Kveisustingur en ekki frostlögur sem fór illa í hundinn Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2019 11:22 Þetta er Neró, tveggja ára gamall Labrador-hundur, sömu tegundar og sá hundur sem veiktist illa eftir gönguferð við golfvöllinn á Hvaleyrarholti. visir/vilhelm „Fljótlegt að segja frá því, það greindist ekkert etylenglycol í sýninu,“ segir Kristín Ólafsdóttir á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands.Þannig að, hundurinn hefur ekki látið í sig frostlög? „Það voru alla vega engin merki þess í sýninu sem ég fékk.“Óhugur greip um sig vegna meintrar eitrunarVísi greindi frá því fyrir tæpum hálfum mánuði að hundur nokkur hafi etið fisk sem blandaður var frostlegi. Var það samkvæmt viðvörun sem Dýraspítalinn í Garðabæ birti en þar voru gæludýraeigendur hvattir til að vera á varðbergi. Því einhver snarbrenglaður einstaklingur væri á kreiki og hafi eitrað fyrir gæludýrum með því að væta fisk í frostlegi. Þetta tiltekna atvik átti sér stað við golfvöllinn á holtinu í Hafnarfirði, það er að labradorhundur fór tók að kasta upp í sífellu eftir að hafa farið þar um. Mikill óhugur greip um sig, sem eðlilegt má heita, meðal hundaeigenda.Frá Hvaleyrarholtinu, nánar tiltekið Keilisvelli en þar var hundurinn á ferð þegar hann tók að kasta upp í sífellu.fbl/DaníelVísir hefur fylgst grannt með gangi mála og rætt við dýralækni á Dýraspítalanum sem taldi ekki nokkurn vafa á leika að um væri að ræða frostlögseitrun. Spýjan væri bláleit og það hafi orðið hundinum til lífs að eigandinn brást skjótt við og kom honum í viðeigandi meðhöndlun. Ef dýr komast ekki undir læknishendur eftir að hafa lagt sér til munns frostlög, sem er sætur á bragðið í hundskjafti, innan 8 tíma, þá á dýrið fyrir höndum kvalarfullan dauðdaga á þremur dögum. Tveggja ára gamall leitarhundur Vísir hefur verið í sambandi við lögreglu vegna málsins en ekki hefur borist nein kæra þangað. Sýni voru sent til MAST, en þar á bæ var einnig talið líklegt að um eitrun væri að ræða. En ekkert kom út úr rannsóknum þar og voru sýni send áfram til frekari rannsóknar hjá Háskólanum. Og nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir. Því er óljóst hvað varð til þess að hundurinn, sem er um tveggja ára gamall og hefur verið í þjálfun sem leitarhundur, tók að kasta upp með þessum ofsa. Þar til annað sannara reynist hlýtur það að skrifast á heiftarlegan kveisusting. Dýr Tengdar fréttir Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
„Fljótlegt að segja frá því, það greindist ekkert etylenglycol í sýninu,“ segir Kristín Ólafsdóttir á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands.Þannig að, hundurinn hefur ekki látið í sig frostlög? „Það voru alla vega engin merki þess í sýninu sem ég fékk.“Óhugur greip um sig vegna meintrar eitrunarVísi greindi frá því fyrir tæpum hálfum mánuði að hundur nokkur hafi etið fisk sem blandaður var frostlegi. Var það samkvæmt viðvörun sem Dýraspítalinn í Garðabæ birti en þar voru gæludýraeigendur hvattir til að vera á varðbergi. Því einhver snarbrenglaður einstaklingur væri á kreiki og hafi eitrað fyrir gæludýrum með því að væta fisk í frostlegi. Þetta tiltekna atvik átti sér stað við golfvöllinn á holtinu í Hafnarfirði, það er að labradorhundur fór tók að kasta upp í sífellu eftir að hafa farið þar um. Mikill óhugur greip um sig, sem eðlilegt má heita, meðal hundaeigenda.Frá Hvaleyrarholtinu, nánar tiltekið Keilisvelli en þar var hundurinn á ferð þegar hann tók að kasta upp í sífellu.fbl/DaníelVísir hefur fylgst grannt með gangi mála og rætt við dýralækni á Dýraspítalanum sem taldi ekki nokkurn vafa á leika að um væri að ræða frostlögseitrun. Spýjan væri bláleit og það hafi orðið hundinum til lífs að eigandinn brást skjótt við og kom honum í viðeigandi meðhöndlun. Ef dýr komast ekki undir læknishendur eftir að hafa lagt sér til munns frostlög, sem er sætur á bragðið í hundskjafti, innan 8 tíma, þá á dýrið fyrir höndum kvalarfullan dauðdaga á þremur dögum. Tveggja ára gamall leitarhundur Vísir hefur verið í sambandi við lögreglu vegna málsins en ekki hefur borist nein kæra þangað. Sýni voru sent til MAST, en þar á bæ var einnig talið líklegt að um eitrun væri að ræða. En ekkert kom út úr rannsóknum þar og voru sýni send áfram til frekari rannsóknar hjá Háskólanum. Og nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir. Því er óljóst hvað varð til þess að hundurinn, sem er um tveggja ára gamall og hefur verið í þjálfun sem leitarhundur, tók að kasta upp með þessum ofsa. Þar til annað sannara reynist hlýtur það að skrifast á heiftarlegan kveisusting.
Dýr Tengdar fréttir Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
Hundur át fisk sem hafði verið í blandaður frostlegi: „Sá sem gerir svona er fársjúkur einstaklingur“ Dýraspítalinn í Garðabæ sendir frá sér viðvörun. 16. mars 2019 21:33