Snjóflóðið bar annan skíðamanninn yfir Eyjafjarðará Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2019 11:19 Frá björgunaraðgerðum í Eyjafirði í gær. Veður var slæmt og skyggni lélegt, eins og sést á myndinni. Mynd/Aðsend Tveir norskir skíðamenn lentu í snjóflóði í Eyjafirði í gær en aðgerðir björgunarsveita stóðu yfir í um sex klukkustundir. Snjóflóðið bar annan manninn yfir Eyjafjarðará en báðir mennirnir lentu í sjálfheldu þegar hinn reyndi að bjarga félaga sínum. Björgunarsveitir fengu símtal vegna mannanna um klukkan korter í sex síðdegis í gær. Þá hafði neyðarsendi í Bandaríkjunum borist merki úr Eyjafirði. Með merkinu fengust hnit sem björgunarsveitarmenn gátu miðað við og því var aðgerðum hrundið af stað.Fór á snjóbrú yfir ána Halldór Halldórsson, sem er í svæðisstjórn hjá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, segir í samtali við Vísi að fyrst hafi verið talið að merkið hefði komið úr bíl, sem einhver hefði mögulega fest í skafli. Fljótlega hafi þó komið í ljós að þarna væru skíðamenn á ferð sem lent höfðu í snjóflóði. „En það sem gerðist þarna er kannski það merkilegasta. Þeir eru á skíðum og alls ekki á bíl og lenda í snjóflóði. Annar þeirra lendir í flóði sem kemur í brattri hlíð fyrir ofan þá og flytur þá yfir ána, og hann festir sig. Í kjölfarið getur seinni maðurinn farið á snjóbrú, á flóðinu, yfir ána,“ segir Halldór. „Hann fer yfir og hjálpar honum upp og þeir senda að þeir vilji láta sækja sig. En svo ryður áin sér bara og þá eru þeir fastir hinum megin við ána.Það tók nokkurn tíma að komast að Norðmönnunum í gærkvöldi.Mynd/aðsendFór allt öðruvísi en virtist í fyrstu Halldór segir mennina hafa getað sent frá sér neyðarboðin en ekki var hægt að ná samband við þá til baka. Tæknin hafi þó sannað sig og björgunarsveitarmenn fundu skíðamennina á ætluðum stað. Erfitt reyndist þó að komast að mönnunum en ákveðið var að senda tvo menn gangandi til móts við þá, þar sem bílar komust ekki yfir ána og þá tók töluverða stund að finna vað yfir hana. Það tókst að lokum og var mönnunum því næst skutlað á sleða út í bílana. „Þetta er svona dæmi um það þegar maður fær útkall og útkallið reynist allt öðruvísi en talað var um í upphafi,“ segir Halldór. Mönnunum var komið til Akureyrar um miðnætti en þeim varð ekki meint af hrakförum sínum. Halldór segir að þeir hafi tekið leigubíl inn í Hólsgerði og ætlað að ganga yfir hálendið. Norðmennirnir hafi hins vegar valið sér heldur fáfarna og erfiða leið, og þannig lent í ógöngum. Akureyri Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
Tveir norskir skíðamenn lentu í snjóflóði í Eyjafirði í gær en aðgerðir björgunarsveita stóðu yfir í um sex klukkustundir. Snjóflóðið bar annan manninn yfir Eyjafjarðará en báðir mennirnir lentu í sjálfheldu þegar hinn reyndi að bjarga félaga sínum. Björgunarsveitir fengu símtal vegna mannanna um klukkan korter í sex síðdegis í gær. Þá hafði neyðarsendi í Bandaríkjunum borist merki úr Eyjafirði. Með merkinu fengust hnit sem björgunarsveitarmenn gátu miðað við og því var aðgerðum hrundið af stað.Fór á snjóbrú yfir ána Halldór Halldórsson, sem er í svæðisstjórn hjá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri, segir í samtali við Vísi að fyrst hafi verið talið að merkið hefði komið úr bíl, sem einhver hefði mögulega fest í skafli. Fljótlega hafi þó komið í ljós að þarna væru skíðamenn á ferð sem lent höfðu í snjóflóði. „En það sem gerðist þarna er kannski það merkilegasta. Þeir eru á skíðum og alls ekki á bíl og lenda í snjóflóði. Annar þeirra lendir í flóði sem kemur í brattri hlíð fyrir ofan þá og flytur þá yfir ána, og hann festir sig. Í kjölfarið getur seinni maðurinn farið á snjóbrú, á flóðinu, yfir ána,“ segir Halldór. „Hann fer yfir og hjálpar honum upp og þeir senda að þeir vilji láta sækja sig. En svo ryður áin sér bara og þá eru þeir fastir hinum megin við ána.Það tók nokkurn tíma að komast að Norðmönnunum í gærkvöldi.Mynd/aðsendFór allt öðruvísi en virtist í fyrstu Halldór segir mennina hafa getað sent frá sér neyðarboðin en ekki var hægt að ná samband við þá til baka. Tæknin hafi þó sannað sig og björgunarsveitarmenn fundu skíðamennina á ætluðum stað. Erfitt reyndist þó að komast að mönnunum en ákveðið var að senda tvo menn gangandi til móts við þá, þar sem bílar komust ekki yfir ána og þá tók töluverða stund að finna vað yfir hana. Það tókst að lokum og var mönnunum því næst skutlað á sleða út í bílana. „Þetta er svona dæmi um það þegar maður fær útkall og útkallið reynist allt öðruvísi en talað var um í upphafi,“ segir Halldór. Mönnunum var komið til Akureyrar um miðnætti en þeim varð ekki meint af hrakförum sínum. Halldór segir að þeir hafi tekið leigubíl inn í Hólsgerði og ætlað að ganga yfir hálendið. Norðmennirnir hafi hins vegar valið sér heldur fáfarna og erfiða leið, og þannig lent í ógöngum.
Akureyri Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira