Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Þórarinn Þórarinsson skrifar 16. mars 2019 08:00 "Engin manneskja er ólögleg.“ Boðskapur mótmælendanna í tjaldinu á Austurvelli er skýr og Sema Erla er í hópi þeirra sem taka undir þetta og mun standa við þessi orð á fundi á Austurvelli í dag. FBL/sigtryggur Ari Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til „þögulla og friðsamra mótmæla“ milli klukkan 13-14 á Austurvelli í dag og hvetur fólk til þess að mæta með íslenska fánann og mótmæla „ofbeldi sem hælisleitendur sýndu samfélaginu og lögreglunni í vikunni,“ eins og það er orðað. Á sama stað og tíma verður samstöðufundur með flóttafólki og þar verður mannréttindabaráttukonan Sema Erla Serdar framarlega í flokki. Þessum tveimur hópum mótmælenda laust síðast saman á Austurvelli sumarið 2016 þegar Þjóðfylkingin mótmælti nýjum útlendingalögum. „Þeir eru enn reiðir yfir því að vorum þarna á sínum tíma og svo boða þeir núna til mótmæla gegn mótmælunum sem hafa staðið yfir og standa enn,“ segir Sema Erla við Fréttablaðið. Hún segir stöðuna því óneitanlega svipaða og 2016. „Þetta er samstöðufundur með flóttafólki og öðrum minnihlutahópum og beinist ekkert gegn Þjóðfylkingunni sérstaklega.“Allir hafa sama rétt „Þessi hópur talar mikið um að þau megi ekki koma sínum málflutningi á framfæri sem er náttúrlega bara þvæla,“ segir Sema um Þjóðfylkinguna. „Hér ríkir auðvitað tjáningarfrelsi og frelsi til að mótmæla og aðrir eiga þar sama rétt og þjóðernissinnar þannig að það er náttúrlega svolítil hræsni fólgin í því að kvarta undan slíkri þöggun en stunda hana svo á sama tíma.“Félagar í Íslensku þjóðfylkingunni stóðu fyrir þögulum mótmælum á Austurvelli 2016 og endurtaka leikinn í dag. Þögnin var þó ekki alger þar sem mótmælum þeirra var mótmælt á sama tíma. FBL/stefánÓþolandi ógeð „Það sem er líka óþolandi í þessu er að það er ógeðslegt að boða til mótmæla gegn minnihlutahópum. Eitt er að mótmæla stefnu stjórnvalda eða stjórnmálaflokka en það er ólíðandi í okkar samfélagi að boða til mótmæla til höfuðs fólki sem er í sérstaklega viðkvæmri stöðu.“ Sema segir víða brotið á réttindum flóttafólks og að í raun séu þau aðeins að fara fram á að mannréttindi þeirra séu virt“ segir hún og hafnar alfarið þeirri hugmynd að með kröfum sínum sé flóttafólkið með frekju. „Þetta er auðvitað fáránlegur málflutningur og vart svaraverður. Það er auðvitað engin frekja að tala fyrir almennum mannréttindum og gegn félagslegri einangrun og skertri heilbrigðisþjónustu. Þetta er bara ákall um að réttindi fólks á flótta séu virt á við réttindi annars fólks og þessar kröfur eru mjög hógværar og eðlilegar.“ Getum gert meira „Þetta fólk er í gríðarlega viðkvæmri stöðu og hefur upplifað hluti sem ekkert okkar getur ímyndað sér og glímir við alls konar líkamlega og andlega kvilla,“ segir Sema. „Móttökur okkar hafa áhrif á þessa einstaklinga og við getum og eigum bara að gera miklu betur fyrir þessa fáu sem koma hingað í leit að skjóli og vernd. Stjórnvöld skortir bara allan vilja til þess. Við viljum að allir eigi sama rétt og búi við mannréttindi og mannúð. Þetta snýst bara um að mæta, sýna samstöðu og senda skýr skilaboð um að við sem samfélag samþykkjum ekki hatur, öfgar og fordóma. Það er tilgangurinn með þessu. Hatrið mun aldrei sigra. Öfgarnar munu aldrei fá að hafa yfirhöndina. Jörðin er okkar allra og við eigum öll sama rétt á að lifa á henni.“ thorarinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar undrast framgöngu lögreglu á Austurvelli Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er undrandi á viðbrögðum lögreglu gagnvart hópi mótmælenda á Austurvelli í dag. 12. mars 2019 01:14 Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44 Tilkynnir ummæli um hryðjuverkaárásina í Christchurch til lögreglu Segir þau ýta undir og hvetja til ofbeldis í garð minnihlutahóps í íslenskum samfélagi. 15. mars 2019 14:58 Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að stemningin á Austurvelli hafi verið önnur í dag en hún var í gær þegar tveir mótmælendur voru handteknir og til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögregluþjóna. 