„Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. mars 2019 16:45 Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. Vísir/stöð 2 „Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um Landsdómsmálið svokallaða og þau stóru verkefni sem bíða ríkisstjórnarinnar eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögmæt. Þetta segir Katrín rétt áður en hún hélt til fundar ríkisráðsins að Bessastöðum þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar-og nýsköpunarmála tekur við embætti dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Katrín segist vera ánægð með hina nýju ráðstöfun og treystir Þórdísi til að standa sig vel. „Ég held að Þórdís muni bara valda þessu verkefni vel eins og öðrum þeim verkefnum sem hún heldur utan um og að þetta verði bara farsæl ráðstöfun.“ Þegar Katrín er spurð hvort það stæði til að Sigríður taki við embættinu að nýju svarar hún: „Eins og fram hefur komið þá segir hún af sér, hættir eða stígur til hliðar - eða hvaða orð sem fólki finnst heppilegast að nota um það - til þess að það sé hægt að leiða þau mál sem eru uppi sem er auðvitað stóra málið í þessu öllu saman þar er að segja viðbrögð stjórnvalda við úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu. Að það skapist vinnufriður um þau mál og að það verði hægt að leiða þau til lykta með farsælum hætti. Og það er allsendis óvíst hve langan tíma það mun taka. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið sem blasir við íslenskum stjórnvöldum að leysa úr þeim málum.“ Katrín segir að hún hafi kallað til sérfræðinga til að veita sér ráðgjöf í málinu. „Ég mun að sjálfsögðu vinna það með nýjum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á því hvernig þessum málum verður lent þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
„Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um Landsdómsmálið svokallaða og þau stóru verkefni sem bíða ríkisstjórnarinnar eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögmæt. Þetta segir Katrín rétt áður en hún hélt til fundar ríkisráðsins að Bessastöðum þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar-og nýsköpunarmála tekur við embætti dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Katrín segist vera ánægð með hina nýju ráðstöfun og treystir Þórdísi til að standa sig vel. „Ég held að Þórdís muni bara valda þessu verkefni vel eins og öðrum þeim verkefnum sem hún heldur utan um og að þetta verði bara farsæl ráðstöfun.“ Þegar Katrín er spurð hvort það stæði til að Sigríður taki við embættinu að nýju svarar hún: „Eins og fram hefur komið þá segir hún af sér, hættir eða stígur til hliðar - eða hvaða orð sem fólki finnst heppilegast að nota um það - til þess að það sé hægt að leiða þau mál sem eru uppi sem er auðvitað stóra málið í þessu öllu saman þar er að segja viðbrögð stjórnvalda við úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu. Að það skapist vinnufriður um þau mál og að það verði hægt að leiða þau til lykta með farsælum hætti. Og það er allsendis óvíst hve langan tíma það mun taka. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið sem blasir við íslenskum stjórnvöldum að leysa úr þeim málum.“ Katrín segir að hún hafi kallað til sérfræðinga til að veita sér ráðgjöf í málinu. „Ég mun að sjálfsögðu vinna það með nýjum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á því hvernig þessum málum verður lent þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07