Fyrirliða enska fótboltalandsliðsins dreymir um að spila í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 16:00 Harry Kane með Gullskóinn sem hann fékk fyrir að vera markakóngur HM í Rússlandi 2018. Vísir/Getty Harry Kane hefur náð hæstum hæðum í sinni íþrótt en hann dreymir samt um að spila á hæsta stigi í annarri íþrótt. Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins, margfaldur markakóngur í ensku úrvalsdeildinni og markakóngur síðasta heimsmeistaramóts í Rússlandi sumarið 2018. Harry Kane hefur hins vegar aldrei farið í felur með áhuga sinn á bandarísku NFL-deildinni en hann er mikill stuðningsmaður nýkrýndra NFL-meistara í New England Patriots. Kane var meira að segja meðal áhorfenda á Super Bowl leiknum í Atlanta í byrjun febrúar þegar Patriots liðið vann sinn sjötta meistaratitil.Harry Kane wants to conquer the Premier League ... then the NFL. https://t.co/YX8e3cyOOqpic.twitter.com/BnpHISEA6D — ESPN FC (@ESPNFC) March 27, 2019„Ég þrái það að spila í NFL-deildinni. Það er eitthvað sem ég mun örugglega reyna að ná að gera eftir tíu til tólf ár,“ sagði hinn 25 ára gamli Harry Kane í viðtali við ESPN. Kane myndi þá væntanlega taka að sér stöðu sparkara í NFL-liði en hann er heimsþekktur fyrir frábærar spyrnur sínar í fótboltanum. „Ef þú spilar í ensku úrvalsdeildinni, á heimsmeistaramótinu í fótbolta og svo í NFL, værir þú þá orðinn merkasti íþróttamaður allra tíma?,“ spyr Kane. „Þetta kemur inn á það að ég reyni að vera bestur í öllu sem ég geri. Meira að segja ef ég hleð niður leik í símann, þá spyr ég mig hvort ég geti orðið sá besti í heimi í honum,“ sagði Kane í viðtalinu.Harry Kane reveals plans to end his career in the NFL https://t.co/koZj9OpkQ5 — The Independent (@Independent) March 28, 2019Harry Kane hitti Tom Brady í Atlanta en Brady hefur verið leikstjórnandinn og aðalmaðurinn í öllum sex titlum New England Patriots liðsins. „Við eigum það sameiginlegt að fólk var að efast um okkur þegar við vorum yngri enda hvorugur meðal besti íþróttamannanna þegar við vorum krakkar,“ sagði Kane. „Hann sýndi mér líka að allt er mögulegt. Ef þú trúir á sjálfan þig og hefur líka drifkraftinn og hungrið þá getur þú náð þessu,“ sagði Kane. Enski boltinn NFL Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Harry Kane hefur náð hæstum hæðum í sinni íþrótt en hann dreymir samt um að spila á hæsta stigi í annarri íþrótt. Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins, margfaldur markakóngur í ensku úrvalsdeildinni og markakóngur síðasta heimsmeistaramóts í Rússlandi sumarið 2018. Harry Kane hefur hins vegar aldrei farið í felur með áhuga sinn á bandarísku NFL-deildinni en hann er mikill stuðningsmaður nýkrýndra NFL-meistara í New England Patriots. Kane var meira að segja meðal áhorfenda á Super Bowl leiknum í Atlanta í byrjun febrúar þegar Patriots liðið vann sinn sjötta meistaratitil.Harry Kane wants to conquer the Premier League ... then the NFL. https://t.co/YX8e3cyOOqpic.twitter.com/BnpHISEA6D — ESPN FC (@ESPNFC) March 27, 2019„Ég þrái það að spila í NFL-deildinni. Það er eitthvað sem ég mun örugglega reyna að ná að gera eftir tíu til tólf ár,“ sagði hinn 25 ára gamli Harry Kane í viðtali við ESPN. Kane myndi þá væntanlega taka að sér stöðu sparkara í NFL-liði en hann er heimsþekktur fyrir frábærar spyrnur sínar í fótboltanum. „Ef þú spilar í ensku úrvalsdeildinni, á heimsmeistaramótinu í fótbolta og svo í NFL, værir þú þá orðinn merkasti íþróttamaður allra tíma?,“ spyr Kane. „Þetta kemur inn á það að ég reyni að vera bestur í öllu sem ég geri. Meira að segja ef ég hleð niður leik í símann, þá spyr ég mig hvort ég geti orðið sá besti í heimi í honum,“ sagði Kane í viðtalinu.Harry Kane reveals plans to end his career in the NFL https://t.co/koZj9OpkQ5 — The Independent (@Independent) March 28, 2019Harry Kane hitti Tom Brady í Atlanta en Brady hefur verið leikstjórnandinn og aðalmaðurinn í öllum sex titlum New England Patriots liðsins. „Við eigum það sameiginlegt að fólk var að efast um okkur þegar við vorum yngri enda hvorugur meðal besti íþróttamannanna þegar við vorum krakkar,“ sagði Kane. „Hann sýndi mér líka að allt er mögulegt. Ef þú trúir á sjálfan þig og hefur líka drifkraftinn og hungrið þá getur þú náð þessu,“ sagði Kane.
Enski boltinn NFL Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira