RÚV er fíllinn í stofunni Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. mars 2019 15:00 Óli Björn stofnaði Viðskiptablaðið árið 1994 og ritstýrði. Hann Katrín vann í rúman áratug á Morgunblaðinu. Kolbeinn starfaði um árabil á Fréttablaðinu. Fréttablaðið/Ernir Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. Fyrirferð RÚV og samfélagsmiðlar eru stór hluti þess vanda sem einkareknir fjölmiðlar standa frammi fyrir. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur boðað aðgerðir til þess að létta undir með þessum miðlum sem margir róa lífróður. Blaðamaður tók þrjá þingmenn og fyrrverandi blaðamenn tali, til þess að grennslast fyrir um álit þeirra á fjölmiðlafrumvarpi ráðherrans, sem nú liggur í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er gert ráðfyrir því að einkareknir fjölmiðlar geti sótt um styrki í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósentum af rekstrarkostnaði ritstjórnar. Fyrir styrkveitingunni eru sett skilyrði svo sem að efni fjölmiðils sé fjölbreytt og fyrir allan almenning, byggist á fréttum,fréttatengdu efni og samfélagsumræðu. 50 milljóna króna þak verður sett á hámarksfjárhæð styrkja.Hvernig líst ykkur á hugmyndir Lilju?Óli Björn: Eigum við ekki að orða þetta kurteislega? Ég held að ráðherra geri sér grein fyrir því að staðan er alvarleg og að það sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða. En eins og frumvarpið lítur út er þetta ekki besta leiðin, sennilega sú versta. Vandinn í þessu öllu er sá að á meðan menn taka ekki grundvallarákvarðanir um að reyna aðjafna samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði með því að taka á Ríkisútvarpinu eru menn að finna einhverjar leiðir, millifærslusjóði sem er eins óheilbrigt og hægt er.Ekki í aðdáendaklúbbnumEn Lilja segir á móti að með þessum hætti séu ýmsar greinar styrktar, bókaútgáfa, kvikmyndagerð, nýsköpun og svo framvegis?Óli Björn: Á meðan menn hafa ekki burði, og þá er ég ekki að tala um ráðherrann sérstaklega, til þessað horfast í augu við fyrirferð Ríkisútvarpsins þá er til lítils að vinna. Nú er ég ekki í aðdáendaklúbbi Ríkisútvarpsins og raunar ekki talsmaður þess að ríkið sé að vasast í fjölmiðlarekstri yfir höfuð, þó ég skilji rökin fyrir því. En ef menn vilja á annað borð að ríkið standi í fjölmiðlarekstri, reki Ríkisútvarp, þá skulum við skilgreina það hlutverk og umsvifin með þeim hættiað þau skekki ekki stöðu sjálfstæðrafjölmiðla.Þinn flokkur hefur oft haldið utanum málaflokkinn, en ekki tekið á þessu?Óli Björn: Einhver myndi halda því fram að í tíð Sjálfstæðisflokksins, eiginlega allt frá því þegar Ríkisútvarpinu er breytt í opinbert hlutafélag og útvarpsgjöld innleidd, þá hafi fjárhagsleg staða Ríkisútvarpsins stöðugt verið að styrkjast. Sé raunar orðin blómleg. Svo ef menn halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé sérstakur andstæðingur Ríkisútvarpsins þá væri það sérkennileg aðferð til þess að sýna það í verki. Ég held að það sé sanngjarnt að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn fyrir það að hafa ekki tekist á við það að móta umhverfi Ríkisútvarpsins, hlutverk þess og umsvif eins og nauðsynlegt er. Það verður hins vegar aldrei gert í pólitísku stríði. Var þetta ekki sæmilega diplómatískt? spyr Óli Björn og hlær. Kolbeinn tekur orðið. „Fólk getur haft skoðanir á umfangi og eðli RÚV. Ég er sammála því að við eigum að skoða hvert á að vera hlutverk almannaútvarps. Við erum ekki að fara að gera neitt einn, tveir og þrír. Við þurfum hins vegar að bregðast við þeirri stöðu sem er meðal almennra fjölmiðla strax. Í staðinn fyrir að fara að agnúast út í þessar tillögur, þá finnst mér að allar aðgerðir í þessu veru, sem styrkja stöðu þessara miðla, séu góðar. Það má áreiðanlega gera breytingar, en við erum að minnsta kosti komin á þann stað að hér eru komnar fram tillögur, sem beinlínisverða til þess að efla fjölmiðla. Það er frábært. Við höfum öll reynslu af fjölmiðlum, en við erum að tala um umhverfi sem við höfum aldrei séð áður. Áskoranir sem kalla á að við séum tilbúin að skoða allar leiðir. Óli Björn talar um millifærslusjóð, sem er ekkert neikvætt í mínum huga. Mér finnst gott að við séum komin á það stig að geta rætt almennt um stöðu fjölmiðla og eðli. Umræðan um fjölmiðla síðustu árin hefur nánast einungis snúist um RÚV á auglýsingamarkaði og áfengisauglýsingar.Viðskiptamódel á fallandi fæti Það er verið að ræða stöðu sjálfstæðra miðla og RÚV tekur allt súrefnið. Er það birtingarmynd vandans?Kolbeinn: Við erum búin að búa til þá stöðu að hafa búið til öfluga auglýsingasöludeild í skjóli ríkisins. Ég átta mig á því. Ég velti því fyrir mér, fyrst hún er þarna, væri leið að hluti af þeirra tekjum færi til hinna miðlanna? Ég hins vegar efast um það sem maður heyrir suma segja, að ef RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði þá sé hægt að deila þeim tekjum niður á hina miðlana. Ég held að margir auglýsi á RÚV af því að það er RÚV.Hanna Katrín: Viðskiptamódel hefðbundinna miðla hefur verið á fallandi fæti, allt frá því að fyrstu vefmiðlarnir komu og síðan eru tveir áratugir. Stór ástæða er samfélagsmiðlarnir, auglýsingatekjureru að dreifast, fara úr landi. Fólk er að fara sem neytendur á fjölmiðlaumfjöllun úr landi. Allt landslagið er á fleygiferð. Ég er sannfærð um að stjórnvöld séu ekki besti aðilinn til að vera forspá um það hvernig fjölmiðlamarkaðurinn mun þróast. Þannig finnst mér þetta röng leið, að stjórnvöld setji skilyrði fyrir styrkjum sem við vitum ekki hvernig þroskast eða hvort standist tímans tönn. Ég hef farið í gegnum umsagnirnar. Það eru margar athugasemdir sem miðast vitaskuld af hagsmunum þess miðils sem á í hlut og þeir eru mismunandi. Ég vil hafa það þannig. Ég hef ekki enn séð neitt í spilunum sem segir, það er best að fjölmiðlar séu inni í þessum eða hinum rammanum, líkt og frumvarpið gerir ráð fyrir. Ég trúi því að það sé ekki hægt að fara inn í umræðu um fjölmiðlamarkað án þess að ræða RÚV. Vitaskuld er markaðurinn best til þess fallinn að finna út úr því hvernig markaðurinn þróast, en það er erfitt þegar það er stofnun inni á auglýsingamarkaði, með sitt forskot, að keppa við einkamiðla í ójöfnum leik um tekjur. Það er ekki hægt að taka þessa umræðu með RÚV út fyrir sviga.Hanna Katrín segir viðskiptalíkan fjölmiðla skekkt.Fréttablaðið/ErnirFátækari flóraÓli Björn: Við erum að reyna að búa til jarðveg sem tryggir fjölbreytta flóru fjölmiðla. Eins og frumvarpið lítur út, virkar það í hina áttina. Það mun verða fátækari flóra, vegna þess að það skekkir samkeppnisstöðu einkareknu fjölmiðlanna. Ef við teljum nauðsynlegt að ríkið komi að þessu, þá vil ég að við horfum til skattkerfisins. Ég hef nefnt að fella niður tryggingargjald af miðlunum. Það er aðgerð þar sem allir sitja við sama borð. Aftur, Kolbeinn minn, að uppáhaldsfyrirtækinu mínu, Ríkisútvarpinu.“ Þingmennirnir hlæja. Óheppni að vinna ÚtsvarÓli Björn: Það veldur mér áhyggjumað samkvæmt lögum þá ber þeim að haga samkeppnisrekstri sínum með ákveðnum hætti. Þeir fengu aðlögunartíma en áttu frá og með 1. janúar 2018, að hafa samkeppnisreksturinn, m.a. auglýsingasöluna, inni í sjálfstæðu dótturfélagi. Núna er mars 2019 og Ríkisútvarpið hefur enn ekki farið að lögum. Mér finnst það alvarlegt, þegar áhrifamikil ríkisstofnun, í þessu tilfelli fjölmiðill sem er áhrifameiri en flestir aðrir, telur sig geta hagað málum með þeim hætti að hún þurfi ekki að fara að lögum sem um hana gilda. Þetta skiptir máli, því þetta hefur áhrif á reksturinn. Og í krafti þessarar yfirburðarstöðu sem Ríkisútvarpið hefur, þá gengur stofnunin þannig fram að hún ryksugar upp auglýsingamarkaðinn á kostnað einkareknu miðlanna. Þið sáuð þetta í kringum heimsmeistaramótið í fótbolta,“ útskýrir Óli Björn og vísar til þess þegar auglýsingapakkar RÚV í kringum HM í knattspyrnu í fyrra bundu auglýsingafé fyrirtækja í landinu langt fram eftir hausti. Óli Björn heldur áfram. „Þetta kemur líka niður á litlu staðbundnu miðlunum. Ef þú ert svo óheppinn að viðkomandi sveitarfélag kemst í úrslit í Útsvari, þá kemur auglýsingadeild ríkisins og straujar upp þessar fáu krónur sem eru inni í því samfélagi til auglýsinga. Þetta er galið! Við sjáum að þróunin út í heimi er annars vegar samruni, til dæmis hefur breski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch biðlað til stjórnvalda og óskað eftir leyfi handa ritstjórnum The Times og The Sunday Times til að starfa saman og hins vegar sjáum við fleiri sérhæfða miðla ryðja sér til rúms. Í frumvarpsdrögum Lilju er ekki gert ráð fyrir að styrkja fjölmiðla sem eru vandaðir en sérhæfðir, á borð við fotbolti.net og turisti.is?Kolbeinn: Þarna erum við að tala um breytt eðli. Hvað er fjölmiðill? Í frumvarpsdrögunum er skilgreining og svo sagt að þurfi að vera þrír í ritstjórn svo viðkomandi fái styrk. En maður fer og opnar það sem í gamla daga hét bloggsíða og svo sérðu þar auglýsingar og það er orðið fjölmiðill. Eru ekki feisbúkk síður sumra orðnar fjölmiðill?Óli Björn: Og Snapchat.Kolbeinn: Það er verið að reyna að skilgreina kvikt fyrirbæri. Það mun verða próblematískt. Málið er flókið. En þá bakka ég og hugsa, af hverju dettur okkur í hug að við eigum að vera með einhverjar sérstakar aðgerðir fyrir almenna fjölmiðla? Jú, það er hluti af hinu lýðræðislega kerfi. Þess vegna er ég ekki sammála því að það sé alltaf bara markaðurinn sem eigi að díla við þetta. Ef þetta væri venjulegt fyrirtæki á markaði, þá værum við ekkert að spá í þettaHanna Katrín: En þú getur verið með frjálsan markað en samt rammað hann inn. Þetta er ekki einfalt, en það sem er erfitt við þessar skilyrðingar allar er að þær lúta að forminu en ekki efninu. Ég veit að það er miklu auðveldara að setja skilyrði um formið, um starfsmannafjölda, um veltu og allt þetta,en efnið er það sem skiptir máli.Óli Björn varar við því að Fjölmiðlanefnd verði yfirhattur fjölmiðla á Íslandi.Fréttablaðið/ErnirTollalækkun eða áhugavert fólk?Kolbeinn: Þá erum við komin í umræðu sem maður hefur átt á ritstjórnum. Hvort er mikilvægara, frétt á forsíðu um tollalækkun eða frétt á forsíðu af fólki sem er að gera áhugaverða hluti?Hanna Katrín: Algjörlega, en þarna er verið að ræða um hvort 20 manna ritstjórn er með betra efni en þriggja manna ritstjórn, er staðbundinn miðill með lítilvægari fréttir en miðill sem vísar á landsvísu? Við getum alveg talið fólk í vinnu og við getum talið klikk. Hvað eigum við að miða við?Kolbeinn: Við erum að glíma við þær ómögulegu aðstæður að það er verið að skilgreina fyrirbæri sem ekki er hægt að skilgreina.Hanna Katrín: Hvernig eigum við þá að styrkja miðlana? Það eru almennar aðgerðir. Til dæmis tryggingargjaldið sem Óli Björn hefur nefnt.Kolbeinn: Já, það þarf að búa til ramma og gera eitthvað. Afnema virðisaukaskatt af áskriftartekjum? Er hægt að koma því þannig fyrir að fjölmiðlar séu undanþegnir öllum virðisauka? Skiptir það máli? Ég er til í að skoða þetta allt. Á endanum þarftu að skilgreina þetta. Það er gallinn við lagasetningu.Óli Björn: Ég hygg að ég hafi varpað þessari hugmynd um að afnema virðisaukann af áskriftum.Hanna Katrín: Sú hugmynd er vond.Óli Björn: Já, hún er vond. Vegna þess hún að nær ekki utan um alla fjölmiðla. Fjölmiðlar sem eru ekki að byggja sinn tekjugrunn á áskriftum væru undanskildir. Af því leyti var þetta ekki skynsamlegt. Tryggingargjaldsleiðin er þó þannig að menn eru allir jafnt settir. Sitja við sama borð. Þetta er skrýtið fyrir mann eins og mig, og alveg örugglega fyrir vinkonu mína Hönnu Katrínu, að standa frammi fyrir því að í staðinn fyrir að vera að kljást við það að búa til almennilegar leikreglur og skattaumhverfi, sem er einfalt og skiljanlegt, þá erum við vegna aðstæðna að leita leiða til sértækra aðgerða. Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið og svo er sótt að innlendum fjölmiðlum utan frá. Þetta er vont, en ég sé ekki annað í stöðunni. Það er hinn sári veruleiki sem blasir við.Hanna Katrín: Með tryggingargjaldið. Mig verkjar örlítið undan þeirri hugmynd, því ég vil hafa þetta einfalt og lækka tryggingargjald á öll fyrirtæki.Óli Björn: Prinsippið er rétt.Hvað með samkeppnisumhverfið? Eiga kannski Fréttablaðið og Mogginn að sameinast? Er það framtíðin?Hanna Katrín: Það væri ekki gott.