Foreldrar þurfa að leggja fötluð börn sín á gólf almenningssalerna til að skipta á þeim Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 10. mars 2019 20:15 Foreldrar fatlaðra barna á Íslandi sem þurfa að nota bleyju fram eftir aldri þurfa að leggja þau á gólfið á almenningssalernum til þess að geta skipt á þeim. Þau segja aðstöðuna ófullnægjandi og ýta undir félagslega einangrun. Auður Ösp Valdimarsdóttir setti á dögunum inn mynd af barni á lokaða Facebook síðu, Foreldrar fatlaðra barna, þar sem hún sýnir þann raunveruleika sem þau búa við, noti börn þeirra bleyju fram eftir aldri. Salernir sem ætluð eru fötluðum geri ekki ráð fyrir þessum einstaklingum. Undir myndinni sögðu margir foreldrar frá svipaðri reynslu. Sylvía Guðmundsdóttir býr í Sandgerði og segir erfitt og flókið að taka son sinn með í höfuðborgina vegna þessa. Hann er sex ára, með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. „Maður er kannski að reyna að redda sér með því að leggja úlpuna sína undir hann á gólfið eða vera með handklæði í töskunni en auðvitað er það eitthvað sem maður vill ekkert bjóða barninu sínu, að þurfa að liggja einhversstaðar á gólfinu þegar maður er að skipta á honum,“ segir Sylvía. Annað foreldri sem fréttastofa ræddi við sem býr á Selfossi, segist geta tekið barnið sitt, 15 ára gamalt með til Reykjavíkur ef veðrið er gott, þá sé hægt að skipta á því úti í móa. „Þetta náttúrulega bara ýtir undir félagslega einangrun, bæði hjá börnunum og fjölskyldum fatlaðra barna, að maður sjái sér ekki fært að fara eins og margir gera um helgar, til dæmis að fara með börnin í Kringluna eða Húsdýragarðinn eða hvernig sem það er, af því það er bara ekki aðstaða fyrir mann,“ segir Sylvía. Þriðja foreldri bendir á að barnaspítalinn bjóði ekki upp á skiptiaðstöðu fyrir þessi börn. Þetta séu börn sem leiti oft þangað og ef biðin á biðstofunni er löng, þá lendi þau í vandræðum. „Ég held að þetta sé bara hugsunarleysi. Það náttúrulega er enginn að spá í þessu nema kannski að þurfa að nýta sér þetta sjálfur, skiljanlega. Ég trúi ekki öðru en að þetta sé bara hugsunarleysi og þegar búið er að benda á þetta að þessu verði kippt í liðinn, það getur ekki verið svo mikið mál. Félagsmál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sjá meira
Foreldrar fatlaðra barna á Íslandi sem þurfa að nota bleyju fram eftir aldri þurfa að leggja þau á gólfið á almenningssalernum til þess að geta skipt á þeim. Þau segja aðstöðuna ófullnægjandi og ýta undir félagslega einangrun. Auður Ösp Valdimarsdóttir setti á dögunum inn mynd af barni á lokaða Facebook síðu, Foreldrar fatlaðra barna, þar sem hún sýnir þann raunveruleika sem þau búa við, noti börn þeirra bleyju fram eftir aldri. Salernir sem ætluð eru fötluðum geri ekki ráð fyrir þessum einstaklingum. Undir myndinni sögðu margir foreldrar frá svipaðri reynslu. Sylvía Guðmundsdóttir býr í Sandgerði og segir erfitt og flókið að taka son sinn með í höfuðborgina vegna þessa. Hann er sex ára, með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. „Maður er kannski að reyna að redda sér með því að leggja úlpuna sína undir hann á gólfið eða vera með handklæði í töskunni en auðvitað er það eitthvað sem maður vill ekkert bjóða barninu sínu, að þurfa að liggja einhversstaðar á gólfinu þegar maður er að skipta á honum,“ segir Sylvía. Annað foreldri sem fréttastofa ræddi við sem býr á Selfossi, segist geta tekið barnið sitt, 15 ára gamalt með til Reykjavíkur ef veðrið er gott, þá sé hægt að skipta á því úti í móa. „Þetta náttúrulega bara ýtir undir félagslega einangrun, bæði hjá börnunum og fjölskyldum fatlaðra barna, að maður sjái sér ekki fært að fara eins og margir gera um helgar, til dæmis að fara með börnin í Kringluna eða Húsdýragarðinn eða hvernig sem það er, af því það er bara ekki aðstaða fyrir mann,“ segir Sylvía. Þriðja foreldri bendir á að barnaspítalinn bjóði ekki upp á skiptiaðstöðu fyrir þessi börn. Þetta séu börn sem leiti oft þangað og ef biðin á biðstofunni er löng, þá lendi þau í vandræðum. „Ég held að þetta sé bara hugsunarleysi. Það náttúrulega er enginn að spá í þessu nema kannski að þurfa að nýta sér þetta sjálfur, skiljanlega. Ég trúi ekki öðru en að þetta sé bara hugsunarleysi og þegar búið er að benda á þetta að þessu verði kippt í liðinn, það getur ekki verið svo mikið mál.
Félagsmál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sjá meira