Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. mars 2019 12:45 Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast með þeim að samningaborðinu. Í dag fer fram samstöðufundur með flóttafólki á Austurvelli, en á sama tíma mótmælir Íslenska þjóðfylkingin meintu ofbeldi hælisleitenda í garð lögreglu. Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki á Austurvelli í dag, en mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Hafa þeir gist á Austurvelli en mótmælin hófust síðastliðinn mánudag. Mótmælendur settu fram kröfur í fimm liðum sem beint er til íslenskra stjórnvalda og ætla þeir ekki að yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld eru tilbúin að setjast með þeim að samningaborðinu og ræða kröfur þeirra. Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til þögulla og friðsamlegra mótmæla á milli klukkan 13 og 14 á Austurvelli í dag, á sama tíma og samstöðufundurinn fer fram. Þjóðfylkingin hvetur fólk til að mæta með íslenska fánann og mómæta meintu ofbeldi sem þeir telja að hælisleitendur hafi sýnt samfélaginu og lögreglu í vikunni. „Það sáu allir sem skoðuðu fréttamyndir frá mánudeginum að viðbrögð lögreglu voru úr hófi og í engu samræmi við það sem var að gerast hérna. Þjóðfylkingin má að sjálfsögðu koma sínum sjónarmiðum á framfæri líkt og aðrir. Það verður allt í friði hér í dag líkt og búið er að vera undanfarna daga. Alla daga hefur fólk komið hingað, gefið mat og boðið heimili sín til afnota. Samstöðugleðin í dag er fyrst og fremst haldin til að fagna þeim mikla samhug sem er í samfélaginu. Það verður tónlist, matur, drykkir og ræðuhöld. Íslendingum gefst færi á að hitta og ræða við þetta fólk, sjá aðstæður þess og reyna að skilja þeirra sjónarmið,“ sagði Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona No Borders. Samstöðufundurinn fer fram á Austurvelli í dag á milli klukkan 12 og 15.Loka þurfti ummælakerfinu við fréttina vegna hatursfullra ummæla. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast með þeim að samningaborðinu. Í dag fer fram samstöðufundur með flóttafólki á Austurvelli, en á sama tíma mótmælir Íslenska þjóðfylkingin meintu ofbeldi hælisleitenda í garð lögreglu. Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki á Austurvelli í dag, en mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Hafa þeir gist á Austurvelli en mótmælin hófust síðastliðinn mánudag. Mótmælendur settu fram kröfur í fimm liðum sem beint er til íslenskra stjórnvalda og ætla þeir ekki að yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld eru tilbúin að setjast með þeim að samningaborðinu og ræða kröfur þeirra. Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til þögulla og friðsamlegra mótmæla á milli klukkan 13 og 14 á Austurvelli í dag, á sama tíma og samstöðufundurinn fer fram. Þjóðfylkingin hvetur fólk til að mæta með íslenska fánann og mómæta meintu ofbeldi sem þeir telja að hælisleitendur hafi sýnt samfélaginu og lögreglu í vikunni. „Það sáu allir sem skoðuðu fréttamyndir frá mánudeginum að viðbrögð lögreglu voru úr hófi og í engu samræmi við það sem var að gerast hérna. Þjóðfylkingin má að sjálfsögðu koma sínum sjónarmiðum á framfæri líkt og aðrir. Það verður allt í friði hér í dag líkt og búið er að vera undanfarna daga. Alla daga hefur fólk komið hingað, gefið mat og boðið heimili sín til afnota. Samstöðugleðin í dag er fyrst og fremst haldin til að fagna þeim mikla samhug sem er í samfélaginu. Það verður tónlist, matur, drykkir og ræðuhöld. Íslendingum gefst færi á að hitta og ræða við þetta fólk, sjá aðstæður þess og reyna að skilja þeirra sjónarmið,“ sagði Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona No Borders. Samstöðufundurinn fer fram á Austurvelli í dag á milli klukkan 12 og 15.Loka þurfti ummælakerfinu við fréttina vegna hatursfullra ummæla.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00