Óli Björn: Það væri vont. Ég er nú langelstur af ykkur og alinn upp við fullt af dagblöðum, Alþýðublaðið og Tímann og auðvitað var Mogginn flaggskipið, svo Þjóðviljinn, Vísir og Dagblaðið, Helgarpósturinn. Þarna var gerjun, mismunandi hugmyndafræði sem fjölmiðlarnir byggðu á. Það skiptir máli að það séu mismunandi sjónarhorn tekin á þjóðfélagsumræðuna á fréttirnar og líka hinn mannlega þátt. Eftir því sem miðlarnir eru fjölbreytilegri að formi og efni þá held ég að þjóðfélagið hagnist á því þess vegna vona ég nú að við séum ekki að horfa upp á að einkareknir fjölmiðlar hætti, af því þeir gefi upp öndina eða neyðist til að sameinast.En það er annað mál, að það hlýtur að vera skynsamlegt að móta inn í samkeppnislöggjöfina, form og reglur sem heimila fjölmiðlum samstarf á ákveðnum þáttum til að nýta innviði, prentun, dreifingu en samt sem áður séu þarna múrar. Einkareknir fjölmiðlar verða að keppa hver við annan með sama hætti og þeir þurfa að keppa við Efstaleitið.Kolbeinn: Óli Björn talar um flóruna í dagblöðum. Við skulum ekki gleyma því að þetta voru allt flokksblöð, flest þeirra, svo fór reyndar að kvarnast úr því. Þegar blómatíminn er eru þetta blöð sem flokkarnir ákveða að setja kraft í, setja fjármagn í og nýta sitt félagatal inn í áskrift.Hanna Katrín: Við getum eytt stjórnmálaflokkapeningnum í þetta, segir hún, létt í bragði.Þingmennirnir hlæja.Hugtakið rannsóknarblaðamennska fer í taugarnar á Kolbeini.Fréttablaðið/Ernir„Meira svona költ“Kolbeinn: Á tímabili sátu þingfréttaritarar þessara blaða þingflokksfundi sinna flokka. Og ef þú last þetta allt og deildir með fjölda fjölmiðla þá fékkstu ágætismynd af því sem var að gerast. Og svo náttúrulega hættu stjórnmálaflokkarnir að gera þetta. Þá er það eftir, hver er til þess fallinn eða ætti að reka fjölmiðil á Íslandi?Hanna Katrín: Sumir stjórnmálaflokkar hættu því, að minnsta kosti. Þingmennirnir hlæja og líta á Óla Björn. Kolbeinn: Suma lít ég nú ekki á sem stjórnmálaflokka, segir hann og klappar Óla Birni á bakið. „Meira svona költ.“ Þau hlæja. Kolbeinn heldur áfram. „En ángríns. Af hverju ættirðu að reka fjölmiðil á Íslandi? Hvað er það'? Jú, þú sérð einhverja litla fjölmiðla sem búa til starfsemi í kringum vinnu sína og svo eðlilega, eru þetta bara viðskipti.Óli Björn: Svo er blaðamennskan auðvitað sjúkdómur.Hanna Katrín: Þetta er hugsjónastarf og ávanabindandi.Kolbeinn: Við höfum unnið í þessu og sýkst. Látum yfir okkur ganga að vinna fyrir lúsarlaun í langan tíma. Þetta er alþjóðlegt vandamál, og þess vegna segi ég, ræðum RÚV, en það er ekki eins og Times og Sunday Times séu að keppa við RÚV. Þetta er alls staðar vandamál. Vandinn er þessi. Við viljum ekki borga fyrir efnið sem við fáum. En við viljum samt að efnið sé búið til. Ætlum við þá sem samfélag að borga fyrir það? Þetta frumvarp er tilraun til þess.Hanna Katrín: Við viljum ekki borga fyrir það því það er alltaf einhver annar tilbúinn að gefa okkur efnið ókeypis. Viðskiptamódelið er skekkt. Við höfum ekki náð takti síðan fyrsta fréttin fór „viral“.Verður að taka á RÚVFrumvarpið gerir ráð fyrir því að Fjölmiðlanefnd, opinber stofnun, sjái til þess að öll skilyrði séu uppfyllt. Hvað finnst ykkur um það?Kolbeinn: Allt sem heitir að meta efni og segja að eitthvað sé ofar öðru finnst mér varhugavert. Ég var í blaðamennsku í mörg ár og það er ekkert hugtak sem fer jafn mikið í taugarnar á mér og „rannsóknarblaðamennska“. Allar fréttir sem ég skrifaði leit ég á sem rannsóknarblaðamennsku. Er það þannig að fólkið sem skrifar innblaðið sé að skila minna mikilvægri vinnu en einhver annar? Alls ekki. Allt sem heitir að meta efni, ég ber kvíðboga fyrir því. Þess vegna er einfaldasta leiðin, þó hún sé fráleitt gallalaus, að horfa á formið.Hanna Katrín: Að miða við stærð fjölmiðils?Kolbeinn: Já, að þú takir þá óumdeilanlegu staðreynd og miðir við hana. Um leið og þú ert farinn að segja, ég vil styðja þennan því hann skrifar að mínu mati svo góðar fréttir – þá ertu komin á hála braut. Óli Björn: Það er ekkert gallalaust þegar þú tekur ákvörðun um að ríkið sé að fara skipta sér af einhverju í samfélaginu. Þó maður hafi efasemdir um það frumvarp sem nú liggur fyrir og á eftir að taka breytingum, er það gleðilega í þessu að þetta neyðir okkur á þingi að fara í þessa umræðu. Svara þeirri spurningu hvort við þurfum að skilgreina hlutverk Ríkisútvarpsins upp á nýtt? Þurfum við að breyta lögum um Ríkisútvarpið? Þurfum við að jafna stöðu einkarekinna fjölmiðla gagnvart ríkinu? Svar mitt er já. Við þurfum að ræða með hvaða hætti, að ríkið reyni að tryggja fjölbreytta fjölmiðlun hér á landi án þess að valda of miklum skaða. Það verður ekki þannig að það sé einhver ríkisstofnun sem heitir Fjölmiðlanefnd sem á að vera einhvers konar yfirhattur á íslenskum fjölmiðlum. Ég vara mjög við því. