Sakamálarannsókn á samningum Facebook við tæknirisa Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 11:03 Við höfuðstöðvar Facebook í Kaliforníu. Vísir/EPA Bandarískir alríkissaksóknarar rannsaka nú hvort að Facebook hafi brotið lög með samningum sem samfélagsmiðlarisinn gerði við nokkur stærstu tæknifyrirtæki heims. Samningarnir gáfu tæknifyrirtækjunum aðgang að miklu magni persónuupplýsinga um Facebook-notendur án vitundar þeirra. Amazon, Apple, Microsoft og Sony eru á meðal fleiri en 150 fyrirtækja sem Facebook samdi við um aðgang að upplýsingum um notendur samfélagsmiðilsins, þar á meðal um vini þeirra, skráningu þeirra og fleira, að sögn New York Times. Blaðið segir að fulltrúar tveggja stórra snjalltækjaframleiðenda hafi verið kallaðir fyrir ákærudómstól í New York vegna rannsóknarinnar. Bæði fyrirtæki höfðu gert samstarfssamninga við Facebook. „Við vinnum með rannsakendum og tökum þessar rannsóknir alvarlega,“ sagði talsmaður Facebook í yfirlýsingu. Fulltrúar bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkissaksóknara í austurumdæmi New York neituðu að tjá sig um rannsóknina. Greint var frá samsstarfssamningum Facebook við stór tæknifyrirtæki í fyrra. Samfélagsmiðlarisinn hefði veitt fyrirtækjunum aðgang að persónuupplýsingum notenda sinna á hátt sem hafi í raun farið í kringum persónuverndarstillingar notendanna. Á móti hafi Facebook getað gert notendum sínum kleift að eiga samskipti þvert á samfélagsmiðla og smáforrit. New York Times sagði frá því að samningarnir hafi meðal annars gert Bing-leitarvél Microsoft kleift að safna upplýsingum um vini nær allra Facebook-notenda án samþykkis þeirra, Amazon að safna nöfnum og samskiptaupplýsingum notenda í gegnum vini þeirra og Apple að fela fyrir Facebook-notendum að fyrirtækið safnaði upplýsingum um þá. Facebook hefur sagt að fyrirtækið hafi látið flesta samstarfssamningana renna út undanfarin tvö ár. Fyrirtækið sætir skoðun fleiri opinberra eftirlitsaðila vestanhafs, þar á meðal Viðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC), Verðbréfa og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) og skuldabréfasvikadeildar dómsmálaráðuneytisins. Þær rannsóknir beinast meðal annars að því að breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica hafi komist yfir persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda á ólögmætan hátt. Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Bandarískir alríkissaksóknarar rannsaka nú hvort að Facebook hafi brotið lög með samningum sem samfélagsmiðlarisinn gerði við nokkur stærstu tæknifyrirtæki heims. Samningarnir gáfu tæknifyrirtækjunum aðgang að miklu magni persónuupplýsinga um Facebook-notendur án vitundar þeirra. Amazon, Apple, Microsoft og Sony eru á meðal fleiri en 150 fyrirtækja sem Facebook samdi við um aðgang að upplýsingum um notendur samfélagsmiðilsins, þar á meðal um vini þeirra, skráningu þeirra og fleira, að sögn New York Times. Blaðið segir að fulltrúar tveggja stórra snjalltækjaframleiðenda hafi verið kallaðir fyrir ákærudómstól í New York vegna rannsóknarinnar. Bæði fyrirtæki höfðu gert samstarfssamninga við Facebook. „Við vinnum með rannsakendum og tökum þessar rannsóknir alvarlega,“ sagði talsmaður Facebook í yfirlýsingu. Fulltrúar bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkissaksóknara í austurumdæmi New York neituðu að tjá sig um rannsóknina. Greint var frá samsstarfssamningum Facebook við stór tæknifyrirtæki í fyrra. Samfélagsmiðlarisinn hefði veitt fyrirtækjunum aðgang að persónuupplýsingum notenda sinna á hátt sem hafi í raun farið í kringum persónuverndarstillingar notendanna. Á móti hafi Facebook getað gert notendum sínum kleift að eiga samskipti þvert á samfélagsmiðla og smáforrit. New York Times sagði frá því að samningarnir hafi meðal annars gert Bing-leitarvél Microsoft kleift að safna upplýsingum um vini nær allra Facebook-notenda án samþykkis þeirra, Amazon að safna nöfnum og samskiptaupplýsingum notenda í gegnum vini þeirra og Apple að fela fyrir Facebook-notendum að fyrirtækið safnaði upplýsingum um þá. Facebook hefur sagt að fyrirtækið hafi látið flesta samstarfssamningana renna út undanfarin tvö ár. Fyrirtækið sætir skoðun fleiri opinberra eftirlitsaðila vestanhafs, þar á meðal Viðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC), Verðbréfa og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) og skuldabréfasvikadeildar dómsmálaráðuneytisins. Þær rannsóknir beinast meðal annars að því að breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica hafi komist yfir persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda á ólögmætan hátt.
Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09