar það að peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara.El PSG cayó en 1/8 en 2017 tras ganar 4-0 en la ida. El PSG cayó en 1/8 en 2018 tras adelantarse 0-1 en el Bernabéu contra un Madrid que estaba descosido. El PSG cae en 1/8 en 2019 tras haber ganado 0-2 en la ida. El fútbol esconde secretos que el dinero no puede descifrar. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Þetta er þriðja árið í röð sem Paris Saint Germain dettur út í 16 liða úrslitunum og fjögur ár þar á undan endaði ævintýrið í átta liða úrslitum keppninnar. Þrátt fyrir alla eyðsluna hefur PSG enn ekki náð að spila undanúrslitaleik í Meistaradeildinni og það gerist nú í fyrsta sinn vorið 2020. Það eru hins vegar viðureignirnar á móti Real Madrid, Barcelona og Manchester United sem svíða mest. Í öll skiptin var liðið búið að búa til kjöraðstæður til að komast áfram. Þeim til vorkunnar hefur PSG liðið verið sérlega óheppið með mótherja í fyrstu umferðum útsláttarkeppninnar og liðin sem hafa slegið Parísarmenn út úr Meistaradeildinni undanfarin sjö ár eru Barcelona (3 sinnum), Chelsea, Manchester City, Real Madrid og svo Manchester United í gær.Paris Saint Germain í Meistaradeildinni síðustu tímabil: 2012-13: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2013-14: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Chelsea) 2014-15: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2015-16: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester City) 2016-17: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2017-18: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Real Madrid) 2018-19: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester United) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. Manchester United vann einn eftirminnilegasta sigurinn í sögu Meistaradeildarinnar í París í gær þegar liðið mætti á útivelli 2-0 undir en tryggði sig áfram með 3-1 sigri. Heimamenn í PSG ætti að vera farnir að þekkja þá tilfinningu vel að tapa niður draumastöðum. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum þar sem lið Paris Saint Germain kemur sér í góða stöðu með góðum sigri í fyrri leiknum en missir síðan allt í buxurnar í seinni leiknum. Þetta gerðist 2016 á móti Real Madrid, 2017 á móti Barcelona og nú 2019 á móti Manchester United. Mister Chip bendir á þetta á Twitter-síðu sinni.En 2016 llegó al Bernabéu con un 2-0 y no le sirvió. En 2017 llegó al Camp Nou con un 4-0 y no le sirvió. En 2019 logró un 0-2 en Old Trafford en la ida y tampoco le sirvió. Varias de las remontadas más históricas de la Champions League tienen un denominador común... pic.twitter.com/a8ah8VpFpD — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Eigendur Paris Saint Germain hafa dælt peningum inn í félagið. PSG hefur ekki þurft mikla viðbót til að rúlla upp frönsku deildinni ár eftir ár en stefnan var að ná að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Liðið hefur aftur á móti ekki verið nálægt því þrátt fyrir að vera með marga af bestu og dýrustu leikmenn heims innan sinna raða. PSG sannar það að peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara.El PSG cayó en 1/8 en 2017 tras ganar 4-0 en la ida. El PSG cayó en 1/8 en 2018 tras adelantarse 0-1 en el Bernabéu contra un Madrid que estaba descosido. El PSG cae en 1/8 en 2019 tras haber ganado 0-2 en la ida. El fútbol esconde secretos que el dinero no puede descifrar. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 6, 2019Þetta er þriðja árið í röð sem Paris Saint Germain dettur út í 16 liða úrslitunum og fjögur ár þar á undan endaði ævintýrið í átta liða úrslitum keppninnar. Þrátt fyrir alla eyðsluna hefur PSG enn ekki náð að spila undanúrslitaleik í Meistaradeildinni og það gerist nú í fyrsta sinn vorið 2020. Það eru hins vegar viðureignirnar á móti Real Madrid, Barcelona og Manchester United sem svíða mest. Í öll skiptin var liðið búið að búa til kjöraðstæður til að komast áfram. Þeim til vorkunnar hefur PSG liðið verið sérlega óheppið með mótherja í fyrstu umferðum útsláttarkeppninnar og liðin sem hafa slegið Parísarmenn út úr Meistaradeildinni undanfarin sjö ár eru Barcelona (3 sinnum), Chelsea, Manchester City, Real Madrid og svo Manchester United í gær.Paris Saint Germain í Meistaradeildinni síðustu tímabil: 2012-13: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2013-14: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Chelsea) 2014-15: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2015-16: Átta liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester City) 2016-17: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Barcelona) 2017-18: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Real Madrid) 2018-19: Sextán liða úrslit (Datt úr fyrir Manchester United)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira