Einn af þremur segist styðja stjórn Katrínar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. mars 2019 06:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir fagnaði árs afmæli stuttu fyrir jól. Fréttablaðið/Anton Brink Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og fer niður í rúm 36 prósent samkvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið og Frettabladid.is. Um 47 prósent studdu stjórnina í desember þegar síðasta könnun var gerð. Þrátt fyrir dalandi stuðning við stjórnina bæta bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur við sig fylgi samkvæmt könnuninni. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 24 prósenta fylgi og eykst það um rúm þrjú prósent milli kannana. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um tæpt prósentustig frá síðustu könnun og fer yfir 9 prósent. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi og mælast með 10,2 prósenta fylgi sem er einu og hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tæpum sjö prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Tveir stjórnarandstöðuflokkar styrkja stöðu sína frá síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist með 6,6 prósent og bætir við sig eftir fylgishrun í síðustu könnun. Flokkurinn er þó enn langt frá ellefu prósenta kjörfylgi flokksins. Viðreisn bætir við sig rúmu hálfu prósenti frá síðustu könnun en aðrir flokkar í stjórnarandstöðu tapa fylgi. Samfylkingin dalar mest, og fer úr tæpu 21 prósenti miðað við síðustu könnun niður í 17,4 prósent sem þó er töluvert yfir kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum þegar flokkurinn uppskar rúm 12 prósent. Píratar tapa einu og hálfu prósentustigi frá síðustu könnun og fylgi við Flokk fólksins dregst lítillega saman. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarhlutfallið 46 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala og fer niður í rúm 36 prósent samkvæmt nýrri könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Fréttablaðið og Frettabladid.is. Um 47 prósent studdu stjórnina í desember þegar síðasta könnun var gerð. Þrátt fyrir dalandi stuðning við stjórnina bæta bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur við sig fylgi samkvæmt könnuninni. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með rúmlega 24 prósenta fylgi og eykst það um rúm þrjú prósent milli kannana. Fylgi Framsóknarflokksins eykst um tæpt prósentustig frá síðustu könnun og fer yfir 9 prósent. Vinstri græn halda hins vegar áfram að tapa fylgi og mælast með 10,2 prósenta fylgi sem er einu og hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tæpum sjö prósentustigum minna en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Tveir stjórnarandstöðuflokkar styrkja stöðu sína frá síðustu könnun. Miðflokkurinn mælist með 6,6 prósent og bætir við sig eftir fylgishrun í síðustu könnun. Flokkurinn er þó enn langt frá ellefu prósenta kjörfylgi flokksins. Viðreisn bætir við sig rúmu hálfu prósenti frá síðustu könnun en aðrir flokkar í stjórnarandstöðu tapa fylgi. Samfylkingin dalar mest, og fer úr tæpu 21 prósenti miðað við síðustu könnun niður í 17,4 prósent sem þó er töluvert yfir kjörfylgi flokksins í síðustu kosningum þegar flokkurinn uppskar rúm 12 prósent. Píratar tapa einu og hálfu prósentustigi frá síðustu könnun og fylgi við Flokk fólksins dregst lítillega saman. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarhlutfallið 46 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira