Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2019 21:00 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar, við bílastæðið hjá Kirkjufellsfossi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn til að mæta innviðauppbyggingu vegna ferðamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grundarfjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem rækilega hafa fundið fyrir fjölgun ferðamanna. Mæta þarf örtröðinni við rætur Kirkjufells með tugmilljóna króna framkvæmdum við bílastæði, göngustíga og útsýnispalla. Peningarnir fást með sérstakri úthlutun ríkisvaldsins. „Það er þessi Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Hann hefur afskaplega þröngt form til þess að veita styrki. Og við erum raunverulega svolítið á hnjánum við að betla styrki til framkvæmda, helst í sveit,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar.Frá Grundarfirði. Séð yfir hafnarsvæðið. Kirkjufell í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Björg tekur nærtækt dæmi, hafnargjöld, sem sveitarfélögin fá. Hafnasjóðir sveitarfélaga hafi hafnargjöld sem tekjustofn. „Fyrir það hafa samfélög getað blómstrað af því að við gátum byggt bryggjur og hafnarsvæði. Nú erum við að byggja upp þessa atvinnugrein sem heitir ferðaþjónusta. Og sveitarfélögin hafa enga beina tekjustofna til þess að byggja upp þessa innviði.“ Verkefnin eru ærin sem bæjarfélagið þarf að standa undir vegna ferðamanna. „Það eru upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðafólk, það eru almenningssalerni, það eru tjaldsvæði, - þjónusta sem að mestu leyti gagnast ekki heimafólki en gagnast auðvitað atvinnugreininni og þannig óbeint stuðlar að uppbyggingu. En okkur vantar beinar tekjur til þess að geta staðið í þessari uppbyggingu. Úr því þarf að bæta,“ segir Björg. Við Kirkjufellsfoss eru að hefjast tugmilljóna króna framkvæmdir við nýtt bílastæði, göngustíga og útsýnispalla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sveitarfélög fá útsvar af tekjum starfsmanna í ferðaþjónustu sem og fasteignagjöld af byggingum sem þjóna ferðamönnum. Bæjarstjórinn segir þær tekjur ekki vega upp kostnaðaraukann vegna ferðamanna. „Ef við horfum á bæjarsjóð, þá get ég alveg með sanni sagt að bæjarsjóður finnur ekki fyrir tekjuaukningunni í samræmi við þá útgjaldaaukningu sem þetta hefur í för með sér,“ segir bæjarstjóri Grundarfjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn til að mæta innviðauppbyggingu vegna ferðamanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grundarfjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem rækilega hafa fundið fyrir fjölgun ferðamanna. Mæta þarf örtröðinni við rætur Kirkjufells með tugmilljóna króna framkvæmdum við bílastæði, göngustíga og útsýnispalla. Peningarnir fást með sérstakri úthlutun ríkisvaldsins. „Það er þessi Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Hann hefur afskaplega þröngt form til þess að veita styrki. Og við erum raunverulega svolítið á hnjánum við að betla styrki til framkvæmda, helst í sveit,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar.Frá Grundarfirði. Séð yfir hafnarsvæðið. Kirkjufell í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Björg tekur nærtækt dæmi, hafnargjöld, sem sveitarfélögin fá. Hafnasjóðir sveitarfélaga hafi hafnargjöld sem tekjustofn. „Fyrir það hafa samfélög getað blómstrað af því að við gátum byggt bryggjur og hafnarsvæði. Nú erum við að byggja upp þessa atvinnugrein sem heitir ferðaþjónusta. Og sveitarfélögin hafa enga beina tekjustofna til þess að byggja upp þessa innviði.“ Verkefnin eru ærin sem bæjarfélagið þarf að standa undir vegna ferðamanna. „Það eru upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðafólk, það eru almenningssalerni, það eru tjaldsvæði, - þjónusta sem að mestu leyti gagnast ekki heimafólki en gagnast auðvitað atvinnugreininni og þannig óbeint stuðlar að uppbyggingu. En okkur vantar beinar tekjur til þess að geta staðið í þessari uppbyggingu. Úr því þarf að bæta,“ segir Björg. Við Kirkjufellsfoss eru að hefjast tugmilljóna króna framkvæmdir við nýtt bílastæði, göngustíga og útsýnispalla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sveitarfélög fá útsvar af tekjum starfsmanna í ferðaþjónustu sem og fasteignagjöld af byggingum sem þjóna ferðamönnum. Bæjarstjórinn segir þær tekjur ekki vega upp kostnaðaraukann vegna ferðamanna. „Ef við horfum á bæjarsjóð, þá get ég alveg með sanni sagt að bæjarsjóður finnur ekki fyrir tekjuaukningunni í samræmi við þá útgjaldaaukningu sem þetta hefur í för með sér,“ segir bæjarstjóri Grundarfjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Umhverfismál Tengdar fréttir Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30 Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
Ósáttur við „fáránlegan“ framkvæmdasjóð og kaupir klósett fyrir bílastæðagjöld Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, er afar ósáttur við Framkvæmdasjóð ferðamanna þar sem þjóðgarðurinn hefur ekki fengið krónu úr sjóðnum síðustu tvö ár. 24. mars 2017 11:30
Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15
3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45
Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50