Fokheldur menningarsalur á Selfossi í 33 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. mars 2019 19:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sem skoðaði ófullgerða menningarsalinn á Selfossi nýlega með forsvarsmönnum Árborgar og Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni Vinstri grænna. Magnús Hlynur Hreiðrasson. Ófullgerður Menningarsalur Suðurlands á Selfossi er eitt best geymda leyndarmál Suðurlands, segir forsætisráðherra en salurinn hefur staðið fokheldur í þrjátíu og þrjú ár. Ráðherra er bjartsýnn á að eitthvað fari að gerast í málefnum salarins. Það er ótrúlegt en dagsatt en menningarsalurinn hefur staðið svona hrár og ófullgerður í 33 ár, eða frá 1986 í Hótel Selfossi. Salurinn tekur um 300 manns í sæti og í honum er stórt svið og kjallari undir því öllu. Bæjarfulltrúar í Árborg hafa fengið þingmenn og ráðherra í heimsóknir síðustu misseri til að sína þeim salinn í þeirri von að eitthvað fari að gerast í málinu. Gert er ráð fyrir að það kosti 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið stand og er þá vonast eftir myndarlegu framlagi frá ríkinu til verksins, auk framlags frá Árborg. Katrín Jakobsdóttir, skoðaði menningarsalinn nýlega í fyrsta skipti með forsvarsmönnum sveitarfélagsins. „Já, mér finnst þessu vel lýst sem einu best geymda leyndarmáli Suðurlands. Það er ljóst að það þarf ekki mikið til svo hér geti verið mikil og blómleg menningarstarfsemi og ég veit auðvitað að það er mikill áhugi á því í héraði. Ég hef auðvitað heyrt um þennan menningarsal í töluvert mörg ár en það er dálítið gaman að koma og fá að sjá hann. Ég hafði ekki áttað mig á því að hann væri hér eiginlega inn á hótelinu en ég hafði heldur ekki áttað mig á því hvað það eru mikil tækifæri, sem felast í þessu rými,“ segir Katrín. Það er talið að það geti kostað um 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið ástand þannig að sómi sé af.Magnús Hlynur Katrín var spurð hvort hún væri með peninga á sér þegar hún heimsótti salinn. „Nei, ég er aldrei með neina peninga í vasanum en ég er nokkuð viss um það í ljósi þess hvað margir þingmenn og ráðherrar hafa komið hingað að undanförnu að það eru allir mjög meðvitaðir um þetta mál.“ Katrín segist ekki geta lofað því að salurinn komist í gagnið með stuðningi ríkisvaldsins en hún lofar því að skoða málið vel með menntamálaráðherra og þær skoði hvaða leiðir séu færar. Árborg Menning Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Ófullgerður Menningarsalur Suðurlands á Selfossi er eitt best geymda leyndarmál Suðurlands, segir forsætisráðherra en salurinn hefur staðið fokheldur í þrjátíu og þrjú ár. Ráðherra er bjartsýnn á að eitthvað fari að gerast í málefnum salarins. Það er ótrúlegt en dagsatt en menningarsalurinn hefur staðið svona hrár og ófullgerður í 33 ár, eða frá 1986 í Hótel Selfossi. Salurinn tekur um 300 manns í sæti og í honum er stórt svið og kjallari undir því öllu. Bæjarfulltrúar í Árborg hafa fengið þingmenn og ráðherra í heimsóknir síðustu misseri til að sína þeim salinn í þeirri von að eitthvað fari að gerast í málinu. Gert er ráð fyrir að það kosti 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið stand og er þá vonast eftir myndarlegu framlagi frá ríkinu til verksins, auk framlags frá Árborg. Katrín Jakobsdóttir, skoðaði menningarsalinn nýlega í fyrsta skipti með forsvarsmönnum sveitarfélagsins. „Já, mér finnst þessu vel lýst sem einu best geymda leyndarmáli Suðurlands. Það er ljóst að það þarf ekki mikið til svo hér geti verið mikil og blómleg menningarstarfsemi og ég veit auðvitað að það er mikill áhugi á því í héraði. Ég hef auðvitað heyrt um þennan menningarsal í töluvert mörg ár en það er dálítið gaman að koma og fá að sjá hann. Ég hafði ekki áttað mig á því að hann væri hér eiginlega inn á hótelinu en ég hafði heldur ekki áttað mig á því hvað það eru mikil tækifæri, sem felast í þessu rými,“ segir Katrín. Það er talið að það geti kostað um 350 til 400 milljónir króna að koma salnum í fullkomið ástand þannig að sómi sé af.Magnús Hlynur Katrín var spurð hvort hún væri með peninga á sér þegar hún heimsótti salinn. „Nei, ég er aldrei með neina peninga í vasanum en ég er nokkuð viss um það í ljósi þess hvað margir þingmenn og ráðherrar hafa komið hingað að undanförnu að það eru allir mjög meðvitaðir um þetta mál.“ Katrín segist ekki geta lofað því að salurinn komist í gagnið með stuðningi ríkisvaldsins en hún lofar því að skoða málið vel með menntamálaráðherra og þær skoði hvaða leiðir séu færar.
Árborg Menning Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira