Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Sylvía Hall skrifar 12. mars 2019 20:20 Engin kennsla fer fram í Fossvogsskóla út skólaárið. Vísir/vilhelm Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. Um helgina var greint frá því að skólanum yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þetta kemur fram í bréfi sem Aðalbjörg Ingadóttir, sendi á foreldra nemenda við skólann fyrr í dag en hún segir húsnæðið vera hentugt og það hafi áður verið nýtt þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Þar sé jafnframt hægt að koma fyrir kennslu fyrir alla árganga skólans sem sé ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn. „Auðvitað mun það taka okkur nokkurn tíma að koma öllu í röð og reglu en við erum sannfærð um að þetta muni ganga vel,“ segir í bréfinu. Einnig kemur fram að undirbúningur fyrir flutning muni hefjast á fimmtudag og föstudag og mun skólinn njóta leiðsagnar sérfræðinga um hreinsun og val á búnaði og gögnum. Þá verði starfsfólk frá öðrum frístundaheimilum til þess að hægt verði að hafa frístundaheimilið opið allan daginn. „Auðvitað eru þetta breytingar fyrir starfsfólk og börnin – en með samstilltu átaki, gleði og bjartsýni er allt hægt.“Búist við því að opna skólann aftur í haust Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og munu nemendur því klára skólaárið í Kópavogi. Börnin munu með rútum frá Fossvogsskóla að Fannborg og verður börnunum ekið til baka í lok skóladags. Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir við Fossvogsskóla en heildarúttekt sem Verkís gerði á skólanum í kjölfar ábendinga foreldris leiddi í ljós að ástand skólans væri verulega slæmt og merki væru um langvarandi leka og myglu í skólanum. Áður hafði Mannvit gert ryksýnatöku í afmörkuðum hluta skólans fyrir Reykjavíkurborg en niðurstöður hennar bentu til þess að ekki væru miklar rakaskemmdir í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Í bréfinu kemur fram að framkvæmdir við skólabyggingu Fossvogsskóla munu hefjast í næstu viku og verða málin tekin fyrir á foreldrafundi á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari skýringum á afmarkaðri skoðun Mannvits á húsnæði Fossvogsskóla. Kópavogur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. Um helgina var greint frá því að skólanum yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þetta kemur fram í bréfi sem Aðalbjörg Ingadóttir, sendi á foreldra nemenda við skólann fyrr í dag en hún segir húsnæðið vera hentugt og það hafi áður verið nýtt þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Þar sé jafnframt hægt að koma fyrir kennslu fyrir alla árganga skólans sem sé ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn. „Auðvitað mun það taka okkur nokkurn tíma að koma öllu í röð og reglu en við erum sannfærð um að þetta muni ganga vel,“ segir í bréfinu. Einnig kemur fram að undirbúningur fyrir flutning muni hefjast á fimmtudag og föstudag og mun skólinn njóta leiðsagnar sérfræðinga um hreinsun og val á búnaði og gögnum. Þá verði starfsfólk frá öðrum frístundaheimilum til þess að hægt verði að hafa frístundaheimilið opið allan daginn. „Auðvitað eru þetta breytingar fyrir starfsfólk og börnin – en með samstilltu átaki, gleði og bjartsýni er allt hægt.“Búist við því að opna skólann aftur í haust Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og munu nemendur því klára skólaárið í Kópavogi. Börnin munu með rútum frá Fossvogsskóla að Fannborg og verður börnunum ekið til baka í lok skóladags. Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir við Fossvogsskóla en heildarúttekt sem Verkís gerði á skólanum í kjölfar ábendinga foreldris leiddi í ljós að ástand skólans væri verulega slæmt og merki væru um langvarandi leka og myglu í skólanum. Áður hafði Mannvit gert ryksýnatöku í afmörkuðum hluta skólans fyrir Reykjavíkurborg en niðurstöður hennar bentu til þess að ekki væru miklar rakaskemmdir í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Í bréfinu kemur fram að framkvæmdir við skólabyggingu Fossvogsskóla munu hefjast í næstu viku og verða málin tekin fyrir á foreldrafundi á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari skýringum á afmarkaðri skoðun Mannvits á húsnæði Fossvogsskóla.
Kópavogur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12