Lífið

Hatari og Friðrik Ómar áfram í einvígið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Annaðhvort Friðrik Ómar eða Hatari fara til Ísrael í vor.
Annaðhvort Friðrik Ómar eða Hatari fara til Ísrael í vor. Mynd/RÚV
Hatari og Friðrik Ómar munu bítast um að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í Ísrael í maí.

Lög þeirra voru stigahæst eftir atkvæðagreiðslu og munu Hatari og Friðrik Ómar stíga aftur á svið, flytja lög sín og aftur verða greidd atkvæði.

Fyrir Söngvakeppnina í árvar gerð sú breyting á fyrirkomulagiá einvíginu að atkvæðin sem lögin tvö fá í fyrri umferð úrslitakvöldsins munu fylgja þeim í einvígið, en fram að þessu hafa atkvæðin úr fyrri umferð núllast út.

Í seinni umferðinni eru einungis atkvæði frá þjóðinni sem telja en í fyrri umferðinni kom alþjóðleg dómnefnd við sögu.

Fylgst er með umræðunni á #12stig hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×