Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2019 19:45 Magnea Árnadóttir krafðist þess að önnur úttekt yrði gerð á skólanum SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Tvær úttektir voru gerðar með mánaðar millibili á aðbúnaði í Fossvogsskóla vegna gruns um myglu. Í fyrri úttektinni kom fram að engin mygla væri í skólanum. Kröfðust þá foreldrar nýrrar úttektar þar sem fram kom grunur þeirra, að þar væri mygla. Skömmu fyrir kvöldfréttir var tekin ákvörðun um að loka skólanum. Foreldrar barna í Fossvogsskóla hafa löngum kvartað vegna gruns um myglu. Sonur Magneu Árnadóttur er í fyrsta bekk, en hann fór að finna fyrir einkennum af völdum myglu um leið og skólahald hófst í ágúst. Í kjölfarið óskaði hún eftir úttekt á skólanum, sem hún bar undir skólastjóra sem fór með málið áfram til Reykjavíkurborgar. Þá gerði Mannvit úttekt á skólanum sem fram fór í desember. Niðurstöður úttektarinnar voru meðal annars þær að litlar rakaskemmdir væru í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Magnea taldi úttektina ranga þar sem sonur hennar hélt sífellt áfram að veikjast. Nokkrir foreldrar tóku sig þá saman og sendu formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óskuðu eftir allsherjar úttekt. „Því miður þurfti ég að ganga mjög hart fram, að ég tel, til að fá þá úttekt. Lítið gerðist nema bara með miklum þrýstingi mínum sem er mjög sorglegt að foreldri þurfi að ganga svona fram vegna húsnæðis í lögbundnu námi,“ sagði Magnea Árnadóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Eftir mikinn þrýsting foreldra var fyrirtækið Verkís fengið til að framkvæma þessa seinni úttekt í janúar. Niðurstöður þeirrar úttektar voru á annan veg en þeirrar fyrri. „Fyrstu niðurstöður sem við fengum á fimmtudaginn, á fundi með skólastjórnendum, voru sláandi og það lítur allt úr fyrir að ástand skólans sé verulega slæmt og það eru mikil merki um langvarandi leka og myglu í skólanum,“ sagði Magnea. Hvernig getur það gerst að tvær úttektir eru gerðar með skömmu millibili, en ólíkar niðurstöður? „Ég skil það ekki og velti því fyrir mér hvort það sé ekki eitthvað sem þurfi að skoða,“ sagði Magnea FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa náði tali af Helga Grímssyni, sviðsstjóra Skóla og frístundasviðs í dag sem sagði málið litið alvarlegum augum, en sviðið fundaði í dag vegna málsins. Munt þú senda barnið þitt í skólann á morgun? „Nei,“ sagði Magnea. Veist þú um fleiri foreldra sem ætla ekki að senda börnin sín í skólann á morgun? „Já,“ sagði Magnea. Tölvupóstur var sendur á foreldra barna í skólanum rétt fyrir kvöldfréttir þar sem tilkynnt var að skólanum yrði lokað eftir skólahald þann 13. mars svo hægt verði að komast sem fyrst í nauðsynlegan undirbúning flutnings og viðgerðir á skólanum. Enn á eftir að finna pláss fyrir skólahald en slíkt mun liggja fyrir á næstu dögum. Stefnt er að því að opna skólann aftur að loknu sumarleyfi. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tvær úttektir voru gerðar með mánaðar millibili á aðbúnaði í Fossvogsskóla vegna gruns um myglu. Í fyrri úttektinni kom fram að engin mygla væri í skólanum. Kröfðust þá foreldrar nýrrar úttektar þar sem fram kom grunur þeirra, að þar væri mygla. Skömmu fyrir kvöldfréttir var tekin ákvörðun um að loka skólanum. Foreldrar barna í Fossvogsskóla hafa löngum kvartað vegna gruns um myglu. Sonur Magneu Árnadóttur er í fyrsta bekk, en hann fór að finna fyrir einkennum af völdum myglu um leið og skólahald hófst í ágúst. Í kjölfarið óskaði hún eftir úttekt á skólanum, sem hún bar undir skólastjóra sem fór með málið áfram til Reykjavíkurborgar. Þá gerði Mannvit úttekt á skólanum sem fram fór í desember. Niðurstöður úttektarinnar voru meðal annars þær að litlar rakaskemmdir væru í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Magnea taldi úttektina ranga þar sem sonur hennar hélt sífellt áfram að veikjast. Nokkrir foreldrar tóku sig þá saman og sendu formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óskuðu eftir allsherjar úttekt. „Því miður þurfti ég að ganga mjög hart fram, að ég tel, til að fá þá úttekt. Lítið gerðist nema bara með miklum þrýstingi mínum sem er mjög sorglegt að foreldri þurfi að ganga svona fram vegna húsnæðis í lögbundnu námi,“ sagði Magnea Árnadóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Eftir mikinn þrýsting foreldra var fyrirtækið Verkís fengið til að framkvæma þessa seinni úttekt í janúar. Niðurstöður þeirrar úttektar voru á annan veg en þeirrar fyrri. „Fyrstu niðurstöður sem við fengum á fimmtudaginn, á fundi með skólastjórnendum, voru sláandi og það lítur allt úr fyrir að ástand skólans sé verulega slæmt og það eru mikil merki um langvarandi leka og myglu í skólanum,“ sagði Magnea. Hvernig getur það gerst að tvær úttektir eru gerðar með skömmu millibili, en ólíkar niðurstöður? „Ég skil það ekki og velti því fyrir mér hvort það sé ekki eitthvað sem þurfi að skoða,“ sagði Magnea FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa náði tali af Helga Grímssyni, sviðsstjóra Skóla og frístundasviðs í dag sem sagði málið litið alvarlegum augum, en sviðið fundaði í dag vegna málsins. Munt þú senda barnið þitt í skólann á morgun? „Nei,“ sagði Magnea. Veist þú um fleiri foreldra sem ætla ekki að senda börnin sín í skólann á morgun? „Já,“ sagði Magnea. Tölvupóstur var sendur á foreldra barna í skólanum rétt fyrir kvöldfréttir þar sem tilkynnt var að skólanum yrði lokað eftir skólahald þann 13. mars svo hægt verði að komast sem fyrst í nauðsynlegan undirbúning flutnings og viðgerðir á skólanum. Enn á eftir að finna pláss fyrir skólahald en slíkt mun liggja fyrir á næstu dögum. Stefnt er að því að opna skólann aftur að loknu sumarleyfi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12