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Blaðamennska er sjúkdómur, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Óli Björn, Kolbeinn Proppé, VG og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru öll fyrrverandi blaðamenn. Sammála um að ef ekkert verði gert muni fækka í flóru sjálfstæðra fjölmiðla. Fyrirferð RÚV og samfélagsmiðlar eru stór hluti þess vanda sem einkareknir fjölmiðlar standa frammi fyrir. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur boðað aðgerðir til þess að létta undir með þessum miðlum sem margir róa lífróður. Blaðamaður tók þrjá þingmenn og fyrrverandi blaðamenn tali, til þess að grennslast fyrir um álit þeirra á fjölmiðlafrumvarpi ráðherrans, sem nú liggur í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er gert ráðfyrir því að einkareknir fjölmiðlar geti sótt um styrki í formi endurgreiðslu á allt að 25 prósentum af rekstrarkostnaði ritstjórnar. Fyrir styrkveitingunni eru sett skilyrði svo sem að efni fjölmiðils sé fjölbreytt og fyrir allan almenning, byggist á fréttum,fréttatengdu efni og samfélagsumræðu. 50 milljóna króna þak verður sett á hámarksfjárhæð styrkja.Hvernig líst ykkur á hugmyndir Lilju?Óli Björn: Eigum við ekki að orða þetta kurteislega? Ég held að ráðherra geri sér grein fyrir því að staðan er alvarleg og að það sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða. En eins og frumvarpið lítur út er þetta ekki besta leiðin, sennilega sú versta. Vandinn í þessu öllu er sá að á meðan menn taka ekki grundvallarákvarðanir um að reyna aðjafna samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði með því að taka á Ríkisútvarpinu eru menn að finna einhverjar leiðir, millifærslusjóði sem er eins óheilbrigt og hægt er.Ekki í aðdáendaklúbbnumEn Lilja segir á móti að með þessum hætti séu ýmsar greinar styrktar, bókaútgáfa, kvikmyndagerð, nýsköpun og svo framvegis?Óli Björn: Á meðan menn hafa ekki burði, og þá er ég ekki að tala um ráðherrann sérstaklega, til þessað horfast í augu við fyrirferð Ríkisútvarpsins þá er til lítils að vinna. Nú er ég ekki í aðdáendaklúbbi Ríkisútvarpsins og raunar ekki talsmaður þess að ríkið sé að vasast í fjölmiðlarekstri yfir höfuð, þó ég skilji rökin fyrir því. En ef menn vilja á annað borð að ríkið standi í fjölmiðlarekstri, reki Ríkisútvarp, þá skulum við skilgreina það hlutverk og umsvifin með þeim hættiað þau skekki ekki stöðu sjálfstæðrafjölmiðla.Þinn flokkur hefur oft haldið utanum málaflokkinn, en ekki tekið á þessu?Óli Björn: Einhver myndi halda því fram að í tíð Sjálfstæðisflokksins, eiginlega allt frá því þegar Ríkisútvarpinu er breytt í opinbert hlutafélag og útvarpsgjöld innleidd, þá hafi fjárhagsleg staða Ríkisútvarpsins stöðugt verið að styrkjast. Sé raunar orðin blómleg. Svo ef menn halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé sérstakur andstæðingur Ríkisútvarpsins þá væri það sérkennileg aðferð til þess að sýna það í verki. Ég held að það sé sanngjarnt að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn fyrir það að hafa ekki tekist á við það að móta umhverfi Ríkisútvarpsins, hlutverk þess og umsvif eins og nauðsynlegt er. Það verður hins vegar aldrei gert í pólitísku stríði. Var þetta ekki sæmilega diplómatískt? spyr Óli Björn og hlær. Kolbeinn tekur orðið. „Fólk getur haft skoðanir á umfangi og eðli RÚV. Ég er sammála því að við eigum að skoða hvert á að vera hlutverk almannaútvarps. Við erum ekki að fara að gera neitt einn, tveir og þrír. Við þurfum hins vegar að bregðast við þeirri stöðu sem er meðal almennra fjölmiðla strax. Í staðinn fyrir að fara að agnúast út í þessar tillögur, þá finnst mér að allar aðgerðir í þessu veru, sem styrkja stöðu þessara miðla, séu góðar. Það má áreiðanlega gera breytingar, en við erum að minnsta kosti komin á þann stað að hér eru komnar fram tillögur, sem beinlínisverða til þess að efla fjölmiðla. Það er frábært. Við höfum öll reynslu af fjölmiðlum, en við erum að tala um umhverfi sem við höfum aldrei séð áður. Áskoranir sem kalla á að við séum tilbúin að skoða allar leiðir. Óli Björn talar um millifærslusjóð, sem er ekkert neikvætt í mínum huga. Mér finnst gott að við séum komin á það stig að geta rætt almennt um stöðu fjölmiðla og eðli. Umræðan um fjölmiðla síðustu árin hefur nánast