Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. mars 2019 19:45 Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. Aðgerðir þar sem starfsfólk mæti til vinnu en sinni ekki allri vinnuskyldu séu til að hafa áhrif en lágmarka tjón. Hann er sannfærður um að þetta sé í samræmi við lög en Samtök atvinnulífsins ætla að bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm á morgun. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að kæra vinnustöðvanir Eflingar til Félagsdóms en um er að ræða aðgerðir þar sem hótelþernur, hótelstarfsmenn, rútu- og strætóbílstjórar innan Eflingar mæta til starfa en sinna ekki allri vinnuskyldu. Vinnustöðvanirnar hjá Eflingu eru boðaðar frá 18. mars til 30. apríl en þá getur til dæmis verið um að ræða að bílstjórar rukka ekki í strætó eða telja farþega, þernur þrífa ekki klósett og sinna ekki morgunverðarþjónustu. Hefðbundin verkföll eiga sér svo stað 22. mars. 28 og 29 mars. 3 til 5 apríl. 9-11 apríl 15-17 apríl 23-25 apríl og síðan fyrsta maí og þar til verkfallinu lýkur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum að samtökin telji boðaðar vinnustöðvanir ólöglegar. Það sé ekki hægt að vera í verkfalli og þiggja laun á sama tíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að boðaðar vinnustöðvanir hafi einmitt verið til að draga úr því tjóni sem verkföllin valdi. „Þetta er þá hluti af þessu stóra verkfallsplani okkar sem er með innbyggðri stigmögnun. Hverju og einu af þessum þrepum er hægt að fresta,“ segir Viðar. Hann segir að aðgerðirnar hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn Eflingar í því skini að þær hafi áhrif án þess að það þurfi að leggja niður alla vinnu. Viðar er sannfærður um að aðgerðirnar séu í samræmi við vinnulöggjöfina. „Ég held að það sé bara alsiða í vinnudeilum að það sé látið reyna á hluti fyrir félagsdómi og við erum vel undir það búin. Við erum með okkar lögfræðinga og ráðgjafa sem eru tilbúnir að mæta því.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. Aðgerðir þar sem starfsfólk mæti til vinnu en sinni ekki allri vinnuskyldu séu til að hafa áhrif en lágmarka tjón. Hann er sannfærður um að þetta sé í samræmi við lög en Samtök atvinnulífsins ætla að bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm á morgun. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að kæra vinnustöðvanir Eflingar til Félagsdóms en um er að ræða aðgerðir þar sem hótelþernur, hótelstarfsmenn, rútu- og strætóbílstjórar innan Eflingar mæta til starfa en sinna ekki allri vinnuskyldu. Vinnustöðvanirnar hjá Eflingu eru boðaðar frá 18. mars til 30. apríl en þá getur til dæmis verið um að ræða að bílstjórar rukka ekki í strætó eða telja farþega, þernur þrífa ekki klósett og sinna ekki morgunverðarþjónustu. Hefðbundin verkföll eiga sér svo stað 22. mars. 28 og 29 mars. 3 til 5 apríl. 9-11 apríl 15-17 apríl 23-25 apríl og síðan fyrsta maí og þar til verkfallinu lýkur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum að samtökin telji boðaðar vinnustöðvanir ólöglegar. Það sé ekki hægt að vera í verkfalli og þiggja laun á sama tíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að boðaðar vinnustöðvanir hafi einmitt verið til að draga úr því tjóni sem verkföllin valdi. „Þetta er þá hluti af þessu stóra verkfallsplani okkar sem er með innbyggðri stigmögnun. Hverju og einu af þessum þrepum er hægt að fresta,“ segir Viðar. Hann segir að aðgerðirnar hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn Eflingar í því skini að þær hafi áhrif án þess að það þurfi að leggja niður alla vinnu. Viðar er sannfærður um að aðgerðirnar séu í samræmi við vinnulöggjöfina. „Ég held að það sé bara alsiða í vinnudeilum að það sé látið reyna á hluti fyrir félagsdómi og við erum vel undir það búin. Við erum með okkar lögfræðinga og ráðgjafa sem eru tilbúnir að mæta því.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Sjá meira