Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2019 18:21 Hatari og Friðrik Ómar þykja sigurstranglegir í Söngvakeppninni í ár. Hjólhýsin sjást hér parkeruð við Laugardalshöll í kvöld. Mynd/Samsett Friðrik Ómar var í dag mættur á keppnisstað Söngvakeppninnar með hjólhýsi til að hafa við Laugardalshöll en þeir í Hatari brugðust við með því að mæta með enn stærra hjólhýsi. Spennan magnast vegna Söngvakeppninnar sem fram fer annað kvöld, en þá keppa fimm flytjendur um það hver þeirra fer til Tel Aviv í Ísrael í maí og verður fulltrúi Íslands í Eurovision-söngvakeppninni. Þau sem keppa um hylli þjóðarinnar á morgun eru hljómsveitin Hatari, sem flestir meta sem sigurstranglegasta og svo Friðrik Ómar, Kristína Skoubo, Hera Björk og Thara Mobee. Spennu fylgja átök og þeirra sést staður jafnt utan sviðs sem innan. Klemens Nikulásson Hannigan, einn Hataramanna, stendur hér hreykinn við hjólhýsi sveitarinnar.Mynd/AðsendKeppnin annað kvöld verður haldin í Laugardalshöll, sem er auðvitað að upplagi handboltahús fyrst og fremst. Friðrik Ómar gat ekki séð þær aðstæður sem heppilegar fyrir búningsherbergi poppstjörnu, svitastorkið rými frá fornu fari og með klísturklessur á trébekkjum. Hann var því í dag mættur með hjólhýsi sem komið hefur verið fyrir bak við Höllina, hjá starfsmannainnganginum. Þá sem búningsherbergi sitt og afdrep. Samkvæmt heimildum Vísis mun meðlimum Hatara ekki hafa litist allskostar vel á að vera með þeim hætti settir skör lægra en Friðrik Ómar. Þeir gripu því einfaldlega til þess ráðs að fá sér einnig hjólhýsi þar sem þeir geta undirbúið sig, málað og farið í sinn sviðsklæðnað án þess að þurfa að blanda um of geði við aðra keppendur. Hatara-menn vildu sem sagt ekki minni menn vera en Friðrik Ómar og reyndar toppa þeir Dalvíkinginn knáa því þeirra hjólhýsi er talsvert stærra. Meðan hjólhýsi Friðriks Ómars er fimm metrar á lengd telur hjólhýsi Hatara níu metra. Af þessu má ráða að verulegur hiti sé að færast í leikinn og þurfa menn nú að troðast hver um annan þveran í rýminu sem er við starfsmannainnganginn bak við Laugardalshöllina.Hjólhýsi Hatara og Friðriks Ómars í rigningunni fyrir utan Laugardalshöll í kvöld.Vísir/VésteinnHjólhúsi Hataramanna er skreytt fánum sveitarinnar.Vísir/Vésteinn Eurovision Tengdar fréttir Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira
Friðrik Ómar var í dag mættur á keppnisstað Söngvakeppninnar með hjólhýsi til að hafa við Laugardalshöll en þeir í Hatari brugðust við með því að mæta með enn stærra hjólhýsi. Spennan magnast vegna Söngvakeppninnar sem fram fer annað kvöld, en þá keppa fimm flytjendur um það hver þeirra fer til Tel Aviv í Ísrael í maí og verður fulltrúi Íslands í Eurovision-söngvakeppninni. Þau sem keppa um hylli þjóðarinnar á morgun eru hljómsveitin Hatari, sem flestir meta sem sigurstranglegasta og svo Friðrik Ómar, Kristína Skoubo, Hera Björk og Thara Mobee. Spennu fylgja átök og þeirra sést staður jafnt utan sviðs sem innan. Klemens Nikulásson Hannigan, einn Hataramanna, stendur hér hreykinn við hjólhýsi sveitarinnar.Mynd/AðsendKeppnin annað kvöld verður haldin í Laugardalshöll, sem er auðvitað að upplagi handboltahús fyrst og fremst. Friðrik Ómar gat ekki séð þær aðstæður sem heppilegar fyrir búningsherbergi poppstjörnu, svitastorkið rými frá fornu fari og með klísturklessur á trébekkjum. Hann var því í dag mættur með hjólhýsi sem komið hefur verið fyrir bak við Höllina, hjá starfsmannainnganginum. Þá sem búningsherbergi sitt og afdrep. Samkvæmt heimildum Vísis mun meðlimum Hatara ekki hafa litist allskostar vel á að vera með þeim hætti settir skör lægra en Friðrik Ómar. Þeir gripu því einfaldlega til þess ráðs að fá sér einnig hjólhýsi þar sem þeir geta undirbúið sig, málað og farið í sinn sviðsklæðnað án þess að þurfa að blanda um of geði við aðra keppendur. Hatara-menn vildu sem sagt ekki minni menn vera en Friðrik Ómar og reyndar toppa þeir Dalvíkinginn knáa því þeirra hjólhýsi er talsvert stærra. Meðan hjólhýsi Friðriks Ómars er fimm metrar á lengd telur hjólhýsi Hatara níu metra. Af þessu má ráða að verulegur hiti sé að færast í leikinn og þurfa menn nú að troðast hver um annan þveran í rýminu sem er við starfsmannainnganginn bak við Laugardalshöllina.Hjólhýsi Hatara og Friðriks Ómars í rigningunni fyrir utan Laugardalshöll í kvöld.Vísir/VésteinnHjólhúsi Hataramanna er skreytt fánum sveitarinnar.Vísir/Vésteinn
Eurovision Tengdar fréttir Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira
Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25
Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30
Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00