einungis snúist um RÚV á auglýsingamarkaði og áfengisauglýsingar.Viðskiptamódel á fallandi fæti Það er verið að ræða stöðu sjálfstæðra miðla og RÚV tekur allt súrefnið. Er það birtingarmynd vandans?Kolbeinn: Við erum búin að búa til þá stöðu að hafa búið til öfluga auglýsingasöludeild í skjóli ríkisins. Ég átta mig á því. Ég velti því fyrir mér, fyrst hún er þarna, væri leið að hluti af þeirra tekjum færi til hinna miðlanna? Ég hins vegar efast um það sem maður heyrir suma segja, að ef RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði þá sé hægt að deila þeim tekjum niður á hina miðlana. Ég held að margir auglýsi á RÚV af því að það er RÚV.Hanna Katrín: Viðskiptamódel hefðbundinna miðla hefur verið á fallandi fæti, allt frá því að fyrstu vefmiðlarnir komu og síðan eru tveir áratugir. Stór ástæða er samfélagsmiðlarnir, auglýsingatekjureru að dreifast, fara úr landi. Fólk er að fara sem neytendur á fjölmiðlaumfjöllun úr landi. Allt landslagið er á fleygiferð. Ég er sannfærð um að stjórnvöld séu ekki besti aðilinn til að vera forspá um það hvernig fjölmiðlamarkaðurinn mun þróast. Þannig finnst mér þetta röng leið, að stjórnvöld setji skilyrði fyrir styrkjum sem við vitum ekki hvernig þroskast eða hvort standist tímans tönn. Ég hef farið í gegnum umsagnirnar. Það eru margar athugasemdir sem miðast vitaskuld af hagsmunum þess miðils sem á í hlut og þeir eru mismunandi. Ég vil hafa það þannig. Ég hef ekki enn séð neitt í spilunum sem segir, það er best að fjölmiðlar séu inni í þessum eða hinum rammanum, líkt og frumvarpið gerir ráð fyrir. Ég trúi því að það sé ekki hægt að fara inn í umræðu um fjölmiðlamarkað án þess að ræða RÚV. Vitaskuld er markaðurinn best til þess fallinn að finna út úr því hvernig markaðurinn þróast, en það er erfitt þegar það er stofnun inni á auglýsingamarkaði, með sitt forskot, að keppa við einkamiðla í ójöfnum leik um tekjur. Það er ekki hægt að taka þessa umræðu með RÚV út fyrir sviga.Hanna Katrín segir viðskiptalíkan fjölmiðla skekkt.Fréttablaðið/ErnirFátækari flóraÓli Björn: Við erum að reyna að búa til jarðveg sem tryggir fjölbreytta flóru fjölmiðla. Eins og frumvarpið lítur út, virkar það í hina áttina. Það mun verða fátækari flóra, vegna þess að það skekkir samkeppnisstöðu einkareknu fjölmiðlanna. Ef við teljum nauðsynlegt að ríkið komi að þessu, þá vil ég að við horfum til skattkerfisins. Ég hef nefnt að fella niður tryggingargjald af miðlunum. Það er aðgerð þar sem allir sitja við sama borð. Aftur, Kolbeinn minn, að uppáhaldsfyrirtækinu mínu, Ríkisútvarpinu.“ Þingmennirnir hlæja. Óheppni að vinna ÚtsvarÓli Björn: Það veldur mér áhyggjumað samkvæmt lögum þá ber þeim að haga samkeppnisrekstri sínum með ákveðnum hætti. Þeir fengu aðlögunartíma en áttu frá og með 1. janúar 2018, að hafa samkeppnisreksturinn, m.a. auglýsingasöluna, inni í sjálfstæðu dótturfélagi. Núna er mars 2019 og Ríkisútvarpið hefur enn ekki farið að lögum. Mér finnst það alvarlegt, þegar áhrifamikil ríkisstofnun, í þessu tilfelli fjölmiðill sem er áhrifameiri en flestir aðrir, telur sig geta hagað málum með þeim hætti að hún þurfi ekki að fara að lögum sem um hana gilda. Þetta skiptir máli, því þetta hefur áhrif á reksturinn. Og í krafti þessarar yfirburðarstöðu sem Ríkisútvarpið hefur, þá gengur stofnunin þannig fram að hún ryksugar upp auglýsingamarkaðinn á kostnað einkareknu miðlanna. Þið sáuð þetta í kringum heimsmeistaramótið í fótbolta,“ útskýrir Óli Björn og vísar til þess þegar auglýsingapakkar RÚV í kringum HM í knattspyrnu í fyrra bundu auglýsingafé fyrirtækja í landinu langt fram eftir hausti. Óli Björn heldur áfram. „Þetta kemur líka niður á litlu staðbundnu miðlunum. Ef þú ert svo óheppinn að viðkomandi sveitarfélag kemst í úrslit í Útsvari, þá kemur auglýsingadeild ríkisins og straujar upp þessar fáu krónur sem eru inni í því samfélagi til auglýsinga. Þetta er galið! Við sjáum að þróunin út í heimi er annars vegar samruni, til dæmis hefur breski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch biðlað til stjórnvalda og óskað eftir leyfi handa ritstjórnum The Times og The Sunday Times til að starfa saman og hins vegar sjáum við fleiri sérhæfða miðla ryðja sér til rúms. Í frumvarpsdrögum Lilju er ekki gert ráð fyrir að styrkja fjölmiðla sem eru vandaðir en sérhæfðir, á borð við fotbolti.net og turisti.is?Kolbeinn: Þarna erum við að tala um breytt eðli. Hvað er fjölmiðill? Í frumvarpsdrögunum er skilgreining og svo sagt að þurfi að vera þrír í ritstjórn svo viðkomandi fái styrk. En maður fer og opnar það sem í gamla daga hét bloggsíða og svo sérðu þar auglýsingar og það er orðið fjölmiðill. Eru ekki feisbúkk síður sumra orðnar fjölmiðill?