Ferðamenn lentu í miklum ógöngum eftir að hafa fylgt GPS-tæki framhjá tveimur lokunum Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 13:34 Frá Hrafnseyrarheiði. Vísir/Egill Björgunarsveitarmenn á Þingeyri þurftu að sækja bandarískt par yfir Hrafnseyrarheiði sem hafði hunsað lokanir og festist á milli snjóflóða. Formaður björgunarsveitarinnar segir parið einfaldlega hafa hlýtt skipunum GPS-leiðsögutækisins sem sagði því að fara yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar þó svo að vegirnir um þær séu lokaðir stóran hluta vetrarins. Greint var fyrst frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Parið hringdi í neyðarlínuna upp úr klukkan sex í gærkvöldi en þá hafði það ekið yfir Hrafnseyrarheiði og ætlað sér yfir Dynjandisheiði en vegurinn um hana hafi verið ófær. Parið ætlaði þá aftur til Þingeyrar en þá hafði snjóflóð lokað veginum um Hrafnseyrarheiði. Kristján Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri, segir í samtali við Vísi veginn um Hrafnseyrarheiði alla jafnan lokaðan yfir veturinn en hann hafi verið opnaður af starfsmönnum sem vinna að gerð Dýrafjarðarganga fyrir um viku síðan til að geta komið mat og vistum til starfsmanna sem eru staðsettir í Arnarfirði. Vegurinn var því fær þegar parið fór yfir hann í gær en Kristján segir parið í raun hafa hunsað tvær lokanir þar sem vegfarendum er tilkynnt á ensku að vegurinn um Hrafnseyrarheiði sé ófær.Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði tengir saman Dýrafjörð og Arnarfjörð. Dýrafjarðargöng munu leysa þann veg af í náinni framtíðinni.Map.isSnjóflóðið sem lokaði heiðinni féll í Prestagili en þrír björgunarsveitarmenn lögðu af stað upp heiðina. Þegar að snjóflóðinu var komið fóru tveir úr bílnum og gengu til móts við bandaríska parið. Parið tók farangur sinn og skildi bílinn eftir, bílaleigubíll af gerðinni Dasia Duster, og gekk með björgunarsveitarmönnunum yfir snjóflóðið.Lítil flóð féllu á meðan björgunarsveitarmenn voru á heiðinni Á meðan björgunarsveitarmennirnir gengu að bandaríska parinu féllu lítil snjóflóð úr hlíðinni þar sem þriðji björgunarsveitarmaðurinn beið. Kristján Gunnarsson segir stöðuna hafa verið þannig að björgunarsveitarmennirnir hefðu einnig geta í raun fests á milli snjóflóða en til allrar hamingju gerðist það ekki í þetta skiptið. Félagar úr Björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri biðu fyrir neðan svæðið til að vera björgunarsveitarmönnunum innan handar ef eitthvað kæmi fyrir. Bandaríska parið hafði gist á Flateyri og var ferjað þangað. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá tíma að ná parinu niður af heiðinni. Kristján á ekki von á því að bílaleigubíllinn verði sóttur í bráð. Það hefur snjóað stöðugt á Þingeyri í dag og heiðin því ófær og óvíst hvenær vegurinn verður opnaður aftur.Alltof algengt Hann segir það alltof algengt að ferðamenn hunsi viðvaranir um lokanir á vegum. „Við erum að lenda oft í þessu. Ferðamennirnir hlýða GPS-tækjunum í einu og öllu sem segir þeim að þetta sé stysta leiðin til að komast hringinn um Vestfirði og það er ekki tekið tillit til færðar,“ segir Kristján. Hann segir að þeir aðilar sem bjóða ferðamönnum upp á gistingu verði að taka það á sig að leiðbeina þeim um færð á vegum. „Þeir mættu spyrja þá mátulega, án þess að vera njósna um fólkið, út í ferðir þeirra og hvetja til þess að kanna upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.“ Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Þingeyri þurftu að sækja bandarískt par yfir Hrafnseyrarheiði sem hafði hunsað lokanir og festist á milli snjóflóða. Formaður björgunarsveitarinnar segir parið einfaldlega hafa hlýtt skipunum GPS-leiðsögutækisins sem sagði því að fara yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar þó svo að vegirnir um þær séu lokaðir stóran hluta vetrarins. Greint var fyrst frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Parið hringdi í neyðarlínuna upp úr klukkan sex í gærkvöldi en þá hafði það ekið yfir Hrafnseyrarheiði og ætlað sér yfir Dynjandisheiði en vegurinn um hana hafi verið ófær. Parið ætlaði þá aftur til Þingeyrar en þá hafði snjóflóð lokað veginum um Hrafnseyrarheiði. Kristján Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri, segir í samtali við Vísi veginn um Hrafnseyrarheiði alla jafnan lokaðan yfir veturinn en hann hafi verið opnaður af starfsmönnum sem vinna að gerð Dýrafjarðarganga fyrir um viku síðan til að geta komið mat og vistum til starfsmanna sem eru staðsettir í Arnarfirði. Vegurinn var því fær þegar parið fór yfir hann í gær en Kristján segir parið í raun hafa hunsað tvær lokanir þar sem vegfarendum er tilkynnt á ensku að vegurinn um Hrafnseyrarheiði sé ófær.Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði tengir saman Dýrafjörð og Arnarfjörð. Dýrafjarðargöng munu leysa þann veg af í náinni framtíðinni.Map.isSnjóflóðið sem lokaði heiðinni féll í Prestagili en þrír björgunarsveitarmenn lögðu af stað upp heiðina. Þegar að snjóflóðinu var komið fóru tveir úr bílnum og gengu til móts við bandaríska parið. Parið tók farangur sinn og skildi bílinn eftir, bílaleigubíll af gerðinni Dasia Duster, og gekk með björgunarsveitarmönnunum yfir snjóflóðið.Lítil flóð féllu á meðan björgunarsveitarmenn voru á heiðinni Á meðan björgunarsveitarmennirnir gengu að bandaríska parinu féllu lítil snjóflóð úr hlíðinni þar sem þriðji björgunarsveitarmaðurinn beið. Kristján Gunnarsson segir stöðuna hafa verið þannig að björgunarsveitarmennirnir hefðu einnig geta í raun fests á milli snjóflóða en til allrar hamingju gerðist það ekki í þetta skiptið. Félagar úr Björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri biðu fyrir neðan svæðið til að vera björgunarsveitarmönnunum innan handar ef eitthvað kæmi fyrir. Bandaríska parið hafði gist á Flateyri og var ferjað þangað. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá tíma að ná parinu niður af heiðinni. Kristján á ekki von á því að bílaleigubíllinn verði sóttur í bráð. Það hefur snjóað stöðugt á Þingeyri í dag og heiðin því ófær og óvíst hvenær vegurinn verður opnaður aftur.Alltof algengt Hann segir það alltof algengt að ferðamenn hunsi viðvaranir um lokanir á vegum. „Við erum að lenda oft í þessu. Ferðamennirnir hlýða GPS-tækjunum í einu og öllu sem segir þeim að þetta sé stysta leiðin til að komast hringinn um Vestfirði og það er ekki tekið tillit til færðar,“ segir Kristján. Hann segir að þeir aðilar sem bjóða ferðamönnum upp á gistingu verði að taka það á sig að leiðbeina þeim um færð á vegum. „Þeir mættu spyrja þá mátulega, án þess að vera njósna um fólkið, út í ferðir þeirra og hvetja til þess að kanna upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.“
Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira