Gamla símstöðin í Hrútafirði er með orkuver í kjallaranum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2019 21:00 Símstöðin í Brú. Í hlíðinni fyrir ofan má sjá tréstokkinn. Stöð 2/Einar Árnason. Áhugamannahópur um verndun gömlu símstöðvarinnar í Brú í Hrútafirði leitar nú leiða til að glæða húsið lífi á ný í von um að bjarga því frá eyðileggingu. Símstöðin var í aldarfjórðung helsta miðstöð langlínusímtala milli landshluta áður en sjálfvirki síminn kom. Fjallað var um þessa forvitnilegu byggingu í fréttum Stöðvar 2. Símstöðin tók til starfa árið 1950 og þjónaði bæði sem pósthús og símstöð en einnig sem loftskeytastöðin Brúarradíó. Þar var jafnframt fastur viðkomustaður áætlunarbíla, bæði Norðurleiðar og Strandarútunnar. Húsið liggur núna undir skemmdum en það er í eigu N1, sem notaði það síðast sem gististað fyrir starfsmenn Staðarskála. Símstöðin má muna sinn fífil fegurri en segja má að hún hafi verið nafli alheimsins í Hrútafirði á sínum tíma.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, við gömlu símstöðina.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, ég held að þetta hafi verið nafli alheimsins og mikið snúist í kringum það hér og verið örugglega einn stærsti atvinnurekandinn á svæðinu á þessum gömlu árum,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Frá húsinu blasir við gamall tréstokkur í hlíðinni. Hann liggur upp að stíflu og inntakslóni í heiðinni. Vatnið þaðan nýttist símstöðinni bæði sem neysluvatn og til raforkuframleiðslu. Já, þetta hús hafði sína eigin virkjun og hún var hluti af byggingunni. Hún sá bæði símstöðinni og veitingaskálanum í Brú fyrir rafmagni. Í kjallaranum má enn sjá gömlu túrbínuna, sem virkar það heilleg að við veltum því fyrir okkur hvort ekki mætti hleypa vatninu á og hefja raforkuframleiðslu á ný.Gömul mynd af símstöðinni, sem starfaði á árunum 1950 til 1976.Mynd/Úr safni Þóris Steingrímssonar.Það var greinlega ekki tjaldað til einnar nætur í þessu húsi, sem löngu fyrir tíma farsíma og internets var einhver mikilvægasta fjarskiptamiðstöð landsins, þegar menn treystu á símalínur og talstöðvar og símtöl voru afgreidd handvirkt. Þar voru meðal annars afgreidd símtöl milli Reykjavíkur og Akureyrar. Húsið var tólf til fjórtán manna vinnustaður. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu að staðaldri, hver hafði sína íbúð, einnig var gistirými fyrir símastarfsmenn sem fóru um landið. Þetta var eins og lítið hótel með fjölda gistiherbergja og matsal. Starfsemi símans lauk árið 1976 en pósthús var áfram rekið í húsinu í nokkur ár. Áhugamannahópur undir forystu Þóris Steingrímssonar leitar nú leiða til að finna húsinu nýtt hlutverk í von um að forða því frá frekari skemmdum og jafnvel niðurrifi. Meðal annars hefur verið viðruð sú hugmynd að reka þar farfuglaheimili, að sögn Þóris. Vandinn er hins vegar sá það gæti kostað talsverða fjármuni að gera það nothæft á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Einu sinni var... Fornminjar Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Áhugamannahópur um verndun gömlu símstöðvarinnar í Brú í Hrútafirði leitar nú leiða til að glæða húsið lífi á ný í von um að bjarga því frá eyðileggingu. Símstöðin var í aldarfjórðung helsta miðstöð langlínusímtala milli landshluta áður en sjálfvirki síminn kom. Fjallað var um þessa forvitnilegu byggingu í fréttum Stöðvar 2. Símstöðin tók til starfa árið 1950 og þjónaði bæði sem pósthús og símstöð en einnig sem loftskeytastöðin Brúarradíó. Þar var jafnframt fastur viðkomustaður áætlunarbíla, bæði Norðurleiðar og Strandarútunnar. Húsið liggur núna undir skemmdum en það er í eigu N1, sem notaði það síðast sem gististað fyrir starfsmenn Staðarskála. Símstöðin má muna sinn fífil fegurri en segja má að hún hafi verið nafli alheimsins í Hrútafirði á sínum tíma.Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála, við gömlu símstöðina.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, ég held að þetta hafi verið nafli alheimsins og mikið snúist í kringum það hér og verið örugglega einn stærsti atvinnurekandinn á svæðinu á þessum gömlu árum,“ segir Einar Ísfjörð, verslunarstjóri N1 í Staðarskála. Frá húsinu blasir við gamall tréstokkur í hlíðinni. Hann liggur upp að stíflu og inntakslóni í heiðinni. Vatnið þaðan nýttist símstöðinni bæði sem neysluvatn og til raforkuframleiðslu. Já, þetta hús hafði sína eigin virkjun og hún var hluti af byggingunni. Hún sá bæði símstöðinni og veitingaskálanum í Brú fyrir rafmagni. Í kjallaranum má enn sjá gömlu túrbínuna, sem virkar það heilleg að við veltum því fyrir okkur hvort ekki mætti hleypa vatninu á og hefja raforkuframleiðslu á ný.Gömul mynd af símstöðinni, sem starfaði á árunum 1950 til 1976.Mynd/Úr safni Þóris Steingrímssonar.Það var greinlega ekki tjaldað til einnar nætur í þessu húsi, sem löngu fyrir tíma farsíma og internets var einhver mikilvægasta fjarskiptamiðstöð landsins, þegar menn treystu á símalínur og talstöðvar og símtöl voru afgreidd handvirkt. Þar voru meðal annars afgreidd símtöl milli Reykjavíkur og Akureyrar. Húsið var tólf til fjórtán manna vinnustaður. Þrjár fjölskyldur bjuggu í húsinu að staðaldri, hver hafði sína íbúð, einnig var gistirými fyrir símastarfsmenn sem fóru um landið. Þetta var eins og lítið hótel með fjölda gistiherbergja og matsal. Starfsemi símans lauk árið 1976 en pósthús var áfram rekið í húsinu í nokkur ár. Áhugamannahópur undir forystu Þóris Steingrímssonar leitar nú leiða til að finna húsinu nýtt hlutverk í von um að forða því frá frekari skemmdum og jafnvel niðurrifi. Meðal annars hefur verið viðruð sú hugmynd að reka þar farfuglaheimili, að sögn Þóris. Vandinn er hins vegar sá það gæti kostað talsverða fjármuni að gera það nothæft á ný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Einu sinni var... Fornminjar Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Hrútfirðingum finnst þeir eiga Staðarskála Staðarskáli er stærsta fyrirtæki í Húnavatnssýslum og þar hafa þeir afgreitt uppundir áttahundruð pylsur á dag ofan í viðskiptavini og yfir eitthundrað lítra af kjötsúpu. 18. mars 2019 21:45