Óli Björn: Og Snapchat.Kolbeinn: Það er verið að reyna að skilgreina kvikt fyrirbæri. Það mun verða próblematískt. Málið er flókið. En þá bakka ég og hugsa, af hverju dettur okkur í hug að við eigum að vera með einhverjar sérstakar aðgerðir fyrir almenna fjölmiðla? Jú, það er hluti af hinu lýðræðislega kerfi. Þess vegna er ég ekki sammála því að það sé alltaf bara markaðurinn sem eigi að díla við þetta. Ef þetta væri venjulegt fyrirtæki á markaði, þá værum við ekkert að spá í þettaHanna Katrín: En þú getur verið með frjálsan markað en samt rammað hann inn. Þetta er ekki einfalt, en það sem er erfitt við þessar skilyrðingar allar er að þær lúta að forminu en ekki efninu. Ég veit að það er miklu auðveldara að setja skilyrði um formið, um starfsmannafjölda, um veltu og allt þetta,en efnið er það sem skiptir máli.Óli Björn varar við því að Fjölmiðlanefnd verði yfirhattur fjölmiðla á Íslandi.Fréttablaðið/ErnirTollalækkun eða áhugavert fólk?Kolbeinn: Þá erum við komin í umræðu sem maður hefur átt á ritstjórnum. Hvort er mikilvægara, frétt á forsíðu um tollalækkun eða frétt á forsíðu af fólki sem er að gera áhugaverða hluti?Hanna Katrín: Algjörlega, en þarna er verið að ræða um hvort 20 manna ritstjórn er með betra efni en þriggja manna ritstjórn, er staðbundinn miðill með lítilvægari fréttir en miðill sem vísar á landsvísu? Við getum alveg talið fólk í vinnu og við getum talið klikk. Hvað eigum við að miða við?Kolbeinn: Við erum að glíma við þær ómögulegu aðstæður að það er verið að skilgreina fyrirbæri sem ekki er hægt að skilgreina.Hanna Katrín: Hvernig eigum við þá að styrkja miðlana? Það eru almennar aðgerðir. Til dæmis tryggingargjaldið sem Óli Björn hefur nefnt.Kolbeinn: Já, það þarf að búa til ramma og gera eitthvað. Afnema virðisaukaskatt af áskriftartekjum? Er hægt að koma því þannig fyrir að fjölmiðlar séu undanþegnir öllum virðisauka? Skiptir það máli? Ég er til í að skoða þetta allt. Á endanum þarftu að skilgreina þetta. Það er gallinn við lagasetningu.Óli Björn: Ég hygg að ég hafi varpað þessari hugmynd um að afnema virðisaukann af áskriftum.Hanna Katrín: Sú hugmynd er vond.Óli Björn: Já, hún er vond. Vegna þess hún að nær ekki utan um alla fjölmiðla. Fjölmiðlar sem eru ekki að byggja sinn tekjugrunn á áskriftum væru undanskildir. Af því leyti var þetta ekki skynsamlegt. Tryggingargjaldsleiðin er þó þannig að menn eru allir jafnt settir. Sitja við sama borð. Þetta er skrýtið fyrir mann eins og mig, og alveg örugglega fyrir vinkonu mína Hönnu Katrínu, að standa frammi fyrir því að í staðinn fyrir að vera að kljást við það að búa til almennilegar leikreglur og skattaumhverfi, sem er einfalt og skiljanlegt, þá erum við vegna aðstæðna að leita leiða til sértækra aðgerða. Fíllinn í stofunni heitir Ríkisútvarpið og svo er sótt að innlendum fjölmiðlum utan frá. Þetta er vont, en ég sé ekki annað í stöðunni. Það er hinn sári veruleiki sem blasir við.Hanna Katrín: Með tryggingargjaldið. Mig verkjar örlítið undan þeirri hugmynd, því ég vil hafa þetta einfalt og lækka tryggingargjald á öll fyrirtæki.Óli Björn: Prinsippið er rétt.Hvað með samkeppnisumhverfið? Eiga kannski Fréttablaðið og Mogginn að sameinast? Er það framtíðin?Hanna Katrín: Það væri ekki gott.