Formaður VR segir verkalýðsfélög nauðbeygð í aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2019 14:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir verkalýðsfélögunum nauðugur sá kostur að boða til verkfalla til að þrýsta á körfur sínar gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Stærstu hótel landsins og hópbifreiðafyrirtækin séu mikilvæg í samfélaginu og vonandi dragi verkfallsboðun hjá þeim atvinnurekendur aftur að samningaborðinu. VR og Efling hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um röð verkfalla hjá tuttugu stærstu hótelunum og hópbifreiðafyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og í Hvergagerði. Aðgerðirnar munu fyrst um sinn standa yfir í einn dag og síðan þrjá og enda með allsherjarverkfalli hinn fyrsta maí. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til allsherjarverkfalls í apríl. Fyrstu sameiginlegu aðgerðir Eflingar og VR verða hinn 22. mars þegar félagsmenn félaganna fara í eins dags verkfall verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu, sem Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boðað verði til í næstu viku. Áhrif aðgerðanna yrðu mikil þar sem þær munu ná yfir stóran hluta starfsmanna tuttugu stærstu hótelanna sem og hópferðabílafyrirtækja og má því segja að ferðaþjónustan lamist. Aðgerðirnar stigmagnast síðan með tveggja daga verkfalli hinn 28. mars, þriggja daga verkföllum sem myndu hefjast 3., 9., 15. og 23. mars og enda í ótímabundnu verkfalli hinn 1. maí hafi ekki samist. Ragnar Þór segir ekki tilviljun að aðgerðir beinist að þessum hópi fyrirtækja. „Fyrst og fremst vegna þess að þarna myndi ég segja að hafi verið gríðarlegur uppgangur á kostnað vinnuaflsins. Þarna er launastrúktúrinn nánast byggður upp á strípuðum töxtum,” segir Ragnar Þór. Aðeins starfsmenn sem verkföllin munu ná til greiða atkvæði um verkföllin. En þau munu til að mynda ná til Fosshótela, Íslandshótela, Flugleiðahótela, KEA og fleiri stórra hótela. Ragnar Þór segir þetta vera fyrirtæki sem séu það mikilvæg í íslensku samfélagi að aðgerðir gegn þeim muni þrýsta viðsemjendum aftur að borðinu. „Þetta snýst í rauninni ekki um að fara í verkföll bara til að fara í verkföll. Þetta er mjög alvarlegur hlutur og það er enginn að leika sér í þessu. Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um boðun allsherjarverkfalls félagsmanna sinna. Atkvæðagreiðslan hefst hinn 29. mars og stendur til 5. apríl og ef verkfallsboðun verður samþykkt hæfist allsherjarverkfall félagsmanna á Akranesi hinn 12. apríl. Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Formaður VR segir verkalýðsfélögunum nauðugur sá kostur að boða til verkfalla til að þrýsta á körfur sínar gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Stærstu hótel landsins og hópbifreiðafyrirtækin séu mikilvæg í samfélaginu og vonandi dragi verkfallsboðun hjá þeim atvinnurekendur aftur að samningaborðinu. VR og Efling hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um röð verkfalla hjá tuttugu stærstu hótelunum og hópbifreiðafyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og í Hvergagerði. Aðgerðirnar munu fyrst um sinn standa yfir í einn dag og síðan þrjá og enda með allsherjarverkfalli hinn fyrsta maí. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til allsherjarverkfalls í apríl. Fyrstu sameiginlegu aðgerðir Eflingar og VR verða hinn 22. mars þegar félagsmenn félaganna fara í eins dags verkfall verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu, sem Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að boðað verði til í næstu viku. Áhrif aðgerðanna yrðu mikil þar sem þær munu ná yfir stóran hluta starfsmanna tuttugu stærstu hótelanna sem og hópferðabílafyrirtækja og má því segja að ferðaþjónustan lamist. Aðgerðirnar stigmagnast síðan með tveggja daga verkfalli hinn 28. mars, þriggja daga verkföllum sem myndu hefjast 3., 9., 15. og 23. mars og enda í ótímabundnu verkfalli hinn 1. maí hafi ekki samist. Ragnar Þór segir ekki tilviljun að aðgerðir beinist að þessum hópi fyrirtækja. „Fyrst og fremst vegna þess að þarna myndi ég segja að hafi verið gríðarlegur uppgangur á kostnað vinnuaflsins. Þarna er launastrúktúrinn nánast byggður upp á strípuðum töxtum,” segir Ragnar Þór. Aðeins starfsmenn sem verkföllin munu ná til greiða atkvæði um verkföllin. En þau munu til að mynda ná til Fosshótela, Íslandshótela, Flugleiðahótela, KEA og fleiri stórra hótela. Ragnar Þór segir þetta vera fyrirtæki sem séu það mikilvæg í íslensku samfélagi að aðgerðir gegn þeim muni þrýsta viðsemjendum aftur að borðinu. „Þetta snýst í rauninni ekki um að fara í verkföll bara til að fara í verkföll. Þetta er mjög alvarlegur hlutur og það er enginn að leika sér í þessu. Við erum einfaldlega nauðbeygð í aðgerðir og þá forum við í aðgerðir. Þetta er okkar helsta vopn. Til að fara í aðgerðir þurfa þær að bíta og við teljum að þær muni bíta fast í þessari atvinnugrein og hjá þessum fyrirtækjum,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um boðun allsherjarverkfalls félagsmanna sinna. Atkvæðagreiðslan hefst hinn 29. mars og stendur til 5. apríl og ef verkfallsboðun verður samþykkt hæfist allsherjarverkfall félagsmanna á Akranesi hinn 12. apríl.
Kjaramál Tengdar fréttir Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37 Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54 VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Kosið um allsherjarverkfall á Skaganum Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið að láta fara fram allsherjaatkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. 1. mars 2019 10:37
Efling stendur öðruvísi að næstu atkvæðagreiðslu um verkfall Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum. 1. mars 2019 10:54
VR stefnir á fimmtán verkfallsdaga og svo allsherjarstopp þann 1. maí Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall. 1. mars 2019 10:24