12. mars 2019 22:30 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til „þögulla og friðsamra mótmæla“ milli klukkan 13-14 á Austurvelli í dag og hvetur fólk til þess að mæta með íslenska fánann og mótmæla „ofbeldi sem hælisleitendur sýndu samfélaginu og lögreglunni í vikunni,“ eins og það er orðað. Á sama stað og tíma verður samstöðufundur með flóttafólki og þar verður mannréttindabaráttukonan Sema Erla Serdar framarlega í flokki. Þessum tveimur hópum mótmælenda laust síðast saman á Austurvelli sumarið 2016 þegar Þjóðfylkingin mótmælti nýjum útlendingalögum. „Þeir eru enn reiðir yfir því að vorum þarna á sínum tíma og svo boða þeir núna til mótmæla gegn mótmælunum sem hafa staðið yfir og standa enn,“ segir Sema Erla við Fréttablaðið. Hún segir stöðuna því óneitanlega svipaða og 2016. „Þetta er samstöðufundur með flóttafólki og öðrum minnihlutahópum og beinist ekkert gegn Þjóðfylkingunni sérstaklega.“Allir hafa sama rétt „Þessi hópur talar mikið um að þau megi ekki koma sínum málflutningi á framfæri sem er náttúrlega bara þvæla,“ segir Sema um Þjóðfylkinguna. „Hér ríkir auðvitað tjáningarfrelsi og frelsi til að mótmæla og aðrir eiga þar sama rétt og þjóðernissinnar þannig að það er náttúrlega svolítil hræsni fólgin í því að kvarta undan slíkri þöggun en stunda hana svo á sama tíma.“Félagar í Íslensku þjóðfylkingunni stóðu fyrir þögulum mótmælum á Austurvelli 2016 og endurtaka leikinn í dag. Þögnin var þó ekki alger þar sem mótmælum þeirra var mótmælt á sama tíma. FBL/stefánÓþolandi ógeð „Það sem er líka óþolandi í þessu er að það er ógeðslegt að boða til mótmæla gegn minnihlutahópum. Eitt er að mótmæla stefnu stjórnvalda eða stjórnmálaflokka en það er ólíðandi í okkar samfélagi að boða til mótmæla til höfuðs fólki sem er í sérstaklega viðkvæmri stöðu.“ Sema segir víða brotið á réttindum flóttafólks og að í raun séu þau aðeins að fara fram á að mannréttindi þeirra séu virt“ segir hún og hafnar alfarið þeirri hugmynd að með kröfum sínum sé flóttafólkið með frekju. „Þetta er auðvitað fáránlegur málflutningur og vart svaraverður. Það er auðvitað engin frekja að tala fyrir almennum mannréttindum og gegn félagslegri einangrun og skertri heilbrigðisþjónustu. Þetta er bara ákall um að réttindi fólks á flótta séu virt á við réttindi annars fólks og þessar kröfur eru mjög hógværar og eðlilegar.“ Getum gert meira „Þetta fólk er í gríðarlega viðkvæmri stöðu og hefur upplifað hluti sem ekkert okkar getur ímyndað sér og glímir við alls konar líkamlega og andlega kvilla,“ segir Sema. „Móttökur okkar hafa áhrif á þessa einstaklinga og við getum og eigum bara að gera miklu betur fyrir þessa fáu sem koma hingað í leit að skjóli og vernd. Stjórnvöld skortir bara allan vilja til þess. Við viljum að allir eigi sama rétt og búi við mannréttindi og mannúð. Þetta snýst bara um að mæta, sýna samstöðu og senda skýr skilaboð um að við sem samfélag samþykkjum ekki hatur, öfgar og fordóma. Það er tilgangurinn með þessu. Hatrið mun aldrei sigra. Öfgarnar munu aldrei fá að hafa yfirhöndina. Jörðin er okkar allra og við eigum öll sama rétt á að lifa á henni.“ thorarinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar undrast framgöngu lögreglu á Austurvelli Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er undrandi á viðbrögðum lögreglu gagnvart hópi mótmælenda á Austurvelli í dag. 12. mars 2019 01:14 Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44 Tilkynnir ummæli um hryðjuverkaárásina í Christchurch til lögreglu Segir þau ýta undir og hvetja til ofbeldis í garð minnihlutahóps í íslenskum samfélagi. 15. mars 2019 14:58 Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að stemningin á Austurvelli hafi verið önnur í dag en hún var í gær þegar tveir mótmælendur voru handteknir og til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögregluþjóna. 12. mars 2019 22:30 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar undrast framgöngu lögreglu á Austurvelli Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er undrandi á viðbrögðum lögreglu gagnvart hópi mótmælenda á Austurvelli í dag. 12. mars 2019 01:14
Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44
Tilkynnir ummæli um hryðjuverkaárásina í Christchurch til lögreglu Segir þau ýta undir og hvetja til ofbeldis í garð minnihlutahóps í íslenskum samfélagi. 15. mars 2019 14:58
Ætla að gista á Austurvelli: „Gæti orðið kalt, sérstaklega þegar við hættum að dansa“ Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að stemningin á Austurvelli hafi verið önnur í dag en hún var í gær þegar tveir mótmælendur voru handteknir og til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögregluþjóna. 12. mars 2019 22:30
Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15