Ræða róttækar breytingar á Meistaradeildinni á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 12:00 Cristiano Ronaldo með Meistaradeildarbikarinn sem hann hefur unnið fimm sinnum eftir að keppnin tók upp núverandi fyrirkomulag. Vísir/Getty Miklar breytingar gætu verið í farvatninu í Meistaradeildinni í fótbolta ef að róttækar breytingar verða samþykktar á hugmyndafundi UEFA og stærstu félaganna í Evrópu sem fer fram á morgun. Breytingarnar sem yrðu ekki teknar upp fyrr en árið 2024 myndu meðal annars hafa mikil áhrif á leiki í ensku úrvalsdeildinni og öðrum toppdeildum í Evrópu. Það gæti líka orðið enn fjarlægari draumur fyrir íslensk félög að komast í Meistaradeildina ef þær verða samþykktar. Fundurinn fer fram í Nyon í Sviss og þar munu menn leggja fram hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag Meistaradeildarinnar.WallStreetJournal hefur aflað sér upplýsinga um þessar tillögur og samkvæmt heimildum þeirra snýr ein þeirra að taka upp lokaðra kerfi þar sem lið falla og vinna sér sæti í Meistaradeildinni.Champions League proposals could see introduction of weekend matches and relegation @Tom_Morgshttps://t.co/lFcZmGFLdE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 18, 2019Með því yrði mjög erfitt fyrir minni liðin að komast í Meistaradeildina og stærstu félögin væru um leið nánast með öruggt sæti. Önnur tillaga snýr að því að færa leiki í Meistaradeildinni frá miðri viku yfir á helgarnar. Deildarkeppnir landanna hafa átt helgarnar hingað til en Meistaradeildina sækist í söluvænni leiktíma á föstudögum, laugardögum og sunnudögun. Öflugustu stuðningsmennirnir fyrir þessum breytingum eru sögð vera lið utan Englands. Þar snýst þetta aðallega um tekjur. Liðið í neðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni fær sem dæmi meiri tekjur í gegnum verðlaunafé og sjónvarptekjur en meistararnir í Frakklandi. Möguleg súperdeild bestu liða Evrópu hefur líka verið á teikniborðinu þar sem RealMadrid hefur verið í fararbroddi. Bestu liðin myndu þá losna undan hrömmum UEFA. Þær hugmyndir hafa aftur á móti fengið hörð viðbrögð frá GianniInfantino, forseta FIFA, sem hótaði því að ef af þessu yrði þá fengju leikmenn liða eins og Arsenal, Chelsea, Liverpool, ManchesterCity og ManchesterUnited ekki að taka þátt í heimsmeistarakeppninni. Menn þurfa því að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Miklar breytingar gætu verið í farvatninu í Meistaradeildinni í fótbolta ef að róttækar breytingar verða samþykktar á hugmyndafundi UEFA og stærstu félaganna í Evrópu sem fer fram á morgun. Breytingarnar sem yrðu ekki teknar upp fyrr en árið 2024 myndu meðal annars hafa mikil áhrif á leiki í ensku úrvalsdeildinni og öðrum toppdeildum í Evrópu. Það gæti líka orðið enn fjarlægari draumur fyrir íslensk félög að komast í Meistaradeildina ef þær verða samþykktar. Fundurinn fer fram í Nyon í Sviss og þar munu menn leggja fram hugmyndir um framtíðarfyrirkomulag Meistaradeildarinnar.WallStreetJournal hefur aflað sér upplýsinga um þessar tillögur og samkvæmt heimildum þeirra snýr ein þeirra að taka upp lokaðra kerfi þar sem lið falla og vinna sér sæti í Meistaradeildinni.Champions League proposals could see introduction of weekend matches and relegation @Tom_Morgshttps://t.co/lFcZmGFLdE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 18, 2019Með því yrði mjög erfitt fyrir minni liðin að komast í Meistaradeildina og stærstu félögin væru um leið nánast með öruggt sæti. Önnur tillaga snýr að því að færa leiki í Meistaradeildinni frá miðri viku yfir á helgarnar. Deildarkeppnir landanna hafa átt helgarnar hingað til en Meistaradeildina sækist í söluvænni leiktíma á föstudögum, laugardögum og sunnudögun. Öflugustu stuðningsmennirnir fyrir þessum breytingum eru sögð vera lið utan Englands. Þar snýst þetta aðallega um tekjur. Liðið í neðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni fær sem dæmi meiri tekjur í gegnum verðlaunafé og sjónvarptekjur en meistararnir í Frakklandi. Möguleg súperdeild bestu liða Evrópu hefur líka verið á teikniborðinu þar sem RealMadrid hefur verið í fararbroddi. Bestu liðin myndu þá losna undan hrömmum UEFA. Þær hugmyndir hafa aftur á móti fengið hörð viðbrögð frá GianniInfantino, forseta FIFA, sem hótaði því að ef af þessu yrði þá fengju leikmenn liða eins og Arsenal, Chelsea, Liverpool, ManchesterCity og ManchesterUnited ekki að taka þátt í heimsmeistarakeppninni. Menn þurfa því að stíga varlega til jarðar í þessum málum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira