Erfitt að segja til um endanleg áhrif dóms MDE að svo stöddu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2019 20:00 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir daginn vera svartan dag í sögu réttarfars- og stjórnmálasögu á Íslandi og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir að huga þurfi að stöðu Landsréttar til framtíðar.Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut í bága við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun í máli manns sem hlaut dóm í Landsrétti í mars í fyrra en hann taldi sig ekki hafa hlotið sanngjarna málsmeðferð þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, sem dæmdi í máli hans. Arnfríður var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir, þvert á tillögur hæfnisnefndar haustið 2017. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir útilokað að segja til um það á þessari stundu hvaða áhrif dómurinn muni hafa á réttarkerfið „Þetta er auðvitað fyrst og fremst nokkuð áfall fyrir okkur og kannski fyrst og fremst fyrir íslensk stjórnvöld og skapar vandamál sem við þurfum að leysa en það er ekki hægt að segja á þessu stigi með hvaða hætti við förum að því,“ segir Ingibjörg. Hún telur óvíst hvort að niðurstaða MDE hafi áhrif á aðra dóma sem fallið hafa í Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa. „Það er auðvitað mikilvægt að átta sig á því að dómararnir eru skipaðir af forseta samkvæmt lögum og þeirra staða er í sjálfu sér trygg og þeim verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og það er í fljótu bragði ekki sýnilegt að þetta þurfi endilega að hafa svo mikil áhrif á þær dómsniðurstöður sem nú liggja fyrir. En til framtíðar þurfum við að huga að stöðu dómsins,“ segir Ingibjörg. Hún segir að víða um Evrópu hafi menn talsverðar áhyggjur af dómskerfinu og tilburðum stjórnvalda víða til að hafa áhrif á dómsvaldið. „Það er kannski í því ljósi sem að einhverju leiti þessi dómur og þessi tímasetning fyrir okkar vandamál hér innanlands er óheppileg fyrir okkur því auðvitað er þessum dómi ætlað að tala til fleiri en Íslendinga,“ segir Ingibjörg. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður.Vísir/Baldur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur niðurstöðuna alvarlega fyrir íslenskt réttarkerfi. „Þetta er að sjálfsögðu frekar svartur dagur í bæði réttarfarssögu okkar og stjórnmálasögu,“ segir Ragnar. „Ég tel að það þurfi að stokka upp, ég held að þessir fjórir dómarar eigi erfitt með að sitja áfram í Landsrétti og það þýðir einhvers konar endurstokkun þar. Og þetta þýðir líka að Alþingi þarf að taka til í sínum húsum og átta sig á því að við búum í réttarríki og ef að við setjum lög þá eigum við að fara eftir þeim en ekki sniðganga þau þegar okkur hentar.“ Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir daginn vera svartan dag í sögu réttarfars- og stjórnmálasögu á Íslandi og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir að huga þurfi að stöðu Landsréttar til framtíðar.Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut í bága við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun í máli manns sem hlaut dóm í Landsrétti í mars í fyrra en hann taldi sig ekki hafa hlotið sanngjarna málsmeðferð þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, sem dæmdi í máli hans. Arnfríður var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir, þvert á tillögur hæfnisnefndar haustið 2017. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir útilokað að segja til um það á þessari stundu hvaða áhrif dómurinn muni hafa á réttarkerfið „Þetta er auðvitað fyrst og fremst nokkuð áfall fyrir okkur og kannski fyrst og fremst fyrir íslensk stjórnvöld og skapar vandamál sem við þurfum að leysa en það er ekki hægt að segja á þessu stigi með hvaða hætti við förum að því,“ segir Ingibjörg. Hún telur óvíst hvort að niðurstaða MDE hafi áhrif á aðra dóma sem fallið hafa í Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa. „Það er auðvitað mikilvægt að átta sig á því að dómararnir eru skipaðir af forseta samkvæmt lögum og þeirra staða er í sjálfu sér trygg og þeim verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og það er í fljótu bragði ekki sýnilegt að þetta þurfi endilega að hafa svo mikil áhrif á þær dómsniðurstöður sem nú liggja fyrir. En til framtíðar þurfum við að huga að stöðu dómsins,“ segir Ingibjörg. Hún segir að víða um Evrópu hafi menn talsverðar áhyggjur af dómskerfinu og tilburðum stjórnvalda víða til að hafa áhrif á dómsvaldið. „Það er kannski í því ljósi sem að einhverju leiti þessi dómur og þessi tímasetning fyrir okkar vandamál hér innanlands er óheppileg fyrir okkur því auðvitað er þessum dómi ætlað að tala til fleiri en Íslendinga,“ segir Ingibjörg. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður.Vísir/Baldur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur niðurstöðuna alvarlega fyrir íslenskt réttarkerfi. „Þetta er að sjálfsögðu frekar svartur dagur í bæði réttarfarssögu okkar og stjórnmálasögu,“ segir Ragnar. „Ég tel að það þurfi að stokka upp, ég held að þessir fjórir dómarar eigi erfitt með að sitja áfram í Landsrétti og það þýðir einhvers konar endurstokkun þar. Og þetta þýðir líka að Alþingi þarf að taka til í sínum húsum og átta sig á því að við búum í réttarríki og ef að við setjum lög þá eigum við að fara eftir þeim en ekki sniðganga þau þegar okkur hentar.“
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira