Dýrasti nýi bíll sögunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2019 15:00 La Voiture Noire var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Genf. Epa/Martial Trezzini Franski bílaframleiðandinn Bugatti kynnti í gær dýrustu nýju bifreið sögunnar. Bíllinn, La Voiture Noire (ís. Svarti bíllinn), hefur þegar verið seldur og er kaupverðið sagt nema hið minnsta 11 milljónum evra, 1,5 milljörðum króna. Nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp en ljóst er að hann er dýrari en fyrri methafi, Rolls Royce Sweptail, sem kostar að jafnaði rúmlega 1,2 milljarða. Bugatti-bíllinn er sagður geta náð rúmlega 100 kílómetra hraða á um 2,6 sekúndum og að hámarkshraði hans sé um 420 km/klst. Hann er með 1500 hestafla, 16 strokka vél og áætlað er að hann eyði um 35 lítrum á hundraði í venjulegum stórborgarakstri. Bíllinn er framleiddur í tilefni af 110 ára afmæli Bugatti sem fagnað er í ár. Aðeins einn La Voiture Noire hefur verið framleiddur og ekkert hefur fengist uppgefið um kaupandann. Breska ríkisútvarpið telur að um Ferdinand Piech kunni að vera að ræða en Piech þessi er barnabarn stofnanda bifreiðaframleiðandans Porsche. Það gerist ekki á hverjum degi sem bílaframleiðendur smíða einstaka, rándýra ofurbíla eins og þennan. Greinendur segja að þeir geti engu að síður grætt dágóðan skilding á slíkri framleiðslu, auk þess sem auglýsingagildið sé töluvert. Hér að neðan má sjá myndband sem Bloomberg tók saman um Svarta bílinn. Frekari upplýsingar um bílinn má nálgast á vef Bugatti. Bílar Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Franski bílaframleiðandinn Bugatti kynnti í gær dýrustu nýju bifreið sögunnar. Bíllinn, La Voiture Noire (ís. Svarti bíllinn), hefur þegar verið seldur og er kaupverðið sagt nema hið minnsta 11 milljónum evra, 1,5 milljörðum króna. Nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp en ljóst er að hann er dýrari en fyrri methafi, Rolls Royce Sweptail, sem kostar að jafnaði rúmlega 1,2 milljarða. Bugatti-bíllinn er sagður geta náð rúmlega 100 kílómetra hraða á um 2,6 sekúndum og að hámarkshraði hans sé um 420 km/klst. Hann er með 1500 hestafla, 16 strokka vél og áætlað er að hann eyði um 35 lítrum á hundraði í venjulegum stórborgarakstri. Bíllinn er framleiddur í tilefni af 110 ára afmæli Bugatti sem fagnað er í ár. Aðeins einn La Voiture Noire hefur verið framleiddur og ekkert hefur fengist uppgefið um kaupandann. Breska ríkisútvarpið telur að um Ferdinand Piech kunni að vera að ræða en Piech þessi er barnabarn stofnanda bifreiðaframleiðandans Porsche. Það gerist ekki á hverjum degi sem bílaframleiðendur smíða einstaka, rándýra ofurbíla eins og þennan. Greinendur segja að þeir geti engu að síður grætt dágóðan skilding á slíkri framleiðslu, auk þess sem auglýsingagildið sé töluvert. Hér að neðan má sjá myndband sem Bloomberg tók saman um Svarta bílinn. Frekari upplýsingar um bílinn má nálgast á vef Bugatti.
Bílar Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira