Hræðast áhrif yfirvofandi verkfallsaðgerða Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2019 20:00 Ferðaþjónustuaðilar óttast að yfirvofandi verkfallsaðgerðir skaði samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum markaði. Þegar hafa borist afbókanir á hótel og spurst út til ferðamanna að hætta sé á verkföllum á næstunni. Áætlaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR munu hafa mikil áhrif á starfsemi tuttugu stærstu hótela og rútufyrirtækja. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Excursion, segir ferðaþjónustuna í alþjóðlegri samkeppni og hræðist að samkeppnishæfni Íslands verði slæm. Ferðamenn séu mikið að bóka ferðir á þessum tíma og þegar hafi spurst út fyrir landsteinana að hætta sé á verkfallsaðgerðum hér á landi. „Aðgerðunum er svolítið beint gegn því að valda dálítið miklum skaða áákveðnum álagstímum í okkar þjónustu. Það auðvitað kemur illa við okkur. Í tillögunum er til dæmis gert ráð fyrir að starfsmenn komi til vinnu í hádeginu. Eins og viðþekkjum þá koma flugvélarnar á morgnanna og svo auðvitað seinni partinn koma vélarnar inn. Þetta hefur vissulega mikil áhrif og getur skaðað okkur,“ segir Björn. Kristófer Oliversson, formaður félags í hótel- og gistiþjónustu.Vísir/EgillHóteleigendur sem fréttastofa ræddi við í dag ætla nokkrir að bíða átekta eftir niðurstöðu félagsdóms, þá hvort atkvæðagreiðslan verði dæmd ólögleg. Aðrir hafa hafið undirbúning til að bregðast við verkfallinu 8. mars, svo gestir þeirra finni sem minnst fyrir því, þó án þess að brjóta verkfallslög. Borið hefur á afbókunum en þó ekki í miklu magni enn sem komið er að þeirra sögn. Vonin sé þó að ekki komi til verkfalla. „Auðvitað óttumst við það að markaðurinn verður skemmdur til lengdar. Það er það sem við óttumst. Þetta er mjög viðkvæmur markaður og mjög slæmur tími. Auðvitað er allur tími slæmur fyrir verkföll, en það er eiginlega staða sem getur ekki komið upp að fólki sé meinað aðgangur að hótelum þegar það er komið hingað til landsins,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar óttast að yfirvofandi verkfallsaðgerðir skaði samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum markaði. Þegar hafa borist afbókanir á hótel og spurst út til ferðamanna að hætta sé á verkföllum á næstunni. Áætlaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR munu hafa mikil áhrif á starfsemi tuttugu stærstu hótela og rútufyrirtækja. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Excursion, segir ferðaþjónustuna í alþjóðlegri samkeppni og hræðist að samkeppnishæfni Íslands verði slæm. Ferðamenn séu mikið að bóka ferðir á þessum tíma og þegar hafi spurst út fyrir landsteinana að hætta sé á verkfallsaðgerðum hér á landi. „Aðgerðunum er svolítið beint gegn því að valda dálítið miklum skaða áákveðnum álagstímum í okkar þjónustu. Það auðvitað kemur illa við okkur. Í tillögunum er til dæmis gert ráð fyrir að starfsmenn komi til vinnu í hádeginu. Eins og viðþekkjum þá koma flugvélarnar á morgnanna og svo auðvitað seinni partinn koma vélarnar inn. Þetta hefur vissulega mikil áhrif og getur skaðað okkur,“ segir Björn. Kristófer Oliversson, formaður félags í hótel- og gistiþjónustu.Vísir/EgillHóteleigendur sem fréttastofa ræddi við í dag ætla nokkrir að bíða átekta eftir niðurstöðu félagsdóms, þá hvort atkvæðagreiðslan verði dæmd ólögleg. Aðrir hafa hafið undirbúning til að bregðast við verkfallinu 8. mars, svo gestir þeirra finni sem minnst fyrir því, þó án þess að brjóta verkfallslög. Borið hefur á afbókunum en þó ekki í miklu magni enn sem komið er að þeirra sögn. Vonin sé þó að ekki komi til verkfalla. „Auðvitað óttumst við það að markaðurinn verður skemmdur til lengdar. Það er það sem við óttumst. Þetta er mjög viðkvæmur markaður og mjög slæmur tími. Auðvitað er allur tími slæmur fyrir verkföll, en það er eiginlega staða sem getur ekki komið upp að fólki sé meinað aðgangur að hótelum þegar það er komið hingað til landsins,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24