Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2019 08:15 Liðsmenn krikketliðsins frá Bangladess fagna í einum af leikjum sínum í Nýja Sjálandi. Getty/Hagen Hopkins Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. Um var að ræða krikketlið frá Bangladess en 30 manns létust í skotárásinni á moskuna sem þeir voru staddir í. Tíu til viðbótar létust í skotárás á aðra mosku á sama tíma í borginni. Leikmenn þessa krikketliðs frá Bangladess komu í Al Noor moskuna vegna þess að hún er nálægt keppnisstað þeirra. Bangladess átti að fara að keppa á laugardag en leiknum var frestað í kjölfar árásanna. „Allt liðið bjargaðist undan skotmönnunum,“ sagði TamimIqbal, einn liðsmanna, á Twitter."Entire team got saved from active shooters" The Bangladesh cricket team have escaped a gun attack at Al Noor mosque in Christchurch in New Zealand, which left 30 people dead. Full storyhttps://t.co/fi6fR66E48pic.twitter.com/z9y3PS9GAD — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019Forráðamenn liðsins hafa síðan sagt frá því að allir leikmenn liðsins séu komnir heilu og höldnu upp á hótelMohammedIsam, fjölmiðlamaður sem var að vinna fyrir ESPN í Bangladess, var með liðinu á þessum tíma. „Ég sá þá fara út úr rútunni á bílastæðinu en fimm mínútum seinna hringdi einn leikmannanna í mig og bað um hjálp. Hann sagði þá vera í miklum vandræðum því það væri einhver að skjóta fólk inni í moskunni,“ sagði MohammedIsam. „Ég tók þessu ekki alvarlega í fyrstu en svo heyrði ég að rödd hans var brotin og tók þá ákvörðun um að hlaupa á staðinn,“ sagði Isam sem reyndi að komast að liðsrútunni og varð þá vitni að skotárásinni sem var enn í gangi. „Þegar ég kom síðan nálægt garðinum þá voru leikmenn að flýja liðsrútuna og hlupu í átt að mér. Ég sagði þeim bara að hlaupa í burtu. Við hlupum í burtu á öruggan stað og héldum okkur þar í klukkutíma,“ sagði Isam. Þá varð honum ljóst að leikmennirnir hefðu séð ýmislegt inn í moskunni. „Leikmennirnir voru farnir að brotna niður. Þeir höfðu séð of mikið þessar fimmtán mínútur sem þeir voru fastir í rútunni. Það var engin öryggisgæsla þarna því þetta er svo friðsælt land,“ sagði Isam. Aðrar íþróttir Bangladess Hryðjuverk í Christchurch Krikket Nýja-Sjáland Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. Um var að ræða krikketlið frá Bangladess en 30 manns létust í skotárásinni á moskuna sem þeir voru staddir í. Tíu til viðbótar létust í skotárás á aðra mosku á sama tíma í borginni. Leikmenn þessa krikketliðs frá Bangladess komu í Al Noor moskuna vegna þess að hún er nálægt keppnisstað þeirra. Bangladess átti að fara að keppa á laugardag en leiknum var frestað í kjölfar árásanna. „Allt liðið bjargaðist undan skotmönnunum,“ sagði TamimIqbal, einn liðsmanna, á Twitter."Entire team got saved from active shooters" The Bangladesh cricket team have escaped a gun attack at Al Noor mosque in Christchurch in New Zealand, which left 30 people dead. Full storyhttps://t.co/fi6fR66E48pic.twitter.com/z9y3PS9GAD — BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2019Forráðamenn liðsins hafa síðan sagt frá því að allir leikmenn liðsins séu komnir heilu og höldnu upp á hótelMohammedIsam, fjölmiðlamaður sem var að vinna fyrir ESPN í Bangladess, var með liðinu á þessum tíma. „Ég sá þá fara út úr rútunni á bílastæðinu en fimm mínútum seinna hringdi einn leikmannanna í mig og bað um hjálp. Hann sagði þá vera í miklum vandræðum því það væri einhver að skjóta fólk inni í moskunni,“ sagði MohammedIsam. „Ég tók þessu ekki alvarlega í fyrstu en svo heyrði ég að rödd hans var brotin og tók þá ákvörðun um að hlaupa á staðinn,“ sagði Isam sem reyndi að komast að liðsrútunni og varð þá vitni að skotárásinni sem var enn í gangi. „Þegar ég kom síðan nálægt garðinum þá voru leikmenn að flýja liðsrútuna og hlupu í átt að mér. Ég sagði þeim bara að hlaupa í burtu. Við hlupum í burtu á öruggan stað og héldum okkur þar í klukkutíma,“ sagði Isam. Þá varð honum ljóst að leikmennirnir hefðu séð ýmislegt inn í moskunni. „Leikmennirnir voru farnir að brotna niður. Þeir höfðu séð of mikið þessar fimmtán mínútur sem þeir voru fastir í rútunni. Það var engin öryggisgæsla þarna því þetta er svo friðsælt land,“ sagði Isam.
Aðrar íþróttir Bangladess Hryðjuverk í Christchurch Krikket Nýja-Sjáland Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira