Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2019 07:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, við komuna til landsins í morgun. Vísir/Sighvatur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. Ráðherrann var að koma af fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York og tók Sighvatur Jónsson, fréttamaður, á móti Katrínu á flugvellinum. „Ég er ekki að fara í viðtal núna. Ég tek fjölmiðlana einhvern tímann í hádegið,“ sagði Katrín við komuna til landsins en hún tjáði sig ekkert um málið í gær. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að skipan dómara við Landsrétt hefði ekki verið í samræmi við grundvallarreglur réttarríkisins og skipanin bryti í bága við 6. grein Mannréttindasáttmálans þar sem kveðið er á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar. Er málsmeðferð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, harðlega gagnrýnd í dómi MDE sem og málsmeðferð Alþingis. Fáir stjórnarliðar hafa viljað tjá sig um málið síðan dómurinn var kveðinn upp fyrir utan Sigríði sjálfa og Birgi Ármannsson, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Sigríður sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hún ætlaði ekki að segja af sér embætti ráðherra vegna dómsins og þá sagði Birgir að hann teldi dóminn engu breyta um stöðu Sigríðar innan ríkisstjórnarinnar.Uppfært: Myndband sem fylgdi þessari frétt þar sem heyra mátti orðaskipti fréttamanns og ráðherra, sem lesa má hér að ofan, var tekið úr birtingu þar sem vinnslan á því samrýmdist ekki ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir brot Sigríðar Andersen vera svívirðilegt Ráðast þarf strax í aðgerðir eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Á. Andersen getur ekki verið hluti af þeim. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata, og Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 12. mars 2019 19:48 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. Ráðherrann var að koma af fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York og tók Sighvatur Jónsson, fréttamaður, á móti Katrínu á flugvellinum. „Ég er ekki að fara í viðtal núna. Ég tek fjölmiðlana einhvern tímann í hádegið,“ sagði Katrín við komuna til landsins en hún tjáði sig ekkert um málið í gær. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að skipan dómara við Landsrétt hefði ekki verið í samræmi við grundvallarreglur réttarríkisins og skipanin bryti í bága við 6. grein Mannréttindasáttmálans þar sem kveðið er á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar. Er málsmeðferð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, harðlega gagnrýnd í dómi MDE sem og málsmeðferð Alþingis. Fáir stjórnarliðar hafa viljað tjá sig um málið síðan dómurinn var kveðinn upp fyrir utan Sigríði sjálfa og Birgi Ármannsson, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Sigríður sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hún ætlaði ekki að segja af sér embætti ráðherra vegna dómsins og þá sagði Birgir að hann teldi dóminn engu breyta um stöðu Sigríðar innan ríkisstjórnarinnar.Uppfært: Myndband sem fylgdi þessari frétt þar sem heyra mátti orðaskipti fréttamanns og ráðherra, sem lesa má hér að ofan, var tekið úr birtingu þar sem vinnslan á því samrýmdist ekki ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir brot Sigríðar Andersen vera svívirðilegt Ráðast þarf strax í aðgerðir eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Á. Andersen getur ekki verið hluti af þeim. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata, og Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 12. mars 2019 19:48 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Segir brot Sigríðar Andersen vera svívirðilegt Ráðast þarf strax í aðgerðir eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Á. Andersen getur ekki verið hluti af þeim. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata, og Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 12. mars 2019 19:48
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04