Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2019 10:45 Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. Vísir/vilhelm Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. Þetta kemur fram í The Washington Post sem vísar í stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins en Viljinn skrifaði um þetta fyrstur innlendra miðla. Tarrant sendi forsætisráðherra Nýja-Sjálands téða stefnuyfirlýsingu í tölvupósti skömmu áður en hann lét til skarar skríða. Tarrant myrti fimmtíu manns og særði aðra fimmtíu sem sóttu bænastarf í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag. Hann var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og var ákærður fyrir morðin. Tarrant ferðaðist víða um heim undanfarin ár en hann segir sjálfur í stefnuyfirlýsingu sinni að Evrópuferðalagið árið 2017 hefði haft djúpstæð áhrif á hann. Lögregluyfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að kortleggja ferðir Tarrants. Þau reyna að hafa uppi á fólki sem hann gæti hafa hitt á ferðalögum sínum. Hann ferðaðist víða um heim í aðdraganda hryðjuverkanna og meðal annars til landa á borð við Norður-Kóreu, Tyrkland, Pakistan, Norðurlandanna og landa í Vestur-Evrópu. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er 74 blaðsíðna skjal sem einkennist af hatursorðræðu í garð innflytjenda og múslima, lýsir hann meðal annars yfir aðdáun sinni á Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamanninum sem tók 77 manns af lífi í Útey og Osló árið 2011. Hann segist hafa fylgst náið með forsetakosningunum í Frakklandi árið 2017 og hafa orðið reiður yfir innflytjendastefnu Frakka.Fjölskylda hryðjuverkamannsins er í áfalli.Vísir/APFjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir að heimshornaflakkið hefði breytt honum. Tarrant hefði ekki verið sami maður þegar hann kom til baka og hún þekki áður. Fitzgerald segist vera í algjöru áfalli yfir því að einhver í fjölskyldunni hennar hefði getað framið slíkt illvirki. Þetta sé einfaldlega of mikið til að hún geti meðtekið þetta. Amma Tarrants segir að fráfall föður hans hefði fengið mjög á hann en faðir hans lést úr krabbameini árið 2010. Fjölskylda Tarrants hafði ekki hugmynd um hann hefði þessar myrku fyrirætlanir og segir fjölskylduna alla vera í miklu áfalli. Systir og móðir Tarrants dveljast nú í húsnæði undir lögregluvernd. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Hryðjuverkamaðurinn leiddur fyrir dómara Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. 15. mars 2019 23:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. Þetta kemur fram í The Washington Post sem vísar í stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins en Viljinn skrifaði um þetta fyrstur innlendra miðla. Tarrant sendi forsætisráðherra Nýja-Sjálands téða stefnuyfirlýsingu í tölvupósti skömmu áður en hann lét til skarar skríða. Tarrant myrti fimmtíu manns og særði aðra fimmtíu sem sóttu bænastarf í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag. Hann var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og var ákærður fyrir morðin. Tarrant ferðaðist víða um heim undanfarin ár en hann segir sjálfur í stefnuyfirlýsingu sinni að Evrópuferðalagið árið 2017 hefði haft djúpstæð áhrif á hann. Lögregluyfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að kortleggja ferðir Tarrants. Þau reyna að hafa uppi á fólki sem hann gæti hafa hitt á ferðalögum sínum. Hann ferðaðist víða um heim í aðdraganda hryðjuverkanna og meðal annars til landa á borð við Norður-Kóreu, Tyrkland, Pakistan, Norðurlandanna og landa í Vestur-Evrópu. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er 74 blaðsíðna skjal sem einkennist af hatursorðræðu í garð innflytjenda og múslima, lýsir hann meðal annars yfir aðdáun sinni á Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamanninum sem tók 77 manns af lífi í Útey og Osló árið 2011. Hann segist hafa fylgst náið með forsetakosningunum í Frakklandi árið 2017 og hafa orðið reiður yfir innflytjendastefnu Frakka.Fjölskylda hryðjuverkamannsins er í áfalli.Vísir/APFjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir að heimshornaflakkið hefði breytt honum. Tarrant hefði ekki verið sami maður þegar hann kom til baka og hún þekki áður. Fitzgerald segist vera í algjöru áfalli yfir því að einhver í fjölskyldunni hennar hefði getað framið slíkt illvirki. Þetta sé einfaldlega of mikið til að hún geti meðtekið þetta. Amma Tarrants segir að fráfall föður hans hefði fengið mjög á hann en faðir hans lést úr krabbameini árið 2010. Fjölskylda Tarrants hafði ekki hugmynd um hann hefði þessar myrku fyrirætlanir og segir fjölskylduna alla vera í miklu áfalli. Systir og móðir Tarrants dveljast nú í húsnæði undir lögregluvernd.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Hryðjuverkamaðurinn leiddur fyrir dómara Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. 15. mars 2019 23:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Hryðjuverkamaðurinn leiddur fyrir dómara Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. 15. mars 2019 23:45