Ákærurnar gegn Jussie Smollett felldar niður Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa 26. mars 2019 15:21 Jussie Smollett. AP/Ashlee Rezin Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. Smollett mun hafa verið hreinsaður alfarið af sök og samkvæmt CBS Chicago, féllst dómari á að innsigla málið. Talskona Smollett segir almenning hafa verið of fljótan að dæma Smollett. Hann sé fórnarlamb tveggja manna sem réðust á hann þann 29. janúar og í senn fórnarlamb almenningsálits. Hún segir mál Smollett til marks um það að rangt sé að reyna að sanna mál í „dómstóli almenningsálitsins“. „Jussie er létt yfir því að þessu ástandi sé nú lokið og hlakkar mikið til þess að líta fram á veginn og einblína á fjölskyldu sína, vini og feril,“ sagði Anne Kavanaugh. Í yfirlýsingu frá skrifstofu saksóknara í Cooksýslu, þar sem mál Smollett var til meðferðar, segir að eftir að hafa skoðað málið ítarlega, tekið tillit til samfélagsþjónustu Smollett og samkomulags um að hann myndi gefa eftir þá tíu þúsund dali sem hann greiddi í tryggingu til Chicago-borgar, sé talið að sanngjörn lausn sé komin í málið. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða. Smollett er samkynhneigður. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Hann hélt því einnig fram að einn mannanna hefði verið með rauða derhúfu og þeir hafi hreytt illyrðum í hann, barið hann og sett snöru um háls hans. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Hann var svo sagður hafa sett árásina á svið og ákærður fyrir að ljúga að lögreglu. Ákæruliðirnir lagðir fram á hendur Smollett voru sextán talsins. Hann var sakaður um að hafa greitt bræðrunum Ola og Abel Osundairo fyrir að sviðsetja árásina. Markmiðið hafi verið að bæta feril hans. Fréttin verður uppfærð. BREAKING: Jussie Smollett speaks after all charges were dropped: "I have been truthful and consistent on every single level since day one. I would not be my mother's son if I was capable of one drop of what I have been accused of." https://t.co/B2ahaJAW4t pic.twitter.com/0bgEBJFN33— ABC News (@ABC) March 26, 2019 Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Allar ákærur gegn leikaranum Jussie Smollett hafa verið felldar niður. Lögmenn hans lýstu því yfir fyrir skömmu. Smollett mun hafa verið hreinsaður alfarið af sök og samkvæmt CBS Chicago, féllst dómari á að innsigla málið. Talskona Smollett segir almenning hafa verið of fljótan að dæma Smollett. Hann sé fórnarlamb tveggja manna sem réðust á hann þann 29. janúar og í senn fórnarlamb almenningsálits. Hún segir mál Smollett til marks um það að rangt sé að reyna að sanna mál í „dómstóli almenningsálitsins“. „Jussie er létt yfir því að þessu ástandi sé nú lokið og hlakkar mikið til þess að líta fram á veginn og einblína á fjölskyldu sína, vini og feril,“ sagði Anne Kavanaugh. Í yfirlýsingu frá skrifstofu saksóknara í Cooksýslu, þar sem mál Smollett var til meðferðar, segir að eftir að hafa skoðað málið ítarlega, tekið tillit til samfélagsþjónustu Smollett og samkomulags um að hann myndi gefa eftir þá tíu þúsund dali sem hann greiddi í tryggingu til Chicago-borgar, sé talið að sanngjörn lausn sé komin í málið. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða. Smollett er samkynhneigður. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Hann hélt því einnig fram að einn mannanna hefði verið með rauða derhúfu og þeir hafi hreytt illyrðum í hann, barið hann og sett snöru um háls hans. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Hann var svo sagður hafa sett árásina á svið og ákærður fyrir að ljúga að lögreglu. Ákæruliðirnir lagðir fram á hendur Smollett voru sextán talsins. Hann var sakaður um að hafa greitt bræðrunum Ola og Abel Osundairo fyrir að sviðsetja árásina. Markmiðið hafi verið að bæta feril hans. Fréttin verður uppfærð. BREAKING: Jussie Smollett speaks after all charges were dropped: "I have been truthful and consistent on every single level since day one. I would not be my mother's son if I was capable of one drop of what I have been accused of." https://t.co/B2ahaJAW4t pic.twitter.com/0bgEBJFN33— ABC News (@ABC) March 26, 2019
Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30 Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00 Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01 Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50 Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Empire-leikarinn með stöðu grunaðs manns Lögregla í Chicago hefur staðfest að leikarinn Jussie Smollett sé nú formlega með stöðu grunaðs manns í sakamálarannsókn, en hann er grunaður um að hafa logið að lögreglu. 20. febrúar 2019 23:30
Empire-leikarinn sviðsetti árásina vegna ófullnægjandi launa Bandaríski leikarinn Jussie Smollett sviðsetti líkamsárás sem hann sagðist hafa orðið fyrir í lok janúar, að því er fram kom á blaðamannafundi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum í dag. 21. febrúar 2019 17:00
Jussie Smollett klipptur út úr lokaþáttum Empire Leikarinn Jussie Smollett mun ekki koma fram í síðustu tveimur þáttum af Empire en þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum þáttanna. 22. febrúar 2019 16:01
Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Lögmaður Jussie Smollett segir allt tal um að leikarinn hafi tekið þátt í sviðsetningu vera lygi. 17. febrúar 2019 08:50
Empire-leikarinn ákærður fyrir að sviðsetja árás á sjálfan sig Bandaríski leikarinn Jussie Smollett er ákærður í alls sautján liðum fyrir að hafa sviðsett á sig árás og að ljúga að lögreglunni við skýrslutöku. 9. mars 2019 11:07