Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2019 18:57 Drífa Snædal, forseti ASÍ. vÍSIR/VILHELM Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir sambandið fylgjast vel með því að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot flugfélagsins WOW air sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu, í ljósi fjölmargra uppsagna sem greint hefur verið frá í gær og í dag. Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forsetans. Fall WOW air og uppsagnir fyrirtækja í kjölfar þess eru útgangspunktar pistilsins að þessu sinni. Drífa segir áhyggjur nú snúa að starfsfólkinu sem misst hefur vinnuna, bæði hjá flugfélaginu sjálfu og öðrum fyrirtækjum. Um 1100 manns misstu vinnuna hjá WOW air en aldrei hefur fleiri verið sagt upp á einu bretti í Íslandssögunni, að sögn Vinnumálastofnunar. „Í dag hef ég setið fundi með fyrrum starfsfólki WOW air, bæði hjá Flugfreyjufélagi Íslands og VR en það eru stéttarfélög stærstu hópanna sem misstu vinnu vegna gjaldþrots WOW. Fjölmargar spurningar vakna og ótti um að geta ekki framfleytt sér og sínum er auðvitað ráðandi,“ segir Drífa í pistli sínum. Þannig skipti miklu máli að eiga bakhjarl í sínu stéttarfélagi og leita þangað með spurningar um réttindi sín. Þá verði fylgst grannt með fyrirtækjum sem ætli sér að milda höggið með því að endurskipuleggja vaktir, endurráða starfsfólk eða segja upp viðbótarsamningum í stað þess að grípa til fjöldauppsagna. „Vel er fylgst með því að fyrirtæki séu ekki að nota gjaldþrot WOW sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu en auðvitað er staðan alvarleg víða,“ segir Drífa.Pistil Drífu má lesa í heild hér að neðan. Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hvetur verkalýðsfélög til að endurskoða verkfallsaðgerðir í ljósi alvarlegrar stöðu eftir fall Wow air. 29. mars 2019 15:55 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir sambandið fylgjast vel með því að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot flugfélagsins WOW air sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu, í ljósi fjölmargra uppsagna sem greint hefur verið frá í gær og í dag. Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forsetans. Fall WOW air og uppsagnir fyrirtækja í kjölfar þess eru útgangspunktar pistilsins að þessu sinni. Drífa segir áhyggjur nú snúa að starfsfólkinu sem misst hefur vinnuna, bæði hjá flugfélaginu sjálfu og öðrum fyrirtækjum. Um 1100 manns misstu vinnuna hjá WOW air en aldrei hefur fleiri verið sagt upp á einu bretti í Íslandssögunni, að sögn Vinnumálastofnunar. „Í dag hef ég setið fundi með fyrrum starfsfólki WOW air, bæði hjá Flugfreyjufélagi Íslands og VR en það eru stéttarfélög stærstu hópanna sem misstu vinnu vegna gjaldþrots WOW. Fjölmargar spurningar vakna og ótti um að geta ekki framfleytt sér og sínum er auðvitað ráðandi,“ segir Drífa í pistli sínum. Þannig skipti miklu máli að eiga bakhjarl í sínu stéttarfélagi og leita þangað með spurningar um réttindi sín. Þá verði fylgst grannt með fyrirtækjum sem ætli sér að milda höggið með því að endurskipuleggja vaktir, endurráða starfsfólk eða segja upp viðbótarsamningum í stað þess að grípa til fjöldauppsagna. „Vel er fylgst með því að fyrirtæki séu ekki að nota gjaldþrot WOW sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu en auðvitað er staðan alvarleg víða,“ segir Drífa.Pistil Drífu má lesa í heild hér að neðan.
Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hvetur verkalýðsfélög til að endurskoða verkfallsaðgerðir í ljósi alvarlegrar stöðu eftir fall Wow air. 29. mars 2019 15:55 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hvetur verkalýðsfélög til að endurskoða verkfallsaðgerðir í ljósi alvarlegrar stöðu eftir fall Wow air. 29. mars 2019 15:55
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40
Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43