Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. mars 2019 15:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem ræddi við blaðamenn í Alþingishúsinu að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem rætt var um stöðuna sem komin er upp eftir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði af sér embætti. Bjarni sagði að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða og Þórdís Kolbrún myndi sinna dómsmálaráðuneytinu ásamt störfum sínum sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Spurður hvort að það væri verið að leggja of mikið á herðar Þórdísar sagði Bjarni að svo væri ekki og hún treysti sér fullkomlega í þetta verkefni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Spurður hvort að Sigríður Andersen ætti afturkvæmt í ríkisstjórn svaraði Bjarni að nú væri hún fullgildur þingmaður sem gæti að hans mati starfað í stjórnarráðinu. Hvort að Sigríður yrði ráðherra aftur á kjörtímabilinu sagðist hann ekki geta svarað því að svo stöddu en það væri galopið fyrir það. Bjarni heldur nú til Bessastaða á ríkisráðsfund sem hefst klukkan fjögur en þar tekur við nýr dómsmálaráðherra af Sigríði. Sigríður, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga til hliðar til að skapa vinnufrið eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi skipan dómara í Landsrétt ólögmæta. Hún sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan stjórnarráðshúsið í dag að hún vissi ekki hvort hún myndi snúa aftur í embætti dómsmálaráðherra. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segist ekki vera búinn að ákveða hver taki við af Sigríði Ríkisstjórnarfundi lauk í Stjórnarráðshúsinu núna rétt fyrir klukkan 12. 14. mars 2019 12:05 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29 Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37 Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem ræddi við blaðamenn í Alþingishúsinu að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem rætt var um stöðuna sem komin er upp eftir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði af sér embætti. Bjarni sagði að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða og Þórdís Kolbrún myndi sinna dómsmálaráðuneytinu ásamt störfum sínum sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Spurður hvort að það væri verið að leggja of mikið á herðar Þórdísar sagði Bjarni að svo væri ekki og hún treysti sér fullkomlega í þetta verkefni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Spurður hvort að Sigríður Andersen ætti afturkvæmt í ríkisstjórn svaraði Bjarni að nú væri hún fullgildur þingmaður sem gæti að hans mati starfað í stjórnarráðinu. Hvort að Sigríður yrði ráðherra aftur á kjörtímabilinu sagðist hann ekki geta svarað því að svo stöddu en það væri galopið fyrir það. Bjarni heldur nú til Bessastaða á ríkisráðsfund sem hefst klukkan fjögur en þar tekur við nýr dómsmálaráðherra af Sigríði. Sigríður, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga til hliðar til að skapa vinnufrið eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi skipan dómara í Landsrétt ólögmæta. Hún sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan stjórnarráðshúsið í dag að hún vissi ekki hvort hún myndi snúa aftur í embætti dómsmálaráðherra.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segist ekki vera búinn að ákveða hver taki við af Sigríði Ríkisstjórnarfundi lauk í Stjórnarráðshúsinu núna rétt fyrir klukkan 12. 14. mars 2019 12:05 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29 Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37 Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Segist ekki vera búinn að ákveða hver taki við af Sigríði Ríkisstjórnarfundi lauk í Stjórnarráðshúsinu núna rétt fyrir klukkan 12. 14. mars 2019 12:05
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29
Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37
Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11