Enn eitt tapið hjá Celtics │Houston tryggði sig í úrslitakeppnina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2019 07:30 Kyrie Irving og félagar eru í vandræðum vísir/getty Boston Celtics tapaði fjórða leiknum í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans Pelicans réðu ekkert við James Harden og stjörnurnar í Golden State Warriors skinu skært. LaMarcus Aldridge var óstöðvandi í liði San Antonio Spurs sem fór létt með Boston Celtics á heimavelli þeirra grænu í nótt. Aldridge var með 48 stig og 13 fráköst, en Spurs vann leikinn 115-96. Eftir leikinn funduðu leikmenn Celtics lengi á bak við luktar dyr áður en þeir sinntu sínum hefðbundnu fjölmiðlaskyldum eftir leiki. „Það er erfitt að vinna. Liðsumhverfi er erfitt,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn en hann skoraði 11 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum. „Þetta er ekki svo einfalt að það sé nóg að hlusta á alla aðra tala um hvað sé í gangi hjá liðinu. Það hefur enginn verið í minni stöðu áður, svo ég býst ekki við að neinn skilji það og þá getur enginn talað um það.“48 PTS | 13 REB | 6 AST@aldridge_12 fuels the @spurs victory on the road in Boston! #GoSpursGopic.twitter.com/Hs5BY6Y4bE — NBA (@NBA) March 25, 2019 Í New Orleans setti James Harden 28 stig þegar Houston Rockets vann 113-90 sigur á New Orleans Pelicans og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni. Hann spilaði hins vegar rétt um 29 mínútur í leiknum. Rockets vann fjórtánda leikinn af síðustu sextán og eru þeir komnir upp í þriðja sæti vesturdeildarinnar. Heimamenn komust aldrei yfir í leiknum en það vantaði stór skörð í lið þeirra. Af þeim sem spiluðu leikinn var Frank Jackson stigahæstur með 19 stig.#Rockets@JHarden13's 28 PTS (6 3PM) propel the @HoustonRockets past NOP! pic.twitter.com/aA07wZGo9c — NBA (@NBA) March 25, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State Warriors töpuðu stórt fyrir Dallas Mavericks um helgina en það var ekki upp á teningnum í nótt þegar þeir fengu Detroit Pistons í heimsókn. Stephen Curry, sem hafði hvílt í leiknum gegn Dallas, skoraði 26 stig og Klay Thompson bættu við 24 í leik þar sem stóru nöfnin sýndu afhverju þeir taka sviðsljósið svo oft. Golden State vann leikinn 121-114. Kevin Durant setti 14 stig og 11 stoðsendingar og Draymond Green var einnig með 14 stig. „Það leið engum vel eftir tapið, ekki heldur okkur sem spiluðum ekki leikinn. Það sást vel á leik okkar í kvöld að við vildum svara fyrir það strax,“ sagði Curry eftir leikinn. Golden State er í harðri baráttu við Denver Nuggets um toppsæti vesturdeildarinnar.@StephenCurry30 (26 PTS, 5 3PM) and @KlayThompson (24 PTS, 4 3PM) combine for 50 in the @warriors win at Oracle Arena! #DubNationpic.twitter.com/rPYvybqFuD — NBA (@NBA) March 25, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - LA Clippers 113-124 Milwaykee Bucks - Cleveland Cavaliers 127-105 Indiana Pacers - Denver Nuggets 124-88 Toronto Raptors - Charlotte Hornets 114-115 New Orleans Pelicans - Houston Rockets 90-113 Boston Celtics - San Antonio Spurs 96-115 Golden State Warriors - Detroit Pistons 121-114 Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 111-106 NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Boston Celtics tapaði fjórða leiknum í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans Pelicans réðu ekkert við James Harden og stjörnurnar í Golden State Warriors skinu skært. LaMarcus Aldridge var óstöðvandi í liði San Antonio Spurs sem fór létt með Boston Celtics á heimavelli þeirra grænu í nótt. Aldridge var með 48 stig og 13 fráköst, en Spurs vann leikinn 115-96. Eftir leikinn funduðu leikmenn Celtics lengi á bak við luktar dyr áður en þeir sinntu sínum hefðbundnu fjölmiðlaskyldum eftir leiki. „Það er erfitt að vinna. Liðsumhverfi er erfitt,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn en hann skoraði 11 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum. „Þetta er ekki svo einfalt að það sé nóg að hlusta á alla aðra tala um hvað sé í gangi hjá liðinu. Það hefur enginn verið í minni stöðu áður, svo ég býst ekki við að neinn skilji það og þá getur enginn talað um það.“48 PTS | 13 REB | 6 AST@aldridge_12 fuels the @spurs victory on the road in Boston! #GoSpursGopic.twitter.com/Hs5BY6Y4bE — NBA (@NBA) March 25, 2019 Í New Orleans setti James Harden 28 stig þegar Houston Rockets vann 113-90 sigur á New Orleans Pelicans og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni. Hann spilaði hins vegar rétt um 29 mínútur í leiknum. Rockets vann fjórtánda leikinn af síðustu sextán og eru þeir komnir upp í þriðja sæti vesturdeildarinnar. Heimamenn komust aldrei yfir í leiknum en það vantaði stór skörð í lið þeirra. Af þeim sem spiluðu leikinn var Frank Jackson stigahæstur með 19 stig.#Rockets@JHarden13's 28 PTS (6 3PM) propel the @HoustonRockets past NOP! pic.twitter.com/aA07wZGo9c — NBA (@NBA) March 25, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State Warriors töpuðu stórt fyrir Dallas Mavericks um helgina en það var ekki upp á teningnum í nótt þegar þeir fengu Detroit Pistons í heimsókn. Stephen Curry, sem hafði hvílt í leiknum gegn Dallas, skoraði 26 stig og Klay Thompson bættu við 24 í leik þar sem stóru nöfnin sýndu afhverju þeir taka sviðsljósið svo oft. Golden State vann leikinn 121-114. Kevin Durant setti 14 stig og 11 stoðsendingar og Draymond Green var einnig með 14 stig. „Það leið engum vel eftir tapið, ekki heldur okkur sem spiluðum ekki leikinn. Það sást vel á leik okkar í kvöld að við vildum svara fyrir það strax,“ sagði Curry eftir leikinn. Golden State er í harðri baráttu við Denver Nuggets um toppsæti vesturdeildarinnar.@StephenCurry30 (26 PTS, 5 3PM) and @KlayThompson (24 PTS, 4 3PM) combine for 50 in the @warriors win at Oracle Arena! #DubNationpic.twitter.com/rPYvybqFuD — NBA (@NBA) March 25, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - LA Clippers 113-124 Milwaykee Bucks - Cleveland Cavaliers 127-105 Indiana Pacers - Denver Nuggets 124-88 Toronto Raptors - Charlotte Hornets 114-115 New Orleans Pelicans - Houston Rockets 90-113 Boston Celtics - San Antonio Spurs 96-115 Golden State Warriors - Detroit Pistons 121-114 Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 111-106
NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira