Allir leikmenn allra liða Ajax fá jafnhá laun samtals og Bale fær einn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2019 09:30 Gareth Bale kvartar við dómarann á meðan leikmenn Ajax fagna einu af fjórum mörkum sínum á Santiago Bernabéu í gær. Vísir/Getty Sannfærandi sigur Ajax á Real Madrid á Santiago Bernabéu í gærkvöldi verður enn merkilegri þegar farið er að skoða launaumslög leikmanna liðanna tveggja. Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, ræddi þennan mikla launamun í aðdraganda leiksins. Eftir 2-1 tap á heimavelli í fyrri leiknum héldu nú flestir að það yrði aðeins formsatriði fyrir þrefalda Evrópumeistara að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Ajax director of football Marc Overmars: 'Our wage budget for the 1st, 2nd and youth team is 28 million. That's as much as Gareth Bale earns in a year. What Real Madrid pays for one player is used for our entire squad.' WHAT a result! pic.twitter.com/fzMghCQMjI — CaughtOffside (@caughtoffside) March 5, 2019 Marc Overmars fór í viðtal við spænska blaðið AS og bennti á þennan mikla mun á rekstri þessara tveggja félaga sem bæði hafa unnið Evrópukeppni meistaraliða oftar en þrisvar sinnum. Gareth Bale er ekki vinsæll meðal stuðningsmanna Real Madrid enda er hans stanslaus borinn saman við Cristiano Ronaldo. Ef eitthvað er ljóst þá er það að velski landsliðsmaðurinn mun aldrei fylla einn í skarð Portúgalans. Real seldi Ronaldo til Juventus fyrir tímabilið og liðið hefur átt skelfilegt tímabil. Það eru líka ofurlaun Bale og áhugaleysi hans á því að læra spænsku sem pirrar bæði liðsfélaga hans sem og alla Real Madrid þjóðina. Samanburður Marc Overmars er heldur ekkert að hjálpa Gareth Bale sem meiddist enn á ný í leiknum í gær og sá til þess að Real Madrid kláraði leikinn nánast manni færri.Marc Overmars bespreekt de financiële verschillen tussen Ajax en Real Madrid en schat de kansen van de Amsterdammers in. https://t.co/uqgdpYIEJl — VI (@VI_nl) March 5, 2019Í viðtalinu við spænska blaðið sagði Marc Overmars að Bale fengi jafnhá laun og allir leikmenn allra liða Ajax, það er leikmenn aðalliðsins, varaliðsins og unglingaliðsins, fá saman í laun. „Ég hef 28 milljón evra fjárhagsáætlun, fyrir aðalliðið, varaliðið og unglingaliðin. Það er jafnmikið og Gareth Bale hefur einn í laun. Real vinnur með 630 milljóna evra fjárhagsáætlun. Við getum aldrei náð því. Það sem Real borgar fyrir einn leikmann það borgum við fyrir öll liðin okkar,“ sagði Marc Overmars. Gareth Bale hefur skorað 13 mörk og gefið 5 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann endaði með 3 mörk og 2 stoðsendingar í 7 leikjum í Meistaradeildinni. Dusan Tadic, sem fór á kostum með Ajax á í gær og átti þátt í þremur mörum (1 mark og 2 stoðsendingar) hefur komið alls að tíu mörkum í átta leikjum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Dusan Tadic er með 6 mörk og 4 stoðsendingar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira
Sannfærandi sigur Ajax á Real Madrid á Santiago Bernabéu í gærkvöldi verður enn merkilegri þegar farið er að skoða launaumslög leikmanna liðanna tveggja. Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, ræddi þennan mikla launamun í aðdraganda leiksins. Eftir 2-1 tap á heimavelli í fyrri leiknum héldu nú flestir að það yrði aðeins formsatriði fyrir þrefalda Evrópumeistara að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Ajax director of football Marc Overmars: 'Our wage budget for the 1st, 2nd and youth team is 28 million. That's as much as Gareth Bale earns in a year. What Real Madrid pays for one player is used for our entire squad.' WHAT a result! pic.twitter.com/fzMghCQMjI — CaughtOffside (@caughtoffside) March 5, 2019 Marc Overmars fór í viðtal við spænska blaðið AS og bennti á þennan mikla mun á rekstri þessara tveggja félaga sem bæði hafa unnið Evrópukeppni meistaraliða oftar en þrisvar sinnum. Gareth Bale er ekki vinsæll meðal stuðningsmanna Real Madrid enda er hans stanslaus borinn saman við Cristiano Ronaldo. Ef eitthvað er ljóst þá er það að velski landsliðsmaðurinn mun aldrei fylla einn í skarð Portúgalans. Real seldi Ronaldo til Juventus fyrir tímabilið og liðið hefur átt skelfilegt tímabil. Það eru líka ofurlaun Bale og áhugaleysi hans á því að læra spænsku sem pirrar bæði liðsfélaga hans sem og alla Real Madrid þjóðina. Samanburður Marc Overmars er heldur ekkert að hjálpa Gareth Bale sem meiddist enn á ný í leiknum í gær og sá til þess að Real Madrid kláraði leikinn nánast manni færri.Marc Overmars bespreekt de financiële verschillen tussen Ajax en Real Madrid en schat de kansen van de Amsterdammers in. https://t.co/uqgdpYIEJl — VI (@VI_nl) March 5, 2019Í viðtalinu við spænska blaðið sagði Marc Overmars að Bale fengi jafnhá laun og allir leikmenn allra liða Ajax, það er leikmenn aðalliðsins, varaliðsins og unglingaliðsins, fá saman í laun. „Ég hef 28 milljón evra fjárhagsáætlun, fyrir aðalliðið, varaliðið og unglingaliðin. Það er jafnmikið og Gareth Bale hefur einn í laun. Real vinnur með 630 milljóna evra fjárhagsáætlun. Við getum aldrei náð því. Það sem Real borgar fyrir einn leikmann það borgum við fyrir öll liðin okkar,“ sagði Marc Overmars. Gareth Bale hefur skorað 13 mörk og gefið 5 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann endaði með 3 mörk og 2 stoðsendingar í 7 leikjum í Meistaradeildinni. Dusan Tadic, sem fór á kostum með Ajax á í gær og átti þátt í þremur mörum (1 mark og 2 stoðsendingar) hefur komið alls að tíu mörkum í átta leikjum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Dusan Tadic er með 6 mörk og 4 stoðsendingar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Sjá meira