„Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2019 10:05 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. Verið sé að útfæra verkföll með öðrum hætti en sátt hafi verið um undanfarin ár og áratugi innan verkalýðshreyfingarinnar. SA munu kæra aðgerðirnar til Félagsdóms síðar í dag eða á morgun. „Ég hef sagt að þetta marki að mörgu leyti skörp og illverjandi skil frá framkvæmd verkfalla undanfarin ár og áratugi. Þetta snýst í eðli sínu um það að við þurfum að velta fyrir okkur hvort það sé hægt að vera í vinnu og þiggja laun og vera í verkfalli á sama tíma. Ég hygg að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi að það gengur þvert á skilning margra að mæta til vinnu og þiggja laun en sinna ekki ákveðnum verkþáttum og vera þannig í sinni einföldustu í verkfalli en engu að síður í vinnunni og þiggja laun fyrir. Þetta þykir mér skjóta skökku við og ég held að margir geti tekið undir það með okkur,“ sagði Halldór Benjamín þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði mikilvægt að leikreglurnar væru skýrar og að skýrt væri hvernig bæri að túlka vinnulöggjöfin sem væri komin til ára sinna. Þess vegna væri mikilvægt að leita leiðsagnar Félagsdóms í málinu. „Það sjá allir í hendi sér að hér er verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar og við þetta verður ekki unað með góðu móti. Sökum þessa eiga Samtök atvinnulífsins enga aðra leið en að skjóta þessu til Félagsdóms,“ sagði Halldór Benjamín. Viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 Félagsmenn Eflingar samþykktu verkföll með miklum meirihluta Talningu í atkvæðagreiðslu um verkföll hjá tilgreindum hópum félagsmanna í Eflingu lauk um hádegi í dag. 10. mars 2019 16:05 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. Verið sé að útfæra verkföll með öðrum hætti en sátt hafi verið um undanfarin ár og áratugi innan verkalýðshreyfingarinnar. SA munu kæra aðgerðirnar til Félagsdóms síðar í dag eða á morgun. „Ég hef sagt að þetta marki að mörgu leyti skörp og illverjandi skil frá framkvæmd verkfalla undanfarin ár og áratugi. Þetta snýst í eðli sínu um það að við þurfum að velta fyrir okkur hvort það sé hægt að vera í vinnu og þiggja laun og vera í verkfalli á sama tíma. Ég hygg að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi að það gengur þvert á skilning margra að mæta til vinnu og þiggja laun en sinna ekki ákveðnum verkþáttum og vera þannig í sinni einföldustu í verkfalli en engu að síður í vinnunni og þiggja laun fyrir. Þetta þykir mér skjóta skökku við og ég held að margir geti tekið undir það með okkur,“ sagði Halldór Benjamín þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði mikilvægt að leikreglurnar væru skýrar og að skýrt væri hvernig bæri að túlka vinnulöggjöfin sem væri komin til ára sinna. Þess vegna væri mikilvægt að leita leiðsagnar Félagsdóms í málinu. „Það sjá allir í hendi sér að hér er verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar og við þetta verður ekki unað með góðu móti. Sökum þessa eiga Samtök atvinnulífsins enga aðra leið en að skjóta þessu til Félagsdóms,“ sagði Halldór Benjamín. Viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 Félagsmenn Eflingar samþykktu verkföll með miklum meirihluta Talningu í atkvæðagreiðslu um verkföll hjá tilgreindum hópum félagsmanna í Eflingu lauk um hádegi í dag. 10. mars 2019 16:05 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49
Félagsmenn Eflingar samþykktu verkföll með miklum meirihluta Talningu í atkvæðagreiðslu um verkföll hjá tilgreindum hópum félagsmanna í Eflingu lauk um hádegi í dag. 10. mars 2019 16:05
Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44