Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2019 13:30 Huginn Freyr Þorsteinsson stýrði nefnd sem vann skýrslu um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. Fréttablaðið/GVA Fjórða iðnbyltingin með aukinni sjálfvirknivæðingu þýðir ekki endilega að störf hverfi en þau geta hins vegar breyst mikið. Þetta segir Huginn Freyr Þorsteinsson sem fór fyrir nefnd sem ríkisstjórnin skipaði til að kortleggja áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað framtíðarinnar. Hann telur Ísland geta tekist á við breytingarnar með undirbúningi. Því er spáð að miklar breytingar verði á vinnumarkaði með framþróun í gervigreind og annarri tækni sem leiði til aukinnar sjálfvirknivæðingar á næstu árum og áratugum. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sagði Huginn Freyr að það væri ekkert nýtt að störf hyrfu eða breyttust. Vísaði hann meðal annars til þess hvernig vinnuafl á Íslandi hefði fært sig úr landbúnaði og sjávarútvegi yfir í þjónustustörf á síðustu öld. „Við höfum alltaf verið að glíma við einhvers konar svona þróun þannig að við þurfum ekki að óttast breytingar á vinnumarkaði, það er kannski bara hvað við gerum í þessu millibilsástandi þegar við erum að fara í gengum breytingarnar,“ sagði hann en nefndin sem hann stýrði skilaði skýrslu sinni til forsætisráðherra á föstudag. Opinber stefnumótun en ekki tæknin væri lausnin á því millibilsástandi. Tryggja þurfi að velferðarkerfi sé til staðar, möguleiki á símenntun og þjálfun mannaflans í grunnfærni. Bæði vinnuveitendur og verkalýðshreyfingin þurfi að bera ábyrgð á að þjálfa starfsfólk í ný störf. Sagði Huginn Freyr að rannsóknir hefðu sýnt að Norðurlöndin væru betur í stakk búin en flest önnur ríki að takast á við afleiðingar fjórðu iðnbyltingarinnar. Hópurinn sem hann stýrði hefði komist að því að Ísland sé á svipuðum stað og nágrannaríkin hvað þetta varðar.Aldan kemur yfir okkur ef ekkert verður gert Áhrif sjálfvirknivæðingarinnar kom ekki jafnt niður á ólíka hópa á vinnumarkaði. Huginn Freyr sagði að störf sem væru fjölbreytt væru ólíklegri til að breytast eða hverfa en þar sem mikillar endurtekningar væri krafist, hvort sem þau krefðust líkamslegs afls eða hugarafls. Þannig gætu breytingarnar haft meiri áhrif á hefðbundin karlastörf en störf kvenna, störf á landsbyggðinni frekar en í þéttbýli og á störf erlendra ríkisborgara frekar en innfæddra. Einnig væri hætta á að störf sem ungt fólk í leit að reynslu á vinnumarkaði hafi leitað í glatist. „Það er ljóst að mörg þau störf sem ungt fólk hefur verið að vinna í munu breytast eða hverfa. Þetta eru þá til dæmis afgreiðslustörf í búðum og svo framvegis,“ sagði hann. Nefndin sem Huginn Freyr stýrði reyndi að jarðtengja umræðu um fjórðu iðnbyltinguna og leggja hvað heiðarlegar staðreyndir um hvað gæti gerst, að hans sögn. Breytingar ættu eftir að verða á vinnumarkaði. Mikill arður yrði til fyrir þá sem næðu árangri í sjálfsvirknivæðingu og tryggja þyrfti sanngjarna dreifingu gæðanna. Ýmisleg siðferðisleg álitaefni ættu ennfremur eftir að koma upp. „Þetta eru allt hlutir sem er mögulegt að takast á við en ef við gerum ekki neitt þá kemur þessi alda bara yfir okkur,“ sagði Huginn Freyr. Kjaramál Sprengisandur Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. 25. júní 2018 20:00 Forsætisráðherra segir þjóðina stadda í miðri á fjórðu iðnbyltingarinnar Ráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld setji sér aðgerðaráætlun til lengri tíma enda muni breytingarnar hafa áhrif á nánast öll störf. 2. mars 2019 13:02 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Fjórða iðnbyltingin með aukinni sjálfvirknivæðingu þýðir ekki endilega að störf hverfi en þau geta hins vegar breyst mikið. Þetta segir Huginn Freyr Þorsteinsson sem fór fyrir nefnd sem ríkisstjórnin skipaði til að kortleggja áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað framtíðarinnar. Hann telur Ísland geta tekist á við breytingarnar með undirbúningi. Því er spáð að miklar breytingar verði á vinnumarkaði með framþróun í gervigreind og annarri tækni sem leiði til aukinnar sjálfvirknivæðingar á næstu árum og áratugum. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sagði Huginn Freyr að það væri ekkert nýtt að störf hyrfu eða breyttust. Vísaði hann meðal annars til þess hvernig vinnuafl á Íslandi hefði fært sig úr landbúnaði og sjávarútvegi yfir í þjónustustörf á síðustu öld. „Við höfum alltaf verið að glíma við einhvers konar svona þróun þannig að við þurfum ekki að óttast breytingar á vinnumarkaði, það er kannski bara hvað við gerum í þessu millibilsástandi þegar við erum að fara í gengum breytingarnar,“ sagði hann en nefndin sem hann stýrði skilaði skýrslu sinni til forsætisráðherra á föstudag. Opinber stefnumótun en ekki tæknin væri lausnin á því millibilsástandi. Tryggja þurfi að velferðarkerfi sé til staðar, möguleiki á símenntun og þjálfun mannaflans í grunnfærni. Bæði vinnuveitendur og verkalýðshreyfingin þurfi að bera ábyrgð á að þjálfa starfsfólk í ný störf. Sagði Huginn Freyr að rannsóknir hefðu sýnt að Norðurlöndin væru betur í stakk búin en flest önnur ríki að takast á við afleiðingar fjórðu iðnbyltingarinnar. Hópurinn sem hann stýrði hefði komist að því að Ísland sé á svipuðum stað og nágrannaríkin hvað þetta varðar.Aldan kemur yfir okkur ef ekkert verður gert Áhrif sjálfvirknivæðingarinnar kom ekki jafnt niður á ólíka hópa á vinnumarkaði. Huginn Freyr sagði að störf sem væru fjölbreytt væru ólíklegri til að breytast eða hverfa en þar sem mikillar endurtekningar væri krafist, hvort sem þau krefðust líkamslegs afls eða hugarafls. Þannig gætu breytingarnar haft meiri áhrif á hefðbundin karlastörf en störf kvenna, störf á landsbyggðinni frekar en í þéttbýli og á störf erlendra ríkisborgara frekar en innfæddra. Einnig væri hætta á að störf sem ungt fólk í leit að reynslu á vinnumarkaði hafi leitað í glatist. „Það er ljóst að mörg þau störf sem ungt fólk hefur verið að vinna í munu breytast eða hverfa. Þetta eru þá til dæmis afgreiðslustörf í búðum og svo framvegis,“ sagði hann. Nefndin sem Huginn Freyr stýrði reyndi að jarðtengja umræðu um fjórðu iðnbyltinguna og leggja hvað heiðarlegar staðreyndir um hvað gæti gerst, að hans sögn. Breytingar ættu eftir að verða á vinnumarkaði. Mikill arður yrði til fyrir þá sem næðu árangri í sjálfsvirknivæðingu og tryggja þyrfti sanngjarna dreifingu gæðanna. Ýmisleg siðferðisleg álitaefni ættu ennfremur eftir að koma upp. „Þetta eru allt hlutir sem er mögulegt að takast á við en ef við gerum ekki neitt þá kemur þessi alda bara yfir okkur,“ sagði Huginn Freyr.
Kjaramál Sprengisandur Tækni Vinnumarkaður Tengdar fréttir Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. 25. júní 2018 20:00 Forsætisráðherra segir þjóðina stadda í miðri á fjórðu iðnbyltingarinnar Ráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld setji sér aðgerðaráætlun til lengri tíma enda muni breytingarnar hafa áhrif á nánast öll störf. 2. mars 2019 13:02 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. 25. júní 2018 20:00
Forsætisráðherra segir þjóðina stadda í miðri á fjórðu iðnbyltingarinnar Ráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld setji sér aðgerðaráætlun til lengri tíma enda muni breytingarnar hafa áhrif á nánast öll störf. 2. mars 2019 13:02