Ferðamaður ákærður og krafinn um bætur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2019 06:00 Af vettvangi slyssins á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í fyrra. ÍVAR Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi svo og brot gegn umferðarlögum. Maðurinn ók bifreið aftan á kyrrstæðar bifreiðar á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í apríl í fyrra. Áður en slysið varð hafði bolti rúllað eftir veginum og orsakað talsverða hættu. Ökumaður á ferð sá boltann, stöðvaði bifreið sína, kveikti á viðvörunarljósum og hugðist fjarlægja hann. Næsta bifreið fyrir aftan hann staðnæmdist einnig en ökumaður þriðju bifreiðarinnar, bandaríski ferðamaðurinn, gætti ekki að sér og ók aftan á bifreiðina fyrir framan sig. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem steig út til að fjarlægja boltann, hlaut af þessu lífshættulega áverka. Meðal annars höfuðkúpubrot, blæðingu í heila, fjölmörg rifbeinsbrot og blæðingar innvortis. Þá hefur slysið haft í för breytingar á persónuleika hans og sjónsviði vinstra auga. Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma sökum þess að fjöldi ökumanna ók fram hjá stórslösuðum manninum án þess að gefa honum gaum. Farið var fram á farbann yfir bandaríska ferðamanninum meðan á meðferð málsins stæði. Fallist var á það í héraði með vísan til þess að maðurinn hefði engin tengsl við landið og því líkur á að hann myndi reyna að komast undan saksókn með því að fara úr landi.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Sá úrskurður var síðar felldur úr gildi í Landsrétti með vísan til þess að lögreglan hefði upplýsingar um símanúmer, netfang og vinnustað hans ytra. Fyrirliggjandi gögn bentu ekki til þess að hann myndi reyna að koma sér undan réttvísinni. Sé Facebook-síða mannsins skoðuð sést hins vegar að hann dvelur nú í heimalandinu. Ákæra málsins er birt í Lögbirtingablaðinu en af því má álykta að illa hafi gengið að birta honum ákæruna í Bandaríkjunum. Brot mannsins, verði hann fundinn sekur, varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu gera brotaþolar málsins kröfu um greiðslu skaða- og miskabóta. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem alvarlegustu meiðslin hlaut, fer fram á sex milljónir í miskabætur auk tæpra þriggja milljóna í skaðabætur. Tvær ungar dætur hans, sem voru farþegar í bifreiðinni, gera kröfu um 2,5 milljónir í miskabætur hvor. Ökumaður síðari bifreiðarinnar fer fram á 1,5 milljónir í miskabætur vegna tjóns síns. Alls er bandaríski ferðamaðurinn því krafinn um rúmar fimmtán milljónir króna. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 30. apríl óháð því hvort Bandaríkjamaðurinn verður viðstaddur eður ei. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi svo og brot gegn umferðarlögum. Maðurinn ók bifreið aftan á kyrrstæðar bifreiðar á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í apríl í fyrra. Áður en slysið varð hafði bolti rúllað eftir veginum og orsakað talsverða hættu. Ökumaður á ferð sá boltann, stöðvaði bifreið sína, kveikti á viðvörunarljósum og hugðist fjarlægja hann. Næsta bifreið fyrir aftan hann staðnæmdist einnig en ökumaður þriðju bifreiðarinnar, bandaríski ferðamaðurinn, gætti ekki að sér og ók aftan á bifreiðina fyrir framan sig. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem steig út til að fjarlægja boltann, hlaut af þessu lífshættulega áverka. Meðal annars höfuðkúpubrot, blæðingu í heila, fjölmörg rifbeinsbrot og blæðingar innvortis. Þá hefur slysið haft í för breytingar á persónuleika hans og sjónsviði vinstra auga. Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma sökum þess að fjöldi ökumanna ók fram hjá stórslösuðum manninum án þess að gefa honum gaum. Farið var fram á farbann yfir bandaríska ferðamanninum meðan á meðferð málsins stæði. Fallist var á það í héraði með vísan til þess að maðurinn hefði engin tengsl við landið og því líkur á að hann myndi reyna að komast undan saksókn með því að fara úr landi.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Sá úrskurður var síðar felldur úr gildi í Landsrétti með vísan til þess að lögreglan hefði upplýsingar um símanúmer, netfang og vinnustað hans ytra. Fyrirliggjandi gögn bentu ekki til þess að hann myndi reyna að koma sér undan réttvísinni. Sé Facebook-síða mannsins skoðuð sést hins vegar að hann dvelur nú í heimalandinu. Ákæra málsins er birt í Lögbirtingablaðinu en af því má álykta að illa hafi gengið að birta honum ákæruna í Bandaríkjunum. Brot mannsins, verði hann fundinn sekur, varðar allt að fjögurra ára fangelsi. Auk kröfu ákæruvaldsins um refsingu gera brotaþolar málsins kröfu um greiðslu skaða- og miskabóta. Ökumaður fremsta bílsins, sá sem alvarlegustu meiðslin hlaut, fer fram á sex milljónir í miskabætur auk tæpra þriggja milljóna í skaðabætur. Tvær ungar dætur hans, sem voru farþegar í bifreiðinni, gera kröfu um 2,5 milljónir í miskabætur hvor. Ökumaður síðari bifreiðarinnar fer fram á 1,5 milljónir í miskabætur vegna tjóns síns. Alls er bandaríski ferðamaðurinn því krafinn um rúmar fimmtán milljónir króna. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness 30. apríl óháð því hvort Bandaríkjamaðurinn verður viðstaddur eður ei.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. 17. maí 2018 06:51
Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27