Óli Björn: Það væri vont. Ég er nú langelstur af ykkur og alinn upp við fullt af dagblöðum, Alþýðublaðið og Tímann og auðvitað var Mogginn flaggskipið, svo Þjóðviljinn, Vísir og Dagblaðið, Helgarpósturinn. Þarna var gerjun, mismunandi hugmyndafræði sem fjölmiðlarnir byggðu á. Það skiptir máli að það séu mismunandi sjónarhorn tekin á þjóðfélagsumræðuna á fréttirnar og líka hinn mannlega þátt. Eftir því sem miðlarnir eru fjölbreytilegri að formi og efni þá held ég að þjóðfélagið hagnist á því þess vegna vona ég nú að við séum ekki að horfa upp á að einkareknir fjölmiðlar hætti, af því þeir gefi upp öndina eða neyðist til að sameinast.En það er annað mál, að það hlýtur að vera skynsamlegt að móta inn í samkeppnislöggjöfina, form og reglur sem heimila fjölmiðlum samstarf á ákveðnum þáttum til að nýta innviði, prentun, dreifingu en samt sem áður séu þarna múrar. Einkareknir fjölmiðlar verða að keppa hver við annan með sama hætti og þeir þurfa að keppa við Efstaleitið.Kolbeinn: Óli Björn talar um flóruna í dagblöðum. Við skulum ekki gleyma því að þetta voru allt flokksblöð, flest þeirra, svo fór reyndar að kvarnast úr því. Þegar blómatíminn er eru þetta blöð sem flokkarnir ákveða að setja kraft í, setja fjármagn í og nýta sitt félagatal inn í áskrift.Hanna Katrín: Við getum eytt stjórnmálaflokkapeningnum í þetta, segir hún, létt í bragði.Þingmennirnir hlæja.Hugtakið rannsóknarblaðamennska fer í taugarnar á Kolbeini.Fréttablaðið/Ernir„Meira svona költ“Kolbeinn: Á tímabili sátu þingfréttaritarar þessara blaða þingflokksfundi sinna flokka. Og ef þú last þetta allt og deildir með fjölda fjölmiðla þá fékkstu ágætismynd af því sem var að gerast. Og svo náttúrulega hættu stjórnmálaflokkarnir að gera þetta. Þá er það eftir, hver er til þess fallinn eða ætti að reka fjölmiðil á Íslandi?Hanna Katrín: Sumir stjórnmálaflokkar hættu því, að minnsta kosti. Þingmennirnir hlæja og líta á Óla Björn. Kolbeinn: Suma lít ég nú ekki á sem stjórnmálaflokka, segir hann og klappar Óla Birni á bakið. „Meira svona költ.“ Þau hlæja. Kolbeinn heldur áfram. „En ángríns. Af hverju ættirðu að reka fjölmiðil á Íslandi? Hvað er það'? Jú, þú sérð einhverja litla fjölmiðla sem búa til starfsemi í kringum vinnu sína og svo eðlilega, eru þetta bara viðskipti.Óli Björn: Svo er blaðamennskan auðvitað sjúkdómur.Hanna Katrín: Þetta er hugsjónastarf og ávanabindandi.Kolbeinn: Við höfum unnið í þessu og sýkst. Látum yfir okkur ganga að vinna fyrir lúsarlaun í langan tíma. Þetta er alþjóðlegt vandamál, og þess vegna segi ég, ræðum RÚV, en það er ekki eins og Times og Sunday Times séu að keppa við RÚV. Þetta er alls staðar vandamál. Vandinn er þessi. Við viljum ekki borga fyrir efnið sem við fáum. En við viljum samt að efnið sé búið til. Ætlum við þá sem samfélag að borga fyrir það? Þetta frumvarp er tilraun til þess.Hanna Katrín: Við viljum ekki borga fyrir það því það er alltaf einhver annar tilbúinn að gefa okkur efnið ókeypis. Viðskiptamódelið er skekkt. Við höfum ekki náð takti síðan fyrsta fréttin fór „viral“.Verður að taka á RÚVFrumvarpið gerir ráð fyrir því að Fjölmiðlanefnd, opinber stofnun, sjái til þess að öll skilyrði séu uppfyllt. Hvað finnst ykkur um það?Kolbeinn: Allt sem heitir að meta efni og segja að eitthvað sé ofar öðru finnst mér varhugavert. Ég var í blaðamennsku í mörg ár og það er ekkert hugtak sem fer jafn mikið í taugarnar á mér og „rannsóknarblaðamennska“. Allar fréttir sem ég skrifaði leit ég á sem rannsóknarblaðamennsku. Er það þannig að fólkið sem skrifar innblaðið sé að skila minna mikilvægri vinnu en einhver annar? Alls ekki. Allt sem heitir að meta efni, ég ber kvíðboga fyrir því. Þess vegna er einfaldasta leiðin, þó hún sé fráleitt gallalaus, að horfa á formið.Hanna Katrín: Að miða við stærð fjölmiðils?Kolbeinn: Já, að þú takir þá óumdeilanlegu staðreynd og miðir við hana. Um leið og þú ert farinn að segja, ég vil styðja þennan því hann skrifar að mínu mati svo góðar fréttir – þá ertu komin á hála braut. Óli Björn: Það er ekkert gallalaust þegar þú tekur ákvörðun um að ríkið sé að fara skipta sér af einhverju í samfélaginu. Þó maður hafi efasemdir um það frumvarp sem nú liggur fyrir og á eftir að taka breytingum, er það gleðilega í þessu að þetta neyðir okkur á þingi að fara í þessa umræðu. Svara þeirri spurningu hvort við þurfum að skilgreina hlutverk Ríkisútvarpsins upp á nýtt? Þurfum við að breyta lögum um Ríkisútvarpið? Þurfum við að jafna stöðu einkarekinna fjölmiðla gagnvart ríkinu? Svar mitt er já. Við þurfum að ræða með hvaða hætti, að ríkið reyni að tryggja fjölbreytta fjölmiðlun hér á landi án þess að valda of miklum skaða. Það verður ekki þannig að það sé einhver ríkisstofnun sem heitir Fjölmiðlanefnd sem á að vera einhvers konar yfirhattur á íslenskum fjölmiðlum. Ég vara mjög við því.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira