Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2019 11:56 Þungt hljóð er í öðrum hælisleitendum á Ásbrú. Vísir/Heiða Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. Aðgerðarsinni segir mál mannsins undirstrika mikilvægi þess að flóttamannabúðunum að Ásbrú verði lokað og að stjórnvöld þiggi viðræðuboð hælisleitenda. Karlmaðurinn sem um ræðir hafði fengið tvær neitanir á sínar hælisumsóknir á Íslandi og átti yfir höfði sér að vera vísað úr landi, sem er talin ástæða þess að hann ákvað að grípa til þessa ráðs. Ekki er vitað frekar um afdrif mannsins á þessari stundu. Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona baráttuhópsins Ekki fleiri brottvísana, segir að það sé að vonum mjög þungt hljóð í öðrum vistmönnum á Ásbrú vegna málsins. „Það hefur svo sem verið áður, áður en þetta kom upp, en auðvitað er þetta reiðarslag þegar svona gerist í nærsamfélaginu,“ segir Eyrún. „Þeir eru líka hræddir um sína stöðu. Margir þeirra eiga yfir höfði sér brottvísanir og þeir óttast hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir þeirra öryggi og heilsu.“ Flóttamenn á Íslandi hafa á undanförnum vikum biðlað til stjórnvalda um að taka málaflokk þeirra til endurskoðunar. Til að mynda hafa þeir staðið fyrir tvennum mótmælum, á Austurvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í liðinni viku. Þeir hafa lagt fram tillögur í fimm liðum, sem meðal annars lúta að því að loka fyrrnefndum búðum að Ásbrú. „Þeir benda á að þessi félagslega einangrun, sem fylgir því að vera vistaður í Ásbrú, hefur alveg ofboðslega skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu manna,“ segir Eyrún. Þeir hafi jafnframt gert kröfu um það að fá jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu - „sem virðist ekki vera raunin, enda sjáum við það þegar svona mál koma upp.“Vonar að stjórnvöld þiggi boðið Í byrjun febrúar reyndi annar karlmaður í hans stöðu að skaða sig þar sem hann hékk utan á göngubrú yfir Miklabraut og hótaði að stökkva. Eyrún segir mál mannanna endurspegla þá viðkvæmu stöðu sem þessi hópur sé í. „Allar rannsóknir sýna að óvissuástandið sem fylgir því að fara í gegnum hælisferlið tekur gríðarlega á fólk. Þegar óvissan blandast saman við einangrunina, sem við erum að tala um hérna, þá sjáum við að þetta fólk er í alveg ofboðslega viðkvæmri stöðu; félagslega, lagalega og andlega.“ Hópurinn sem stóð að mótmælunum hefur sent bréf til yfirvalda þar sem þeir kalla eftir samtali um stöðu hælisleitenda á Íslandi. „Þeir vilja fá samræðugrundvöll. Þeir vilja geta sest niður með yfirvöldum á Íslandi og tala um aðstæður sínar og þær kröfur sem þeir settu fram. Vonandi sér fólk stjórnmálafólk á Íslandi sóma sinn í að verða við þessu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717 Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00 Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. Aðgerðarsinni segir mál mannsins undirstrika mikilvægi þess að flóttamannabúðunum að Ásbrú verði lokað og að stjórnvöld þiggi viðræðuboð hælisleitenda. Karlmaðurinn sem um ræðir hafði fengið tvær neitanir á sínar hælisumsóknir á Íslandi og átti yfir höfði sér að vera vísað úr landi, sem er talin ástæða þess að hann ákvað að grípa til þessa ráðs. Ekki er vitað frekar um afdrif mannsins á þessari stundu. Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona baráttuhópsins Ekki fleiri brottvísana, segir að það sé að vonum mjög þungt hljóð í öðrum vistmönnum á Ásbrú vegna málsins. „Það hefur svo sem verið áður, áður en þetta kom upp, en auðvitað er þetta reiðarslag þegar svona gerist í nærsamfélaginu,“ segir Eyrún. „Þeir eru líka hræddir um sína stöðu. Margir þeirra eiga yfir höfði sér brottvísanir og þeir óttast hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir þeirra öryggi og heilsu.“ Flóttamenn á Íslandi hafa á undanförnum vikum biðlað til stjórnvalda um að taka málaflokk þeirra til endurskoðunar. Til að mynda hafa þeir staðið fyrir tvennum mótmælum, á Austurvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í liðinni viku. Þeir hafa lagt fram tillögur í fimm liðum, sem meðal annars lúta að því að loka fyrrnefndum búðum að Ásbrú. „Þeir benda á að þessi félagslega einangrun, sem fylgir því að vera vistaður í Ásbrú, hefur alveg ofboðslega skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu manna,“ segir Eyrún. Þeir hafi jafnframt gert kröfu um það að fá jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu - „sem virðist ekki vera raunin, enda sjáum við það þegar svona mál koma upp.“Vonar að stjórnvöld þiggi boðið Í byrjun febrúar reyndi annar karlmaður í hans stöðu að skaða sig þar sem hann hékk utan á göngubrú yfir Miklabraut og hótaði að stökkva. Eyrún segir mál mannanna endurspegla þá viðkvæmu stöðu sem þessi hópur sé í. „Allar rannsóknir sýna að óvissuástandið sem fylgir því að fara í gegnum hælisferlið tekur gríðarlega á fólk. Þegar óvissan blandast saman við einangrunina, sem við erum að tala um hérna, þá sjáum við að þetta fólk er í alveg ofboðslega viðkvæmri stöðu; félagslega, lagalega og andlega.“ Hópurinn sem stóð að mótmælunum hefur sent bréf til yfirvalda þar sem þeir kalla eftir samtali um stöðu hælisleitenda á Íslandi. „Þeir vilja fá samræðugrundvöll. Þeir vilja geta sest niður með yfirvöldum á Íslandi og tala um aðstæður sínar og þær kröfur sem þeir settu fram. Vonandi sér fólk stjórnmálafólk á Íslandi sóma sinn í að verða við þessu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00 Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00
Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16