Handbolti

Ómar Ingi og Janus Daði bikarmeistarar í Danmörku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Álaborgar fagna
Leikmenn Álaborgar fagna vísir/getty
Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason eru danskir bikarmeistarar í handbolta eftir sigur Álaborgar í úrslitaleik bikarsins í dag.

Ómar Ingi átti stórleik í undanúrslitunum í gær og honum líður greinilega vel í höllinni í Herning því hann var einnig frábær í dag.

Hann setti fimm mörk í 28-27 sigri Álaborgar á Skanderborg og var markahæstur með Rene Antonsen. Janus Daði skoraði eitt mark.

Álaborg byrjaði leikinn betur en Skanderborg kom til baka og leiddi leikinn í hálfleik 16-14.

Álaborg kom aftur inn af krafti í seinni hálfleik og var fljótt að komast yfir aftur. Munurinn var kominn í þrjú mörk þegar fimm mínútur lifðu af leiknum, Skanderborg náði ekki að vinna það upp og Álaborg fagnaði sigri.

Þetta er annað árið í röð sem Álaborg verður bikarmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×