Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2019 12:55 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Þetta segir Þórhildur Sunna sem var gestur ásamt Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna á Sprengisandi í morgun. Margir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa talað fyrir því að dómi MDE verði áfrýjað til yfirdeildar. Áslaug Arna segir að það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að fá skýrari svör frá dómstólnum með því að áfrýja til yfirdeildar. Þórhildur Sunna tekur mið af tilkynningu dómstólasýslunnar sem segir að mikilvægt sé að kanna hver áhrifin yrðu fyrir Ísland ef ákvörðun yrði tekin um að áfrýja dómnum, sér í lagi til að eyða þeirri óvissu sem Landsréttur hafi mátt búa við frá því hann tók til starfa. „Þeim finnst líka mikilvægt traustum stoðum verði skotið undir Landsrétt svo fljótt sem verða má í stað þess að lagalegur grundvöllur hans verði áfram dreginn í efa. Þetta er eitthvað sem segir mér að Dómstólasýslan er ekki endilega á sömu blaðsíðu og, að því er virðist, flestir ráðherrar ríkistjórnarinnar að það sé nauðsynlegt og endilega æskilegt að áfrýja málinu.“ Þórhildur Sunna segir að í ljósi þeirrar réttaróvissu sem við búum við sé nauðsynlegt að vinna að því að finna varanlega lausn í málinu þannig að lögmæti Landsréttar verði ekki neinum vafa undirorpið. Dómarar MDE vísa sjálfir málum til yfirdeildar Hún bendir á að dómarar sem starfa við MDE beri ábyrgð á því að vísa málum til yfirdeildar ef þeir telji að mál sé með einhverjum hætti í andstöðu við dómafordæmi. Reglur MDE leggi þessar skyldur á herðar dómaranna. „Það er sérstök skrifstofa líka sem hefur eftirlit með þessu og fylgist með því að það sé verið að fylgja dómafordæmum dómstólsins. Þannig að þetta er ekki þannig að dómstóllinn hafi núna bara riðið fram á vaðið og ákveðið að vera voðalega ábyrgðarlaus heldur eru ákveðin ferli í kringum þetta. Það er mjög sjaldgæft að áfrýjun sé tekin fyrir. Það er í kannski svona 5% tilfella. Í fyrra held ég að hafi verið um 155 tilfelli að ræða þar sem áfrýjað var til yfirdómstólsins og þeir tóku fyrir 7,“ segir Þórhildur Sunna. Hún segir að áfrýjunarferlið geti tekið langan tíma og spyr hver sé ávinningurinn af því halda réttarkerfinu áfram í óvissu. „Mér finnst dómurinn mjög skýr og mér finnst hann rökstyðja mál sitt mjög vel,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Þetta segir Þórhildur Sunna sem var gestur ásamt Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna á Sprengisandi í morgun. Margir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa talað fyrir því að dómi MDE verði áfrýjað til yfirdeildar. Áslaug Arna segir að það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að fá skýrari svör frá dómstólnum með því að áfrýja til yfirdeildar. Þórhildur Sunna tekur mið af tilkynningu dómstólasýslunnar sem segir að mikilvægt sé að kanna hver áhrifin yrðu fyrir Ísland ef ákvörðun yrði tekin um að áfrýja dómnum, sér í lagi til að eyða þeirri óvissu sem Landsréttur hafi mátt búa við frá því hann tók til starfa. „Þeim finnst líka mikilvægt traustum stoðum verði skotið undir Landsrétt svo fljótt sem verða má í stað þess að lagalegur grundvöllur hans verði áfram dreginn í efa. Þetta er eitthvað sem segir mér að Dómstólasýslan er ekki endilega á sömu blaðsíðu og, að því er virðist, flestir ráðherrar ríkistjórnarinnar að það sé nauðsynlegt og endilega æskilegt að áfrýja málinu.“ Þórhildur Sunna segir að í ljósi þeirrar réttaróvissu sem við búum við sé nauðsynlegt að vinna að því að finna varanlega lausn í málinu þannig að lögmæti Landsréttar verði ekki neinum vafa undirorpið. Dómarar MDE vísa sjálfir málum til yfirdeildar Hún bendir á að dómarar sem starfa við MDE beri ábyrgð á því að vísa málum til yfirdeildar ef þeir telji að mál sé með einhverjum hætti í andstöðu við dómafordæmi. Reglur MDE leggi þessar skyldur á herðar dómaranna. „Það er sérstök skrifstofa líka sem hefur eftirlit með þessu og fylgist með því að það sé verið að fylgja dómafordæmum dómstólsins. Þannig að þetta er ekki þannig að dómstóllinn hafi núna bara riðið fram á vaðið og ákveðið að vera voðalega ábyrgðarlaus heldur eru ákveðin ferli í kringum þetta. Það er mjög sjaldgæft að áfrýjun sé tekin fyrir. Það er í kannski svona 5% tilfella. Í fyrra held ég að hafi verið um 155 tilfelli að ræða þar sem áfrýjað var til yfirdómstólsins og þeir tóku fyrir 7,“ segir Þórhildur Sunna. Hún segir að áfrýjunarferlið geti tekið langan tíma og spyr hver sé ávinningurinn af því halda réttarkerfinu áfram í óvissu. „Mér finnst dómurinn mjög skýr og mér finnst hann rökstyðja mál sitt mjög vel,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15
Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15
Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00