Klopp hefur ekki tapað tveggja leikja einvígi í Evrópu sem stjóri Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2019 12:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/Chris Brunskill Liverpool er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa haft betur í tveimur leikjum á móti þýska liðinu Bayern München. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hélt þar áfram sigurgöngu sinni í Evrópukeppninni. Jürgen Klopp settist í stjórastólinn hjá Liverpool í október 2015 og síðan hefur liðið komist í úrslitaleikinn í báðum Evrópukeppnum sínum undir stjórn Þjóðverjans. Fyrst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar vorið 2016 og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. Liverpool var ekki í neinni Evrópukeppni tímabilið 2016-17 en komst árið eftir í Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2014-15 tímabilið. Liverpool er nú komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Sigurinn á Bayern München í gær þýðir að Liverpool-liðið hefur unnið öll átta tveggja leikja einvígi sín í Evrópukeppni undir stjórn Jürgen Klopp. Tvö lið hafa slegið Liverpool út í Evrópukeppni, fyrst Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Basel 18. maí 2016 og svo Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Kiev 26. maí 2018. Í bæði skiptin var um einn úrslitaleik að ræða. Það hefur aftur á móti enginn séð við Jürgen Klopp í tveggja leikja einvígi. Jürgen Klopp tapaði síðast tveggja leikja einvígi í Evrópukeppni þegar hann var stjóri Borussia Dortmund. Þýska liðið féll þá út á móti ítalska félaginu Juventus í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2014-15. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þessa mögnuðu sigurgöngu Liverpool í tveggja leikja einvígum undir stjórn Jürgen Klopp.Tveggja leikja einvígi Liverpool í Evrópukeppni undir stjórn Jürgen Klopp:Evrópudeildin 2015-2016:32 liða úrslit: Liverpool sló út Augsburg frá Þýskalandi (1-0 samanlagt) Fyrri leikur: 0-0 jafntefli á útivelli Seinni leikur: 1-0 sigur á heimavelli 16 liða úrslit: Liverpool sló út Manchester United frá Englandi (3-1 samanlagt) Fyrri leikur: 2-0 sigur á heimavelli Seinni leikur: 1-1 jafntefli á útivelliÁtta liða úrslit: Liverpool sló út Borussia Dortmund frá Þýskalandi (5-4 samanlagt) Fyrri leikur: 1-1 jafntefli á útivelli Seinni leikur: 4-3 sigur á heimavelliUndanúrslit: Liverpool sló út Villarreal frá Spáni (3-1 samanlagt) Fyrri leikur: 1-0 tap á útiveli Seinni leikur: 3-0 sigur á heimavelliMeistaradeildin 2017-2018Sextán liða úrslit: Liverpool sló út Porto frá Portúgal (5-0 samanlagt) Fyrri leikur: 5-0 sigur á heimavelli Seinni leikur: 0-0 jafntefli á útivelliÁtta liða úrslit: Liverpool sló út Manchester City frá Englandi (5-1 samanlagt) Fyrri leikur: 3-0 sigur á heimavelli Seinni leikur: 2-1 sigur á útivelliUndanúrslit: Liverpool sló út Roma frá Ítalíu (7-6 samanlagt) Fyrri leikur: 5-2 sigur á heimavelli Seinni leikur: 4-2 tap á útivelliMeistaradeildin 2018-2019Sextán liða úrslit: Liverpool sló út Bayern München frá Þýskalandi (3-1 samanlagt) Fyrri leikur: 0-0 jafntefli á heimavelli Seinni leikur: 3-1 sigur á útivelli Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Liverpool er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa haft betur í tveimur leikjum á móti þýska liðinu Bayern München. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hélt þar áfram sigurgöngu sinni í Evrópukeppninni. Jürgen Klopp settist í stjórastólinn hjá Liverpool í október 2015 og síðan hefur liðið komist í úrslitaleikinn í báðum Evrópukeppnum sínum undir stjórn Þjóðverjans. Fyrst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar vorið 2016 og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. Liverpool var ekki í neinni Evrópukeppni tímabilið 2016-17 en komst árið eftir í Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2014-15 tímabilið. Liverpool er nú komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Sigurinn á Bayern München í gær þýðir að Liverpool-liðið hefur unnið öll átta tveggja leikja einvígi sín í Evrópukeppni undir stjórn Jürgen Klopp. Tvö lið hafa slegið Liverpool út í Evrópukeppni, fyrst Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Basel 18. maí 2016 og svo Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Kiev 26. maí 2018. Í bæði skiptin var um einn úrslitaleik að ræða. Það hefur aftur á móti enginn séð við Jürgen Klopp í tveggja leikja einvígi. Jürgen Klopp tapaði síðast tveggja leikja einvígi í Evrópukeppni þegar hann var stjóri Borussia Dortmund. Þýska liðið féll þá út á móti ítalska félaginu Juventus í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2014-15. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þessa mögnuðu sigurgöngu Liverpool í tveggja leikja einvígum undir stjórn Jürgen Klopp.Tveggja leikja einvígi Liverpool í Evrópukeppni undir stjórn Jürgen Klopp:Evrópudeildin 2015-2016:32 liða úrslit: Liverpool sló út Augsburg frá Þýskalandi (1-0 samanlagt) Fyrri leikur: 0-0 jafntefli á útivelli Seinni leikur: 1-0 sigur á heimavelli 16 liða úrslit: Liverpool sló út Manchester United frá Englandi (3-1 samanlagt) Fyrri leikur: 2-0 sigur á heimavelli Seinni leikur: 1-1 jafntefli á útivelliÁtta liða úrslit: Liverpool sló út Borussia Dortmund frá Þýskalandi (5-4 samanlagt) Fyrri leikur: 1-1 jafntefli á útivelli Seinni leikur: 4-3 sigur á heimavelliUndanúrslit: Liverpool sló út Villarreal frá Spáni (3-1 samanlagt) Fyrri leikur: 1-0 tap á útiveli Seinni leikur: 3-0 sigur á heimavelliMeistaradeildin 2017-2018Sextán liða úrslit: Liverpool sló út Porto frá Portúgal (5-0 samanlagt) Fyrri leikur: 5-0 sigur á heimavelli Seinni leikur: 0-0 jafntefli á útivelliÁtta liða úrslit: Liverpool sló út Manchester City frá Englandi (5-1 samanlagt) Fyrri leikur: 3-0 sigur á heimavelli Seinni leikur: 2-1 sigur á útivelliUndanúrslit: Liverpool sló út Roma frá Ítalíu (7-6 samanlagt) Fyrri leikur: 5-2 sigur á heimavelli Seinni leikur: 4-2 tap á útivelliMeistaradeildin 2018-2019Sextán liða úrslit: Liverpool sló út Bayern München frá Þýskalandi (3-1 samanlagt) Fyrri leikur: 0-0 jafntefli á heimavelli Seinni leikur: 3-1 sigur á útivelli
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira