Nýtum færið Hörður Ægisson skrifar 1. mars 2019 07:00 Það hefur flest fallið með okkur á undanförnum árum. Þannig hafa utanaðkomandi þættir, hagstæð viðskiptakjör og lágt olíuverð, verið okkur hagfelldir og þá hefur stjórnvöldum tekist að leysa farsællega úr öllum stærstu eftirmálum fjármálahrunsins, ekki hvað síst við losun fjármagnshafta. Uppsveiflan hefur ekki byggst á erlendri skuldsetningu heldur einkum vexti útflutningstekna. Viðskiptaafgangur hefur verið viðvarandi og erlend staða þjóðarbúsins aldrei betri. Á sama tíma og við höfum upplifað efnahagsuppgang hefur verðbólgan haldist um eða undir verðbólgumarkmiði sem aftur hefur gefið Seðlabankanum færi á að lækka vexti. Þetta hefur með öðrum orðum verið einstakt tímabil í íslenskri hagsögu – og ef við förum ekki fram úr okkur er útlitið bjart. Lífskjör langsamlega flestra Íslendinga, en auðvitað ekki allra, hafa því batnað stórkostlega á aðeins örfáum árum. Frá 2015 hefur kaupmáttur aukist um fjórðung en til samanburðar nemur uppsöfnuð kaupmáttaraukning síðustu þrjátíu ára samanlagt um 65 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að sammælast um að leggja áherslu á að varðveita þennan mikla og skjóta árangur með skynsamlegum kjarasamningum, sem hafa það að markmiði að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára, en um leið horfa til sértækra aðgerða – með aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga – sem miða að því að bæta stöðu þeirra lægst launuðu, einkum á húsnæðismarkaði. Á slíkri niðurstöðu myndu allir launþegahópar græða. Hin leiðin, sem við þekkjum svo vel, myndi hins vegar aðeins færa okkur enn eina efnahagslegu kollsteypuna. Viðvarandi óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram framleiðniaukningu, er ein helsta ástæða þess að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í gengismálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessar einföldu hagstjórnarreglur hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Þær launakröfur sem nú eru settar fram í yfirstandandi kjaraviðræðum væru aðeins til þess fallnar að viðhalda þessu ástandi. Ekki aðeins myndum við sjá fram á tímabil aukinnar verðbólgu og vaxtahækkana Seðlabankans heldur yrði afleiðingin einnig meiri verðhækkanir en ella á fasteignamarkaði sem myndi hitta þá verst fyrir, einkum ungt fólk, sem nú eru að reyna að fjármagna kaup á eigin húsnæði. Það getur ekki verið markmiðið með kröfum sumra stéttarfélaganna. Ísland er í einstakri stöðu. Vegna sterkrar stöðu þjóðarbúsins – meðal annars hóflegrar verðbólgu, fjárlagaafgangs, lítilla skulda ríkissjóðs, mikils viðskiptaafgangs – eru allar forsendur fyrir hendi til að vextir geti lækkað enn frekar á komandi árum. Á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í síðustu viku benti Már Guðmundsson seðlabankastjóri á að „við værum örugglega með lægri vexti núna“ ef langtímaverðbólguvæntingar hefðu ekki farið hækkandi að undanförnu. Sú þróun hefur ekki síst stafað af óvissu á vinnumarkaði. Þá sagði seðlabankastjóri við sama tilefni að það væri „skrifað í kortin að ef við fáum kjarasamninga sem samrýmast verðbólgumarkmiðinu og við erum að horfa upp á þessa kólnun halda áfram með þessum hætti þá skapast svigrúm til þess að verðbólguvæntingarnar lækki og við getum lækkað vexti enn neðar“. Fyrir íslensk heimili myndi fátt hafa í för með sér meiri kjarabætur. Nýtum færið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það hefur flest fallið með okkur á undanförnum árum. Þannig hafa utanaðkomandi þættir, hagstæð viðskiptakjör og lágt olíuverð, verið okkur hagfelldir og þá hefur stjórnvöldum tekist að leysa farsællega úr öllum stærstu eftirmálum fjármálahrunsins, ekki hvað síst við losun fjármagnshafta. Uppsveiflan hefur ekki byggst á erlendri skuldsetningu heldur einkum vexti útflutningstekna. Viðskiptaafgangur hefur verið viðvarandi og erlend staða þjóðarbúsins aldrei betri. Á sama tíma og við höfum upplifað efnahagsuppgang hefur verðbólgan haldist um eða undir verðbólgumarkmiði sem aftur hefur gefið Seðlabankanum færi á að lækka vexti. Þetta hefur með öðrum orðum verið einstakt tímabil í íslenskri hagsögu – og ef við förum ekki fram úr okkur er útlitið bjart. Lífskjör langsamlega flestra Íslendinga, en auðvitað ekki allra, hafa því batnað stórkostlega á aðeins örfáum árum. Frá 2015 hefur kaupmáttur aukist um fjórðung en til samanburðar nemur uppsöfnuð kaupmáttaraukning síðustu þrjátíu ára samanlagt um 65 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að sammælast um að leggja áherslu á að varðveita þennan mikla og skjóta árangur með skynsamlegum kjarasamningum, sem hafa það að markmiði að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára, en um leið horfa til sértækra aðgerða – með aðkomu stjórnvalda og sveitarfélaga – sem miða að því að bæta stöðu þeirra lægst launuðu, einkum á húsnæðismarkaði. Á slíkri niðurstöðu myndu allir launþegahópar græða. Hin leiðin, sem við þekkjum svo vel, myndi hins vegar aðeins færa okkur enn eina efnahagslegu kollsteypuna. Viðvarandi óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram framleiðniaukningu, er ein helsta ástæða þess að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í gengismálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessar einföldu hagstjórnarreglur hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Þær launakröfur sem nú eru settar fram í yfirstandandi kjaraviðræðum væru aðeins til þess fallnar að viðhalda þessu ástandi. Ekki aðeins myndum við sjá fram á tímabil aukinnar verðbólgu og vaxtahækkana Seðlabankans heldur yrði afleiðingin einnig meiri verðhækkanir en ella á fasteignamarkaði sem myndi hitta þá verst fyrir, einkum ungt fólk, sem nú eru að reyna að fjármagna kaup á eigin húsnæði. Það getur ekki verið markmiðið með kröfum sumra stéttarfélaganna. Ísland er í einstakri stöðu. Vegna sterkrar stöðu þjóðarbúsins – meðal annars hóflegrar verðbólgu, fjárlagaafgangs, lítilla skulda ríkissjóðs, mikils viðskiptaafgangs – eru allar forsendur fyrir hendi til að vextir geti lækkað enn frekar á komandi árum. Á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í síðustu viku benti Már Guðmundsson seðlabankastjóri á að „við værum örugglega með lægri vexti núna“ ef langtímaverðbólguvæntingar hefðu ekki farið hækkandi að undanförnu. Sú þróun hefur ekki síst stafað af óvissu á vinnumarkaði. Þá sagði seðlabankastjóri við sama tilefni að það væri „skrifað í kortin að ef við fáum kjarasamninga sem samrýmast verðbólgumarkmiðinu og við erum að horfa upp á þessa kólnun halda áfram með þessum hætti þá skapast svigrúm til þess að verðbólguvæntingarnar lækki og við getum lækkað vexti enn neðar“. Fyrir íslensk heimili myndi fátt hafa í för með sér meiri kjarabætur. Nýtum færið.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun